Í þættinum Um land allt á Stöð 2 segir Guðbergur frá leyndarmáli, sem Ísólfsskálaættin hefur lítið talað um; þegar upp komst um landabruggið, en málið þótti mikil hneisa.
„Mamma sko, - þau voru siðavönd þannig að þau gátu ekki verið hér eftir þetta,“ segir Guðbergur.

Hann lýsir því þegar Björn Blöndal Jónsson, löggæslumaður ríkisins í áfengismálum, afhjúpaði bruggstarfsemina.
„Þar sem bændurnir brugga í friði, meðan Blöndal er suður með sjó,“ sagði í vísu sem fleyg varð á þessum árum og Guðbergur vitnar í.
„Eigum við núna að leka?“ spyr Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála, spurð um bruggmálið.
„Það voru seldir lekar hérna,“ segir Ársæll Ármannsson og hlær.

„Ég held að það hafi nú ekki verið stór búskapur á því,“ bætir Ársæll við.
Bróðir Guðbergs fékk hins vegar viðurnefnið „Bjarni brúsi“, að sögn Guðbergs, ekki vegna þess að hann var að brugga heldur vegna þess að hann sá svo eftir brúsunum sem yfirvöld hjuggu gat á.
Hér má sjá níu mínútna myndskeið úr þættinum:
Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þáttinn á efnisveitu Stöðvar 2. Hér má sjá kynningarstiklu: