Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. nóvember 2021 13:06 Frá Laugardalshöll í morgun. Í dag voru þau sem eru sextíu ára og eldri eða í áhættuhópnum boðuð í bólusetningu. Til stendur að boða 160 þúsund manns í örvunarskammta fyrir áramót. vísir/Vilhelm Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun. Hundrað fimmtíu og tveir greindust með kórónuveiruna í gær og rétt tæpur helmingur þeirra var í sóttkví. Þetta eru fleiri en um helgina en smituðum hefur þó farið fækkandi frá því að metfjöldi greindist á fimmtudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur of snemmt að segja hvort bylgjan sé á niðurleið. Enn séu of margir að greinast. „Og við sjáum bara að það voru mjög margir, eða fimm sem lögðust inn á Landspítalann í gær. Þannig þar er enn mjög þungt þar og verður það áfram,“ segir Þórólfur. Tuttugu og tveir eru nú á Landspítalanum með Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. „Jafnvel þó við sjáum smitum fækka í samfélaginu mun það ekki skila sér til spítalans fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun. Fólk í elstu aldurshópum og framlínufólk hefur þó þegar fengið örvunarskammt en hingað til hefur mætingin verið heldur dræm. „Ef við miðum við heilbrigðisstarfsmenn hefur þetta verið í kringum sextíu prósent mæting en það hefur verið að aukast núna upp síðkastið þannig ég vona að mætingin verði bara mjög góð,“ segir Þórólfur aðspurður um væntingar varðandi mætingu. Hann segir gögn benda til þess að örvunarskammtar veiti mjög góða vörn. „Það eru mjög fáir sem hafa smitast eftir örvunarskammtinn þriðja og það vekur vonir um að það sé bara mjög sjaldgæft.“ Þórólfur segir framhald sóttvarnaraðgerða taka mið af virkni örvunarskammta og mætingu. „Ef fólk verður ekki duglegt að mæta mun það seinka því að við getum farið að slaka á. Nú ef fólk mætir mjög vel og þetta gengur vel að gefa örvunarbólusetningu og við sjáum þennan árangur sem við erum að vonast eftir - að örvunarbólusetningin komi í veg fyrir smit í samfélaginu held ég að við getum bundið vonir við að við getum aflétt hraðar.“ Hann hvetur fólk til þess að mæta. „Það er mjög mikilvægt og getur skipt miklu máli bæði fyrir þá sem mæta og örva sína vernd og síðan fyrir þessa samfélagslegu vernd. Til þess að minnka hringrás veirunnar í samfélaginu. Ég held að það sé hollt að hafa það í huga líka að það eru engar vísbendingar um að það séu meiri aukaverkanir eftir örvunarskammt,“ segir Þórólfur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Sjá meira
Hundrað fimmtíu og tveir greindust með kórónuveiruna í gær og rétt tæpur helmingur þeirra var í sóttkví. Þetta eru fleiri en um helgina en smituðum hefur þó farið fækkandi frá því að metfjöldi greindist á fimmtudag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur of snemmt að segja hvort bylgjan sé á niðurleið. Enn séu of margir að greinast. „Og við sjáum bara að það voru mjög margir, eða fimm sem lögðust inn á Landspítalann í gær. Þannig þar er enn mjög þungt þar og verður það áfram,“ segir Þórólfur. Tuttugu og tveir eru nú á Landspítalanum með Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. „Jafnvel þó við sjáum smitum fækka í samfélaginu mun það ekki skila sér til spítalans fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur. Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun. Fólk í elstu aldurshópum og framlínufólk hefur þó þegar fengið örvunarskammt en hingað til hefur mætingin verið heldur dræm. „Ef við miðum við heilbrigðisstarfsmenn hefur þetta verið í kringum sextíu prósent mæting en það hefur verið að aukast núna upp síðkastið þannig ég vona að mætingin verði bara mjög góð,“ segir Þórólfur aðspurður um væntingar varðandi mætingu. Hann segir gögn benda til þess að örvunarskammtar veiti mjög góða vörn. „Það eru mjög fáir sem hafa smitast eftir örvunarskammtinn þriðja og það vekur vonir um að það sé bara mjög sjaldgæft.“ Þórólfur segir framhald sóttvarnaraðgerða taka mið af virkni örvunarskammta og mætingu. „Ef fólk verður ekki duglegt að mæta mun það seinka því að við getum farið að slaka á. Nú ef fólk mætir mjög vel og þetta gengur vel að gefa örvunarbólusetningu og við sjáum þennan árangur sem við erum að vonast eftir - að örvunarbólusetningin komi í veg fyrir smit í samfélaginu held ég að við getum bundið vonir við að við getum aflétt hraðar.“ Hann hvetur fólk til þess að mæta. „Það er mjög mikilvægt og getur skipt miklu máli bæði fyrir þá sem mæta og örva sína vernd og síðan fyrir þessa samfélagslegu vernd. Til þess að minnka hringrás veirunnar í samfélaginu. Ég held að það sé hollt að hafa það í huga líka að það eru engar vísbendingar um að það séu meiri aukaverkanir eftir örvunarskammt,“ segir Þórólfur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Sjá meira