Á vef Hæstaréttar segir að á fundinum hafi Ingveldur Einarsdóttir dómari einnig verið kjörin varaforseti réttarins fyrir sama tímabil.
„Þau tóku bæði við þessum embættum 1. september 2020. Benedikt hefur verið hæstaréttardómari frá árinu 2012 en Ingveldur frá árinu 2020. Hún hafði áður verið settur dómari við réttinn um árabil,“ segir í tilkynningunni.
Benedikt tók við embætti forseta Hæstaréttar af Þorgeiri Örlygssyni árið 2020.