Eins og kannski margir muna þá unnu Alfons og félagar fyrri leik liðanna óvænt 6-1, en þar lagði Alfons einnig upp mark.
Ola Solbakken kom Alfons og félögum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks, og staðan var því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja.
Stephan El Shaarawy jafnaði metin fyrir heimamenn á 54. mínútu, áður en Erik Botheim kom Norðmönnunum aftur í forystu tíu mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Alfons Sampsted.
Roger Ibanez jafnaði metin fyrir Roma rúmum fimm mínútum fyrir leikslok og þar við sat.
Alfons og félagar halda því toppsæti C-riðils með átta stig eftir fjóra leiki, en Roma koma þar næstir með sjö stig.
Det ender 2-2 i Roma etter en sen utlikning fra hjemmelaget! 🤝 Nå venter Haugesund på søndag!
— FK Bodø/Glimt (@Glimt) November 4, 2021
Vi e venna førr livet! 💛 #glimt pic.twitter.com/MEcJclqM88
Þá komu þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Andri Fannar Baldursson inn á sem varamenn fyrir danska liðið FC Kaupmannahöfn er liðið lagði PAOK frá Grikklandi 2-1. Kaupmannahöfn situr í efsta sæti F-riðils með níu stig.