Fá milljónir í bætur vegna EM-fara Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2021 08:01 Agla María Albertsdóttir er ein af Blikunum í íslenska landsliðinu og ef hún bíður lengur með að fara í atvinnumennsku mun Breiðablik fá bætur vegna þátttöku hennar á EM. vísir/vilhelm Knattspyrnufélög munu í fyrsta sinn fá bætur vegna þátttöku leikmanna á Evrópumóti kvenna í fótbolta vegna mótsins sem fram fer á Englandi næsta sumar. Ljóst er að þetta mun koma sér vel fyrir Breiðablik og Val, og hugsanlega fleiri íslensk félög. Samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar UEFA fá félög að lágmarki 10.000 evrur, sem í dag jafngildir um 1,5 milljón króna, fyrir hvern fulltrúa sinn á EM. Ekki skiptir máli hvort leikmaður spili á mótinu eða sé varamaður. Nóg er að hann sé í 23 manna landsliðshópi sem fer á EM. Heildarupphæðin sem UEFA útdeilir til félaga er 4,5 milljónir evra eða um 675 milljónir króna. Félög fá greiddar 500 evrur fyrir hvern dag sem þeirra leikmaður er með sínu landsliði á EM, og fyrir hvern dag undirbúnings fyrir EM (að hámarki 10 dagar fara í undirbúning). Í síðasta landsliðshópi Íslands átti Breiðablik fimm fulltrúa og Valur tvo. Færi sami hópur á EM myndi það því að lágmarki skila Breiðabliki 7,5 milljónum og Val 3 milljónum. Sif Atladóttir er á leið heim í íslenskt félag en ekki liggur fyrir hvaða félag það verður. Nýja félagið fær bætur ef að Sif fer með á EM.vísir/vilhelm Ef að Ísland kæmist svo upp úr sínum riðli, og framlengdi þannig dvöl sína á EM, myndi það skila hærri upphæð fyrir félögin (að lágmarki 1,5 milljón króna fyrir Breiðablik). Íslensk félög fengju auðvitað einnig bætur vegna erlendra leikmanna sem færu á EM. Til að mynda ef að Chloe Van de Velde yrði enn á mála hjá Breiðabliki og kæmist í landsliðshóp Belga næsta sumar. Aðeins evrópsk félög fá bætur vegna leikmanna á EM. Félögin munu fá greiðslurnar í október eða nóvember á næsta ári. Ísland spilar í D-riðli á EM og mætir þar Belgíu 10. júlí, Ítalíu 14. júlí og Frakklandi 18. júlí. Pepsi Max-deild kvenna EM 2021 í Englandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar UEFA fá félög að lágmarki 10.000 evrur, sem í dag jafngildir um 1,5 milljón króna, fyrir hvern fulltrúa sinn á EM. Ekki skiptir máli hvort leikmaður spili á mótinu eða sé varamaður. Nóg er að hann sé í 23 manna landsliðshópi sem fer á EM. Heildarupphæðin sem UEFA útdeilir til félaga er 4,5 milljónir evra eða um 675 milljónir króna. Félög fá greiddar 500 evrur fyrir hvern dag sem þeirra leikmaður er með sínu landsliði á EM, og fyrir hvern dag undirbúnings fyrir EM (að hámarki 10 dagar fara í undirbúning). Í síðasta landsliðshópi Íslands átti Breiðablik fimm fulltrúa og Valur tvo. Færi sami hópur á EM myndi það því að lágmarki skila Breiðabliki 7,5 milljónum og Val 3 milljónum. Sif Atladóttir er á leið heim í íslenskt félag en ekki liggur fyrir hvaða félag það verður. Nýja félagið fær bætur ef að Sif fer með á EM.vísir/vilhelm Ef að Ísland kæmist svo upp úr sínum riðli, og framlengdi þannig dvöl sína á EM, myndi það skila hærri upphæð fyrir félögin (að lágmarki 1,5 milljón króna fyrir Breiðablik). Íslensk félög fengju auðvitað einnig bætur vegna erlendra leikmanna sem færu á EM. Til að mynda ef að Chloe Van de Velde yrði enn á mála hjá Breiðabliki og kæmist í landsliðshóp Belga næsta sumar. Aðeins evrópsk félög fá bætur vegna leikmanna á EM. Félögin munu fá greiðslurnar í október eða nóvember á næsta ári. Ísland spilar í D-riðli á EM og mætir þar Belgíu 10. júlí, Ítalíu 14. júlí og Frakklandi 18. júlí.
Pepsi Max-deild kvenna EM 2021 í Englandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira