Innlit inn í nýafhjúpað Hegningarhús Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. nóvember 2021 20:22 Hegningarhúsið við Skólavörðustíg var afhjúpað fyrr í vikunni. Það hafði síðasta árið verið hulið vinnupöllum. Vísir/Arnar Hundruð milljóna króna viðgerðum á ytra byrði Hegningarhússins lauk að mestu fyrr í vikunni. Innréttingar eftir Guðjón Samúelsson fundust óvænt við framkvæmdirnar en mikil vinna er enn framundan við að koma innra byrði hússins í upprunalegt horf. Hegningarhúsið var svo mánuðum skiptir hulið vinnupöllum, hárri girðingu og plasti, en var loksins afhjúpað nú í byrjun nóvember. Á meðal þess sem tekið hefur verið í gegn er múrverkið utan á húsinu, gluggar og þak. Eitt af því stærsta sem ráðist hefur verið í innandyra er svo bygging þriggja gríðarstórra reykháfa í upprunalegri mynd. Kunnáttan ekki til á Íslandi Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er einn af hinum umtöluðu reykháfum uppi á háalofti hússins. Halli er á reykháfunum og þeim sveigt svo þeir komi upp á nákvæmlega réttum stað í húsinu. Þeir verða ekki notaðir sem eiginleigir reykháfar heldur sem hluti af loftræstikerfi hússins. „Engir íslenskir múrarar kunnu í raun og veru þetta handverk og hér þurftu menn að þreifa sig áfram. Og þetta held ég að hafi tekist bara ljómandi vel,“ segir Hjörleifur Stefánsson, arkítekt. Hjörleifur Stefánsson arkítekt er einn þeirra sem koma að uppbyggingu í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.Vísir/Arnar Í vesturálmu hússins er svo geymdur óvæntur fjársjóður sem fannst uppi á háalofti; innréttingar efir Guðjón Samúelsson fyrir gamla Hæstarétt, vébönd svokölluð. Hvað verður gert við þetta? „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. En ef vilji er fyrir hendi væri hægt að setja upp þessa innréttingu aftur í Hæstaréttarsalnum,“ segir Hjörleifur. Einn reykháfanna sem byggðir voru inni í húsinu. Hann samanstendur af þremur reykháfum sem hlykkjast saman í einn stóran.Vísir/Arnar Hugmyndalistinn endalaus Gríðarmikið verk er þó enn fyrir höndum. Gólfin í fangaklefunum hafa til að mynda öll verið brotin upp vegna raka. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni má sjá veggjakrot, þar sem fangi forðum daga hefur greinilega fengið útrás fyrir listræna hæfileika. Veggjakrot sem fangi hefur rist í vegg eins fangaklefans.Vísir/Arnar En hvað á að gera við húsið að loknum framkvæmdum? Hugmyndum um fangelsismálasafn hefur verið velt upp - og hugmyndalistinn er raunar nær óþrjótandi. „Að fangaklefarnir verði leigðir út til listamanna, myndlistarmanna til dæmis, sem gætu haft þar vinnuaðstöðu og selt afurðir sínar í húsinu,“ segir Hjörleifur. Mikið verk er enn fyrir höndum til að gera húsið nothæft.Vísir/Arnar Reykjavík Arkitektúr Skipulag Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Hegningarhúsið var svo mánuðum skiptir hulið vinnupöllum, hárri girðingu og plasti, en var loksins afhjúpað nú í byrjun nóvember. Á meðal þess sem tekið hefur verið í gegn er múrverkið utan á húsinu, gluggar og þak. Eitt af því stærsta sem ráðist hefur verið í innandyra er svo bygging þriggja gríðarstórra reykháfa í upprunalegri mynd. Kunnáttan ekki til á Íslandi Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er einn af hinum umtöluðu reykháfum uppi á háalofti hússins. Halli er á reykháfunum og þeim sveigt svo þeir komi upp á nákvæmlega réttum stað í húsinu. Þeir verða ekki notaðir sem eiginleigir reykháfar heldur sem hluti af loftræstikerfi hússins. „Engir íslenskir múrarar kunnu í raun og veru þetta handverk og hér þurftu menn að þreifa sig áfram. Og þetta held ég að hafi tekist bara ljómandi vel,“ segir Hjörleifur Stefánsson, arkítekt. Hjörleifur Stefánsson arkítekt er einn þeirra sem koma að uppbyggingu í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.Vísir/Arnar Í vesturálmu hússins er svo geymdur óvæntur fjársjóður sem fannst uppi á háalofti; innréttingar efir Guðjón Samúelsson fyrir gamla Hæstarétt, vébönd svokölluð. Hvað verður gert við þetta? „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. En ef vilji er fyrir hendi væri hægt að setja upp þessa innréttingu aftur í Hæstaréttarsalnum,“ segir Hjörleifur. Einn reykháfanna sem byggðir voru inni í húsinu. Hann samanstendur af þremur reykháfum sem hlykkjast saman í einn stóran.Vísir/Arnar Hugmyndalistinn endalaus Gríðarmikið verk er þó enn fyrir höndum. Gólfin í fangaklefunum hafa til að mynda öll verið brotin upp vegna raka. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni má sjá veggjakrot, þar sem fangi forðum daga hefur greinilega fengið útrás fyrir listræna hæfileika. Veggjakrot sem fangi hefur rist í vegg eins fangaklefans.Vísir/Arnar En hvað á að gera við húsið að loknum framkvæmdum? Hugmyndum um fangelsismálasafn hefur verið velt upp - og hugmyndalistinn er raunar nær óþrjótandi. „Að fangaklefarnir verði leigðir út til listamanna, myndlistarmanna til dæmis, sem gætu haft þar vinnuaðstöðu og selt afurðir sínar í húsinu,“ segir Hjörleifur. Mikið verk er enn fyrir höndum til að gera húsið nothæft.Vísir/Arnar
Reykjavík Arkitektúr Skipulag Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira