144 greindust með Covid-19 í gær Kolbeinn Tumi Daðason og Atli Ísleifsson skrifa 4. nóvember 2021 11:20 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er hugsi yfir stöðu mála. Vísir/Vilhelm Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. Ekki hafa fleiri greinst með kórónuveiruna hér á landi síðan 4. ágúst síðastliðinn þegar 151 greindist. 91 greindist með Covid-19 á þriðjudag og 85 á mánudag. Fjörutíu af þeim 144 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 28 prósent. 104 voru utan sóttkvíar, eða 72 prósent. 108 eru fullbólusettir, bólusetning hafin í tilviki þriggja og eru 32 óbólusettir. Á síðunni covid.is kemur fram að 1.015 séu nú í einangrun vegna Covid-19, en voru 938 í gær. 1.129 eru nú í sóttkví, en voru 1.195 í gær. 291 eru nú í skimunarsóttkví. Greint var frá því nú skömmu fyrir hádegi að sóttvarnaraðgerðir á landamærunum verði óbreyttar til 15. janúar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi tekið þá ákvörðun að framlengja reglugerðina um sóttvarnarráðstafanir þar vegna fjölgunar smita innanlands að undanförnu. Sautján eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, sami fjöldi og í gær. Fimm eru á gjörgæslu, líkt og í gær. Sjö smit kom upp á landamærunum í gær – allt virk smit í fyrri landamæraskimun. Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 317,4, en var 290,2 í gær. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 23,5, en var 23,2 í gær. Alls hafa 14.087 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á síðasta ári. Þá hafa 34 andlát verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Þetta kemur fram í Lögreglunni á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51 Óbreytt á landamærunum til 15. janúar Sóttvarnaraðgerðir á landamærunum verða óbreyttar til 15. janúar. Heilbrigðisráðherra hefur tekið þá ákvörðun að framlengja reglugerðina um sóttvarnarráðstafanir þar vegna Covid-19 en ástæðan er sögð fjölgun smita innanlands að undanförnu. 4. nóvember 2021 11:24 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Ekki hafa fleiri greinst með kórónuveiruna hér á landi síðan 4. ágúst síðastliðinn þegar 151 greindist. 91 greindist með Covid-19 á þriðjudag og 85 á mánudag. Fjörutíu af þeim 144 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 28 prósent. 104 voru utan sóttkvíar, eða 72 prósent. 108 eru fullbólusettir, bólusetning hafin í tilviki þriggja og eru 32 óbólusettir. Á síðunni covid.is kemur fram að 1.015 séu nú í einangrun vegna Covid-19, en voru 938 í gær. 1.129 eru nú í sóttkví, en voru 1.195 í gær. 291 eru nú í skimunarsóttkví. Greint var frá því nú skömmu fyrir hádegi að sóttvarnaraðgerðir á landamærunum verði óbreyttar til 15. janúar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi tekið þá ákvörðun að framlengja reglugerðina um sóttvarnarráðstafanir þar vegna fjölgunar smita innanlands að undanförnu. Sautján eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, sami fjöldi og í gær. Fimm eru á gjörgæslu, líkt og í gær. Sjö smit kom upp á landamærunum í gær – allt virk smit í fyrri landamæraskimun. Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 317,4, en var 290,2 í gær. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 23,5, en var 23,2 í gær. Alls hafa 14.087 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á síðasta ári. Þá hafa 34 andlát verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Þetta kemur fram í Lögreglunni á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51 Óbreytt á landamærunum til 15. janúar Sóttvarnaraðgerðir á landamærunum verða óbreyttar til 15. janúar. Heilbrigðisráðherra hefur tekið þá ákvörðun að framlengja reglugerðina um sóttvarnarráðstafanir þar vegna Covid-19 en ástæðan er sögð fjölgun smita innanlands að undanförnu. 4. nóvember 2021 11:24 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Ástand á Akranesi: Fimmtíu greindust og skólum lokað Alls greindust fimmtíu manns með Covid-19 á Akranesi í gær. Þetta kemur fram í Lögreglunni á Vesturlandi greinir frá. Allir skólar í bænum verða lokaðir á morgun. 4. nóvember 2021 10:51
Óbreytt á landamærunum til 15. janúar Sóttvarnaraðgerðir á landamærunum verða óbreyttar til 15. janúar. Heilbrigðisráðherra hefur tekið þá ákvörðun að framlengja reglugerðina um sóttvarnarráðstafanir þar vegna Covid-19 en ástæðan er sögð fjölgun smita innanlands að undanförnu. 4. nóvember 2021 11:24