Bændur munu taka DNA sýni úr öllum kvígum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. nóvember 2021 20:16 Frá næstu áramótum þurfa kúabændur að taka DNA sýni úr öllum sínum kvígum. Í dag eru um 25 þúsund mjólkurkýr á Íslandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kúabændur munu þurfa að taka DNA sýni úr öllum kvígum frá næstu áramótum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt. Tilgangur verkefnisins er að fá betri mjólkurkýr fyrr í fjósin hjá bændum. Í dag eru um fimm hundruð kúabú í landinu og hefur þeim fækkað mikið síðustu ár. Um 25 þúsund mjólkurkýr eru í landinu, sem er lítill stofn miðað við marga aðra stofna í nágrannalöndum okkar og kúabúin eru ekki nema rétt um fimm hundruð, enda hefur þeim fækkað mjög mikið á undanförnum árum en framleiðslan hefur hins vegar staðið í stað eða aukist. Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins fer fyrir verkefninu. „Þetta snýst um það að taka upp erfðamengisúrval í íslenskri nautgriparækt, sem fer þannig fram að við tökum sýni úr gripunum. Það er svo greint og þar með er hægt að segja til um gæði gripanna strax frá fæðingu. Þetta er mjög magnað og þýðir í rauninni að við getum hætt að afkvæmaprófa nautin og tekið þau strax í notkun, sem reynd naut, sem þýðir að ættleiðarbilið styttist umtalsvert,“ segir Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt, sem bindur miklar vonir við DNA sýna verkefnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að sýnin fari í arfgerðargreiningar í Danmörku og eftir það verður hægt að segja til um gæði gripanna strax frá fæðingu. Með nýja verkefninu er verið að stíga stórt skref fram á við í markvissum kynbótum í nautgriparækt. „Þetta breytir því að við getum valið gripina með meira öryggi en áður og það hraðar erfðaframförum mjög mikið. Sýnatakan er mjög einföld því bændur þurfa í rauninni bara að klippa vefjasýni úr eyranu og í framtíðinni er hugmyndin sú að við tökum sýni úr öllum kvígum, sem fæðast og það verður þá gert af bændum um leið og merkið er sett í eyrað. Ég hef miklar væntingar til þess að þetta verði bæði til mikillar framfara og auki áhuga á geri greinina skemmtilegri heldur en ella,“ segir Guðmundur enn fremur. Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Um 25 þúsund mjólkurkýr eru í landinu, sem er lítill stofn miðað við marga aðra stofna í nágrannalöndum okkar og kúabúin eru ekki nema rétt um fimm hundruð, enda hefur þeim fækkað mjög mikið á undanförnum árum en framleiðslan hefur hins vegar staðið í stað eða aukist. Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins fer fyrir verkefninu. „Þetta snýst um það að taka upp erfðamengisúrval í íslenskri nautgriparækt, sem fer þannig fram að við tökum sýni úr gripunum. Það er svo greint og þar með er hægt að segja til um gæði gripanna strax frá fæðingu. Þetta er mjög magnað og þýðir í rauninni að við getum hætt að afkvæmaprófa nautin og tekið þau strax í notkun, sem reynd naut, sem þýðir að ættleiðarbilið styttist umtalsvert,“ segir Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt, sem bindur miklar vonir við DNA sýna verkefnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að sýnin fari í arfgerðargreiningar í Danmörku og eftir það verður hægt að segja til um gæði gripanna strax frá fæðingu. Með nýja verkefninu er verið að stíga stórt skref fram á við í markvissum kynbótum í nautgriparækt. „Þetta breytir því að við getum valið gripina með meira öryggi en áður og það hraðar erfðaframförum mjög mikið. Sýnatakan er mjög einföld því bændur þurfa í rauninni bara að klippa vefjasýni úr eyranu og í framtíðinni er hugmyndin sú að við tökum sýni úr öllum kvígum, sem fæðast og það verður þá gert af bændum um leið og merkið er sett í eyrað. Ég hef miklar væntingar til þess að þetta verði bæði til mikillar framfara og auki áhuga á geri greinina skemmtilegri heldur en ella,“ segir Guðmundur enn fremur.
Landbúnaður Flóahreppur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira