Veik rödd barna með fötlun og fáir að hlusta Heimsljós 12. nóvember 2021 13:06 UNICEF Fötluð börn fá margvíslega skerta þjónustu á sviðum eins og heilbrigði, menntun og félagslegri vernd. Eitt af hverjum tíu börnum í heiminum býr við fötlun, eða því sem næst 240 milljónir barna. Fötluð börn fá margvíslega skerta þjónustu á sviðum eins og heilbrigði, menntun og félagslegri vernd, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan nefnist: „Seen, Counted, Included“ og staðfestir að sögn Henriettu Fore, framkvæmdastýru UNICEF, það sem löngum var vitað. Hún segir að börn með fötlun standi frammi fyrir mörgum og fjölþættum áskorunum, rödd þeirra sé veik, fáir að hlusta og alltof oft séu þau einfaldlega skilin eftir. Skýrslan varpar ljósi á bága stöðu þessa þjóðfélagshóps og fram kemur meðal annars að börn með fötlun séu 42 prósent minni líkur á því að tileinka sér grunnþekkingu í lestri og stærðfræði, líkurnar á því að fötluð börnum standi engin skólavist til boða sé 49 prósent meiri en meðal ófatlaðra. Þegar litið er á heilsufarsþætti sýnir skýrslan að börn með fötlun eru 25 prósent líklegri en ófötluð börn að vera undir kjörþyngd og 34 prósent líklegri til að búa við vaxtarhömlun. Þá eru 53 prósent þeirra líklegri til að þjást af öndunarfærasýkingum. Í samanburðinum við ófötluð börn kemur fram í skýrslunni að 51 prósent meiri líkur séu á því að fatlað barn sé óhamingjusamt og 32 prósent meiri líkur á því að fötluð börn sæti líkamlegri refsingu. Með skýrslunni hvetur UNICEF stjórnvöld hvarvetna í heiminum til þess að veita börnum með fötlun jöfn tækifæri. Stjórnvöld eru jafnframt hvött til þess að hafa samráð við fatlaða í stefnumörkun í málefnum þeirra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Eitt af hverjum tíu börnum í heiminum býr við fötlun, eða því sem næst 240 milljónir barna. Fötluð börn fá margvíslega skerta þjónustu á sviðum eins og heilbrigði, menntun og félagslegri vernd, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan nefnist: „Seen, Counted, Included“ og staðfestir að sögn Henriettu Fore, framkvæmdastýru UNICEF, það sem löngum var vitað. Hún segir að börn með fötlun standi frammi fyrir mörgum og fjölþættum áskorunum, rödd þeirra sé veik, fáir að hlusta og alltof oft séu þau einfaldlega skilin eftir. Skýrslan varpar ljósi á bága stöðu þessa þjóðfélagshóps og fram kemur meðal annars að börn með fötlun séu 42 prósent minni líkur á því að tileinka sér grunnþekkingu í lestri og stærðfræði, líkurnar á því að fötluð börnum standi engin skólavist til boða sé 49 prósent meiri en meðal ófatlaðra. Þegar litið er á heilsufarsþætti sýnir skýrslan að börn með fötlun eru 25 prósent líklegri en ófötluð börn að vera undir kjörþyngd og 34 prósent líklegri til að búa við vaxtarhömlun. Þá eru 53 prósent þeirra líklegri til að þjást af öndunarfærasýkingum. Í samanburðinum við ófötluð börn kemur fram í skýrslunni að 51 prósent meiri líkur séu á því að fatlað barn sé óhamingjusamt og 32 prósent meiri líkur á því að fötluð börn sæti líkamlegri refsingu. Með skýrslunni hvetur UNICEF stjórnvöld hvarvetna í heiminum til þess að veita börnum með fötlun jöfn tækifæri. Stjórnvöld eru jafnframt hvött til þess að hafa samráð við fatlaða í stefnumörkun í málefnum þeirra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent