Enginn þarf að vera svangur á Vesturlandi um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2021 12:31 Mikil ánægja er á Vesturlandi með matarbílinn og framtakið að fara um landshlutann með vörur af svæðinu og bjóða íbúum þær til sölu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Vesturlandi þurfa ekki að óttast matarleysi um helgina því þar verður farand – matarmarkaður í dag og á morgun þar sem matarbíll hlaðin vörum framleiddum á Vesturlandi fer um svæðið. Framtakið kemur í veg fyrir hópmyndun á einum stað. Það eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi í samstarfi við matarframleiðendur á Vesturlandi, sem stendur að matarmarkaðnum um helgina. Til stóð að halda markaðinn á Hvanneyri en hætt var við það vegna Covid og því brugðið á það ráða að vera með sérstakan matarbíl fullan af vörum frá bændum og búaliði á svæðinu. Í dag verður farið á Hellissand og um Snæfellsnes og á morgun byrjar bílinn daginn í Búðardal og fer síðan í gegnum Borgarfjörð og endar ferð sína á Akranesi. Margrét Björk Björnsdóttir, fagstjóri hjá Áfangastað og markaðsstofu Vesturlands er ein af þeim, sem fer fyrir verkefninu. „Já, þetta er ein af þeim biluðu hugmyndum, sem maður fær þegar maður er ekki alveg tilbúin að gefast upp. það er bara mjög gaman og gott að vinna fyrir smáframleiðendur og reyna að efla þessa vinnslu og þá starfsemi, sem er unnin hér vítt og breitt um Vesturland þar sem fólk er að vinna úr sínum matvörum heima í héraði,“ segir Margrét Björk. Margrét segir að matarbílinn verði sneisa fullur af gómsætum mat eins og kjöti, geitaafurðum, silungi, grænmeti, sultum og mauki og mjólkurvörum svo eitthvað sé nefnt. Bílinn verður á ferðinni alla helgina um Vesturland.Aðsend Bílinn stoppar á fyrir fram ákveðnum stöðum. „Já, við stoppum á stund og stað og þar getur fólk komið og við erum bara með þessa búð á hjólum á leigu og þar er hægt að versla við þá framleiðendur, sem eru með í púkkinu. Ég vil bara hvetja fólk að nýta sér þetta og „Íslenskt látum það ganga“, það er bara, sem við þurfum. Við þurfum að snúa bökum saman og allir að styðja við næsta mann og við verslum í heimabyggð, hvort sem það er núna fyrir jólin eða alla daga því þetta skiptir okkur öll miklu máli þannig að við getum búið hérna glöð saman í þessu landi,“ sagði Margrét. Hér er hægt að sjá hvar bílinn verður á hverjum tíma um helgina. Matur Landbúnaður Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
Það eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi í samstarfi við matarframleiðendur á Vesturlandi, sem stendur að matarmarkaðnum um helgina. Til stóð að halda markaðinn á Hvanneyri en hætt var við það vegna Covid og því brugðið á það ráða að vera með sérstakan matarbíl fullan af vörum frá bændum og búaliði á svæðinu. Í dag verður farið á Hellissand og um Snæfellsnes og á morgun byrjar bílinn daginn í Búðardal og fer síðan í gegnum Borgarfjörð og endar ferð sína á Akranesi. Margrét Björk Björnsdóttir, fagstjóri hjá Áfangastað og markaðsstofu Vesturlands er ein af þeim, sem fer fyrir verkefninu. „Já, þetta er ein af þeim biluðu hugmyndum, sem maður fær þegar maður er ekki alveg tilbúin að gefast upp. það er bara mjög gaman og gott að vinna fyrir smáframleiðendur og reyna að efla þessa vinnslu og þá starfsemi, sem er unnin hér vítt og breitt um Vesturland þar sem fólk er að vinna úr sínum matvörum heima í héraði,“ segir Margrét Björk. Margrét segir að matarbílinn verði sneisa fullur af gómsætum mat eins og kjöti, geitaafurðum, silungi, grænmeti, sultum og mauki og mjólkurvörum svo eitthvað sé nefnt. Bílinn verður á ferðinni alla helgina um Vesturland.Aðsend Bílinn stoppar á fyrir fram ákveðnum stöðum. „Já, við stoppum á stund og stað og þar getur fólk komið og við erum bara með þessa búð á hjólum á leigu og þar er hægt að versla við þá framleiðendur, sem eru með í púkkinu. Ég vil bara hvetja fólk að nýta sér þetta og „Íslenskt látum það ganga“, það er bara, sem við þurfum. Við þurfum að snúa bökum saman og allir að styðja við næsta mann og við verslum í heimabyggð, hvort sem það er núna fyrir jólin eða alla daga því þetta skiptir okkur öll miklu máli þannig að við getum búið hérna glöð saman í þessu landi,“ sagði Margrét. Hér er hægt að sjá hvar bílinn verður á hverjum tíma um helgina.
Matur Landbúnaður Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira