Ekki spilað fyrir England eftir hótelheimsóknina á Íslandi og bað um frí Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2021 08:30 Mason Greenwood hefur ekki leikið annan A-landsleik eftir að hafa mætt Íslandi á Laugardalsvelli í september í fyrra. VÍSIR/GETTY Hinn tvítugi Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, baðst undan því að taka þátt í verkefnum enska landsliðsins í fótbolta fyrri hluta þessarar leiktíðar. Frá þessu greindi Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, eftir að hafa í gær tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir lokaleikina í undankeppni HM. Southgate segir að Greenwood hafi viljað einbeita sér að því að festa sig í sessi í liði United og að hann hafi fullan skilning á því. Eini A-landsleikur Greenwood til þessa er leikurinn við Ísland á Laugardalsvelli 5. september í fyrra, í Þjóðadeildinni. Eftir þann leik fengu Greenwood og Phil Foden íslenskar stelpur í heimsókn á hótelherbergi, þvert á sóttvarnareglur, og voru þeir sendir heim í stað þess að fara með enska landsliðinu í næsta leik í Danmörku. „Skiljum hann fullkomlega“ Greenwood hefur skorað fjögur mörk á leiktíðinni fyrir United og ástæðan fyrir því að hann er ekki í landsliðinu er ekki sú að Southgate vilji ekki nýta krafta hans: „Við ræddum málin í september og komumst að samkomulagi. Við ákváðum í raun að taka hlé fram á næsta ár. Sleppa haustleikjunum. Ef að hann festir sig í sessi hjá Manchester United þá verður hann mjög nálægt landsliðshópnum, eða landsliðinu, og hann veit það. Hann vill spila fyrir England og er alveg skýr varðandi það. Við erum ekki að sleppa því að velja Mason af því að við teljum hann ekki nógu góðan eða af því að við séum óánægðir með þessa ósk hans. Við skiljum hann fullkomlega og munum glaðir bíða,“ sagði Southgate. England er á toppi I-riðils, þremur stigum á undan Póllandi, og á aðeins eftir leiki við Albaníu og San Marínó nú í nóvember. Möguleikinn er því góður á að liðið tryggi sér farseðilinn á HM í Katar. Marcus Rashford og Jude Bellingham snúa aftur í enska landsliðshópinn, sem og Trent Alexander-Arnold sem síðast spilaði fyrir landsliðið í september. Jadon Sancho og Jesse Lingard, sem voru í landsliðinu í október, voru hins vegar ekki valdir núna. Enski landsliðshópurinn Markmenn: Sam Johnstone, Jordan Pickford, Aaron Ramsdale Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Ben Chilwell, Conor Coady, Reece James, Harry Maguire, Tyrone Mings, Luke Shaw, John Stones, Kyle Walker Miðjumenn: Jude Bellingham, Jordan Henderson, Mason Mount, Kalvin Phillips, Declan Rice, James Ward-Prowse Sóknarmenn: Tammy Abraham, Phil Foden, Jack Grealish, Harry Kane, Marcus Rashford, Bukayo Saka, Raheem Sterling England mætir Albaníu 12. nóvember og San Marínó 15. nóvember. Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Frá þessu greindi Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, eftir að hafa í gær tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir lokaleikina í undankeppni HM. Southgate segir að Greenwood hafi viljað einbeita sér að því að festa sig í sessi í liði United og að hann hafi fullan skilning á því. Eini A-landsleikur Greenwood til þessa er leikurinn við Ísland á Laugardalsvelli 5. september í fyrra, í Þjóðadeildinni. Eftir þann leik fengu Greenwood og Phil Foden íslenskar stelpur í heimsókn á hótelherbergi, þvert á sóttvarnareglur, og voru þeir sendir heim í stað þess að fara með enska landsliðinu í næsta leik í Danmörku. „Skiljum hann fullkomlega“ Greenwood hefur skorað fjögur mörk á leiktíðinni fyrir United og ástæðan fyrir því að hann er ekki í landsliðinu er ekki sú að Southgate vilji ekki nýta krafta hans: „Við ræddum málin í september og komumst að samkomulagi. Við ákváðum í raun að taka hlé fram á næsta ár. Sleppa haustleikjunum. Ef að hann festir sig í sessi hjá Manchester United þá verður hann mjög nálægt landsliðshópnum, eða landsliðinu, og hann veit það. Hann vill spila fyrir England og er alveg skýr varðandi það. Við erum ekki að sleppa því að velja Mason af því að við teljum hann ekki nógu góðan eða af því að við séum óánægðir með þessa ósk hans. Við skiljum hann fullkomlega og munum glaðir bíða,“ sagði Southgate. England er á toppi I-riðils, þremur stigum á undan Póllandi, og á aðeins eftir leiki við Albaníu og San Marínó nú í nóvember. Möguleikinn er því góður á að liðið tryggi sér farseðilinn á HM í Katar. Marcus Rashford og Jude Bellingham snúa aftur í enska landsliðshópinn, sem og Trent Alexander-Arnold sem síðast spilaði fyrir landsliðið í september. Jadon Sancho og Jesse Lingard, sem voru í landsliðinu í október, voru hins vegar ekki valdir núna. Enski landsliðshópurinn Markmenn: Sam Johnstone, Jordan Pickford, Aaron Ramsdale Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Ben Chilwell, Conor Coady, Reece James, Harry Maguire, Tyrone Mings, Luke Shaw, John Stones, Kyle Walker Miðjumenn: Jude Bellingham, Jordan Henderson, Mason Mount, Kalvin Phillips, Declan Rice, James Ward-Prowse Sóknarmenn: Tammy Abraham, Phil Foden, Jack Grealish, Harry Kane, Marcus Rashford, Bukayo Saka, Raheem Sterling England mætir Albaníu 12. nóvember og San Marínó 15. nóvember.
Enski landsliðshópurinn Markmenn: Sam Johnstone, Jordan Pickford, Aaron Ramsdale Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Ben Chilwell, Conor Coady, Reece James, Harry Maguire, Tyrone Mings, Luke Shaw, John Stones, Kyle Walker Miðjumenn: Jude Bellingham, Jordan Henderson, Mason Mount, Kalvin Phillips, Declan Rice, James Ward-Prowse Sóknarmenn: Tammy Abraham, Phil Foden, Jack Grealish, Harry Kane, Marcus Rashford, Bukayo Saka, Raheem Sterling England mætir Albaníu 12. nóvember og San Marínó 15. nóvember.
Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira