„Guðný er ekki sú eina“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2021 06:57 Kristinn var tíður gestur á heimili Margrétar þegar hún bjó á Akranesi sem barn. „Ég hugsaði ekki mikið um þetta en mér fannst ónotalegt að gleðjast yfir dauða hans, einungis 13 ára gömul; fleiri börn yrðu þá ekki fyrir barðinu á honum.“ Þannig lýsir Margrét Rósa Grímsdóttir tannlæknir upplifun sinni af því þegar Kristinn E. Andrésson, bókmenntafrömuður og Alþingismaður, lést árið 1973. Margrét lýsir því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun hvernig Kristinn braut gegn henni þegar hún var sex ára. Á þeim tíma bjó Margrét á Akranesi og var Kristinn tíður gestur á heimilinu en hann og föðuramma Margrétar voru systrabörn. „Mér fannst hann skemmtilegur,“ segir Margrét en Kristinn gerði það að leik að taka hana á hné sér og hossa henni. „Svo kom að því að hann vildi snúa mér að sér og fór að kyssa mig. Ég varð mjög undrandi og leið því maðurinn kunni ekki að kyssa, vildi bara kyssa mig beint á munninn og ulla upp í mig,“ segir Margrét. Hún hafi kunnað þessu illa, losað sig og sagt foreldrum sínum frá. Segist hún enn muna svipin sem kom á þau. „Þá held ég að ég hafi skynjað hversu rangt þetta var, enda man ég enn þetta atvik. Systkini mín segja mér að foreldrar okkar hafi hent karlinum öfugum út, enda sá ég hann aldrei meir.“ Margrét segir að hún og systkini hennar hafi orðið leið þegar þau sáu að umfjöllun um bókina Rauðir þræðir, sem fjallar um Kristinn og eiginkonu hans. Að verið væri að hampa honum sem mikilmenni. Höfðu ekki önnur börn lent í honum? spurðu þau sig. Svarið fékkst þegar Guðný Bjarnadóttir steig fram og greindi frá því að Kristinn hefði brotið gegn sér þegar hún var níu ára gömul. „Mín saga er bæði stutt og lítil í samanburði við hennar,“ segir Margrét. „Í fyrstu fannst mér mín saga ekkert erindi eiga í blöðin en ég skipti um skoðun, ekki síst Guðnýju til stuðnings. Það gladdi mig mjög að sjá hve margir trúa og styðja við hana.“ Kynferðisofbeldi MeToo Bókaútgáfa Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þannig lýsir Margrét Rósa Grímsdóttir tannlæknir upplifun sinni af því þegar Kristinn E. Andrésson, bókmenntafrömuður og Alþingismaður, lést árið 1973. Margrét lýsir því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun hvernig Kristinn braut gegn henni þegar hún var sex ára. Á þeim tíma bjó Margrét á Akranesi og var Kristinn tíður gestur á heimilinu en hann og föðuramma Margrétar voru systrabörn. „Mér fannst hann skemmtilegur,“ segir Margrét en Kristinn gerði það að leik að taka hana á hné sér og hossa henni. „Svo kom að því að hann vildi snúa mér að sér og fór að kyssa mig. Ég varð mjög undrandi og leið því maðurinn kunni ekki að kyssa, vildi bara kyssa mig beint á munninn og ulla upp í mig,“ segir Margrét. Hún hafi kunnað þessu illa, losað sig og sagt foreldrum sínum frá. Segist hún enn muna svipin sem kom á þau. „Þá held ég að ég hafi skynjað hversu rangt þetta var, enda man ég enn þetta atvik. Systkini mín segja mér að foreldrar okkar hafi hent karlinum öfugum út, enda sá ég hann aldrei meir.“ Margrét segir að hún og systkini hennar hafi orðið leið þegar þau sáu að umfjöllun um bókina Rauðir þræðir, sem fjallar um Kristinn og eiginkonu hans. Að verið væri að hampa honum sem mikilmenni. Höfðu ekki önnur börn lent í honum? spurðu þau sig. Svarið fékkst þegar Guðný Bjarnadóttir steig fram og greindi frá því að Kristinn hefði brotið gegn sér þegar hún var níu ára gömul. „Mín saga er bæði stutt og lítil í samanburði við hennar,“ segir Margrét. „Í fyrstu fannst mér mín saga ekkert erindi eiga í blöðin en ég skipti um skoðun, ekki síst Guðnýju til stuðnings. Það gladdi mig mjög að sjá hve margir trúa og styðja við hana.“
Kynferðisofbeldi MeToo Bókaútgáfa Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira