Sex leikmenn Man. United sagðir kallaðir á krísufund með Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2021 09:31 Cristiano Ronaldo var að sjálfsögðu á krísufundinum með Ole Gunnar Solskjær. EPA-EFE/Peter Powell Framtíð knattspyrnustjóra Manchester United er mikið til umræðu í Englandi eftir slakt gengi liðsins á þessari leiktíð. Sumir eru að telja niður þar til að norski knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær verði rekinn en hann er enn að berjast fyrir lífi sínu sem stjóri félagsins. Solskjær dreif sig heim í frí til Noregs í landsleikjaglugganum til að safna kröftum fyrir stríðið framundan en það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að vera knattspyrnustjóri Manchester United undanfarnar vikur. Hann kallaði síðan sex leikmenn á fund þegar liðið kom aftur saman. Ole Gunnar Solskjaer held crisis talks with his senior players - including Cristiano Ronaldo and Bruno Fernandes - on Thursday as he tried to salvage Manchester United's season and save his job, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 19, 2021 Solskjær á að hafa haldið þennan krísufund með það markmið að reyna að finna neistann á ný og breyta gengi liðsins í framhaldinu. Allt liðið var ekki á fundinum heldur leiðtogar þess. Enskir miðlar hafa sagt frá þessum fundi og að leikmennirnir sex hafi verið Harry Maguire, Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Luke Shaw, Victor Lindelöf og Nemanja Matic. Á fundinum var samkvæmt heimildum blaðsins ekki aðeins rætt um hvað þurfi að gerast til að breyta gengi liðsins heldur einnig hvaða taktík sé best fyrir Manchesteer United. Solskjær skipti yfir í 3-5-2 leikkerfið eftir 0-5 skellinn á móti Liverpool en í framhaldinu hefur liðið unnið 3-0 sigur Tottenham, gert jafntefli við Atalanta og tapað 0-2 á móti Manchester City. Frammistaðan á móti Atalanta var ekki góð og liðið var síðan afar dapurt í nágrannaslagnum. Hevder Solskjær holdt krisemøte med seks spillere https://t.co/EWj4Tb85UJ— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) November 19, 2021 Næst á dagskrá er leikur á móti Watford um helgina og aðeins sigur getur létt pressuna á Solskjær. Eftir óvænt frí hans heim til Noregs og þeirri gagnrýni sem fylgdi því þá er lífsnauðsynlegt fyrir hann að vinna þennan leik. Manchester Evening News hafði einnig sagt frá því að forráðamenn United væru farnir að leita að eftirmanni hans en þegar Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, var spurður út í slíka framtíð fyrir sig þá tók hann því illa og sagði það dónalegt að spyrja hann út í starf annars stjóra. Aðrir sem eru reglulega nefndir eru Zinedine Zidane, Erik ten Hag hjá Ajax og landsliðsþjálfari Spánar, Luis Enrique. Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira
Solskjær dreif sig heim í frí til Noregs í landsleikjaglugganum til að safna kröftum fyrir stríðið framundan en það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að vera knattspyrnustjóri Manchester United undanfarnar vikur. Hann kallaði síðan sex leikmenn á fund þegar liðið kom aftur saman. Ole Gunnar Solskjaer held crisis talks with his senior players - including Cristiano Ronaldo and Bruno Fernandes - on Thursday as he tried to salvage Manchester United's season and save his job, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 19, 2021 Solskjær á að hafa haldið þennan krísufund með það markmið að reyna að finna neistann á ný og breyta gengi liðsins í framhaldinu. Allt liðið var ekki á fundinum heldur leiðtogar þess. Enskir miðlar hafa sagt frá þessum fundi og að leikmennirnir sex hafi verið Harry Maguire, Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Luke Shaw, Victor Lindelöf og Nemanja Matic. Á fundinum var samkvæmt heimildum blaðsins ekki aðeins rætt um hvað þurfi að gerast til að breyta gengi liðsins heldur einnig hvaða taktík sé best fyrir Manchesteer United. Solskjær skipti yfir í 3-5-2 leikkerfið eftir 0-5 skellinn á móti Liverpool en í framhaldinu hefur liðið unnið 3-0 sigur Tottenham, gert jafntefli við Atalanta og tapað 0-2 á móti Manchester City. Frammistaðan á móti Atalanta var ekki góð og liðið var síðan afar dapurt í nágrannaslagnum. Hevder Solskjær holdt krisemøte med seks spillere https://t.co/EWj4Tb85UJ— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) November 19, 2021 Næst á dagskrá er leikur á móti Watford um helgina og aðeins sigur getur létt pressuna á Solskjær. Eftir óvænt frí hans heim til Noregs og þeirri gagnrýni sem fylgdi því þá er lífsnauðsynlegt fyrir hann að vinna þennan leik. Manchester Evening News hafði einnig sagt frá því að forráðamenn United væru farnir að leita að eftirmanni hans en þegar Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, var spurður út í slíka framtíð fyrir sig þá tók hann því illa og sagði það dónalegt að spyrja hann út í starf annars stjóra. Aðrir sem eru reglulega nefndir eru Zinedine Zidane, Erik ten Hag hjá Ajax og landsliðsþjálfari Spánar, Luis Enrique.
Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Sjá meira