Natasha Anasi: Mér líður eins og ég sé heima hér á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2021 11:01 Natasha Anasi fagnar hér óvæntum sigri Keflavíkurliðsins á Breiðabliki á Kópavogsvellinum í sumar. Nú hefur Natasha skipt yfir í Breiðablik. Vísir/Hulda Margrét Síðasta vika var mjög viðburðarík fyrir Natöshu Anasi. Hún skipti yfir í Breiðablik og var valin í íslenska landsliðið fyrir leiki seinna í þessum mánuði. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Natöshu Anasi og ræddi við hana. Viðtalið fór að sjálfsögðu fram á íslensku. Anasi er fædd í Texas en hefur verið á Íslandi síðan að hún kom í ÍBV á 2014 tímabilinu. Hún hefur verið íslenskur ríkisborgari frá árinu 2019. Svava Kristín spurði fyrst út í íslenska landsliðið. Var aðeins að bíða eftir svona tækifæri „Ég bjóst ekki við því að vera valin í landsliðið en það var rosalega spennandi að vera valin. Ég var aðeins að bíða eftir svona tækifæri. Það var geggjað að vera valin og ég er spennt að sýna hvað ég get,“ sagði Natasha Anasi. Natasha Moraa Anasi.Skjámynd/S2 Sport Hún hefur spilað tvo landsleiki fyrir Íslands en það voru vináttuleikir. Nú gæti hún spilað fyrsta keppnisleikinn. „Það er algjör heiður fyrir mig að spila fyrir Ísland. Ég var búin að dreyma um að spila með landsliði síðan ég var lítil stelpa. Það er geggjað að það var fyrir Ísland. Ég er búin að vera hér svo lengi og mér líður eins og ég sé heima hér á Íslandi. Ég er mjög spennt að fara í landsliðsbúninginn og kannski fæ ég tækifæri að spila,“ sagði Natasha sem er að klára sitt áttunda ár hér á landi. Klippa: Viðtal við Natöshu Anasi Var valin í bandarísku deildina „Ég kom til Íslands í júlí 2014 og var þá í ÍBV. Ég var að klára skólann minn úti og var að pæla að spila bara í Bandaríkjunum. Ég fór í nýliðavalið og var valin af Boston Breakers en var ekki alveg tilbúin að fara þangað. Ég vildi frekar klára námið mitt í maí og svo kom tækifærið að fara í ÍBV,“ sagði Natasha. „Ég skellti mér á það. Ég sá nokkrar myndir og það var svo rosalega fallegt. Hásteinsvöllurinn er bara geggjaður. Ég bjóst samt ekki við því að ég yrði hér ennþá árið 2021 en hér er ég,“ sagði Natasha hlæjandi. Hún breytir nú til eftir að hafa hjálpað ungu Keflavíkurliði að fóta sig í Pepsi Max deildinni undanfarin ár. Natasha var fyrirliði Keflavíkurliðsins og gat spilað margar stöður á vellinum. Rosalega kósí að vera í Keflavík „Ég var í fimm geggjuð ár í Keflavík og elska bæði umhverfið og fólkið þar. Það er rosalega kósí að vera í Keflavík. Það var erfið ákvörðun að fara í Breiðablik en mín tilfinning var að það væri tími fyrir mig til að breyta til. Mér fannst tími fyrir nýja áskorun og að breyta til. Þarna fæ ég að spila fyrir eitt af bestu liðunum á Íslandi og ég verð því að æfa með bestu stelpunum á Íslandi á hverjum degi. Það er gaman og eins og ég sagði, ný áskorun,“ sagði Natasha. Natasha skrifaði nýverið undir samninginn og má því ekki spila með Breiðabliksliðinu í Meistaradeildinni. „Mig langar rosalega mikið að spila með en ég geri það bara á næsta ári með þeim. Þær gera þetta af mikilli fagmennsku og stelpurnar eru standa sig rosalega vel. Þær eru að spila vel og æfa vel. Það er gaman að fá vera með á æfingunum og þar sé ég hvernig þær undirbúa sig fyrir svona verkefni,“ sagði Natasha. Vön að keyra langt á milli enda frá Texas Maðurinn hennar er Rúnar Ingi Erlingsson sem er þjálfari Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta. Njarðvíkurkonur eru nýliðar en samt á toppnum í deildinni eins og staðan er núna. Natasha kvartar ekki yfir því að keyra Reykjanesbrautina á hverjum degi. „Við búum í Keflavík en Rúnar segir samt að við búum í Reykjanesbæ. Ég keyri bara á milli sem er bara fínt. Ég er frá Texas og er vön því þaðan að keyra alltaf langt á milli,“ sagði Natasha. Það má sjá allt spjallið hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira
Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Natöshu Anasi og ræddi við hana. Viðtalið fór að sjálfsögðu fram á íslensku. Anasi er fædd í Texas en hefur verið á Íslandi síðan að hún kom í ÍBV á 2014 tímabilinu. Hún hefur verið íslenskur ríkisborgari frá árinu 2019. Svava Kristín spurði fyrst út í íslenska landsliðið. Var aðeins að bíða eftir svona tækifæri „Ég bjóst ekki við því að vera valin í landsliðið en það var rosalega spennandi að vera valin. Ég var aðeins að bíða eftir svona tækifæri. Það var geggjað að vera valin og ég er spennt að sýna hvað ég get,“ sagði Natasha Anasi. Natasha Moraa Anasi.Skjámynd/S2 Sport Hún hefur spilað tvo landsleiki fyrir Íslands en það voru vináttuleikir. Nú gæti hún spilað fyrsta keppnisleikinn. „Það er algjör heiður fyrir mig að spila fyrir Ísland. Ég var búin að dreyma um að spila með landsliði síðan ég var lítil stelpa. Það er geggjað að það var fyrir Ísland. Ég er búin að vera hér svo lengi og mér líður eins og ég sé heima hér á Íslandi. Ég er mjög spennt að fara í landsliðsbúninginn og kannski fæ ég tækifæri að spila,“ sagði Natasha sem er að klára sitt áttunda ár hér á landi. Klippa: Viðtal við Natöshu Anasi Var valin í bandarísku deildina „Ég kom til Íslands í júlí 2014 og var þá í ÍBV. Ég var að klára skólann minn úti og var að pæla að spila bara í Bandaríkjunum. Ég fór í nýliðavalið og var valin af Boston Breakers en var ekki alveg tilbúin að fara þangað. Ég vildi frekar klára námið mitt í maí og svo kom tækifærið að fara í ÍBV,“ sagði Natasha. „Ég skellti mér á það. Ég sá nokkrar myndir og það var svo rosalega fallegt. Hásteinsvöllurinn er bara geggjaður. Ég bjóst samt ekki við því að ég yrði hér ennþá árið 2021 en hér er ég,“ sagði Natasha hlæjandi. Hún breytir nú til eftir að hafa hjálpað ungu Keflavíkurliði að fóta sig í Pepsi Max deildinni undanfarin ár. Natasha var fyrirliði Keflavíkurliðsins og gat spilað margar stöður á vellinum. Rosalega kósí að vera í Keflavík „Ég var í fimm geggjuð ár í Keflavík og elska bæði umhverfið og fólkið þar. Það er rosalega kósí að vera í Keflavík. Það var erfið ákvörðun að fara í Breiðablik en mín tilfinning var að það væri tími fyrir mig til að breyta til. Mér fannst tími fyrir nýja áskorun og að breyta til. Þarna fæ ég að spila fyrir eitt af bestu liðunum á Íslandi og ég verð því að æfa með bestu stelpunum á Íslandi á hverjum degi. Það er gaman og eins og ég sagði, ný áskorun,“ sagði Natasha. Natasha skrifaði nýverið undir samninginn og má því ekki spila með Breiðabliksliðinu í Meistaradeildinni. „Mig langar rosalega mikið að spila með en ég geri það bara á næsta ári með þeim. Þær gera þetta af mikilli fagmennsku og stelpurnar eru standa sig rosalega vel. Þær eru að spila vel og æfa vel. Það er gaman að fá vera með á æfingunum og þar sé ég hvernig þær undirbúa sig fyrir svona verkefni,“ sagði Natasha. Vön að keyra langt á milli enda frá Texas Maðurinn hennar er Rúnar Ingi Erlingsson sem er þjálfari Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta. Njarðvíkurkonur eru nýliðar en samt á toppnum í deildinni eins og staðan er núna. Natasha kvartar ekki yfir því að keyra Reykjanesbrautina á hverjum degi. „Við búum í Keflavík en Rúnar segir samt að við búum í Reykjanesbæ. Ég keyri bara á milli sem er bara fínt. Ég er frá Texas og er vön því þaðan að keyra alltaf langt á milli,“ sagði Natasha. Það má sjá allt spjallið hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira