Menning

Met­sölu­höfundurinn Wilbur Smith er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Wilbur Smith.
Wilbur Smith. Getty

Suður-afríski metsöluhöfundurinn Wilbur Smith er látinn, 88 ára að aldri. Útgefandi Smith segir hann hafa andast á heimili sínu í Höfðaborg á laugardag.

BBC segir Smith, sem fæddist í Norður-Ródesíu, eða Sambíu, hafa gefið út 49 bækur á ferli sínum sem hafi selst í rúmlega 140 milljónum eintaka á heimsvísu.

Smith vakti talsverða athygli eftir útgáfu fyrstu bókar sinnar, When the Lion Feeds, árið 1964. Segir þar sögu af ungum manni sem elst upp á nautgripabúgarði í Suður-Afríku í skugga Búastríðanna og mikils gullæðis í landinu.

Meðal annara vinsælla metsölubóka Smith má nefna The River God og The Triumph of the Sun.

Hann gaf út sjálfsævisögu sína árið 2018, en hún bar titilinn On Leopard Rock.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.