Vill að Livramento fái meiri vernd frá dómurum deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2021 18:00 Tino Livramento liggur kylliflatur eftir að Anwar El Ghazi braut á honum í leik Southampton og Aston Villa skömmu fyrir landsleikjahlé. Robin Jones/Getty Images Tino Livramento, hægri bakvörður Southampton, er einn af þeim leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem er hvað oftast brotið á. Ralph Hasenhüttl, þjálfari liðsins, segir að Livramento verði að fá meiri vernd frá dómurum ensku úrvalsdeildarinnar. Hinn 19 ára gamli Livramento gekk í raðir Southampton fyrir tímabilið frá Chelsea þar sem Lundúnaliðið er með fjölda hægri bakvarða á sínum snærum. Livramento fór beint í byrjunarlið Southampton og hefur staðið sig með prýði. Það kemur hins vegar verulega á óvart – nema eflaust stuðningsfólk Southampton – að Livramento sé einn af þeim leikmönnum sem er hvað oftast brotið á af öllum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Þurfti hann til að mynda að draga sig úr hópi U-21 árs landsliðs Englands nú á dögunum vegna meiðsla. The Athletic greinir frá og í grein þeirra tekur Þjóðverjinn Hasenhüttl fram að hann vilji sjá dómara deildarinnar vernda sinn mann betur. „Hann er mjög fljótur, með og án bolta. Þegar hann gefur boltann þá er eina leiðin til að stöðva hann að brjóta á honum því annars er hann horfinn,“ sagði Hasenhüttl í viðtali fyrir leik Southampton og Norwich City um helgina. Ralph Hasenhuttl believes Livramento needs more protection from Premier League referees.The 19-year-old had to withdraw from England Under-21 duty after being repeatedly felled during #SaintsFC's 1-0 win over #AVFCMore from @dansheldonsport https://t.co/7lrRjyifyd— The Athletic UK (@TheAthleticUK) November 19, 2021 „Hann hefur verið einn af okkar betri leikmönnum og við verðum að nota hann eins mikið og mögulegt er. Það er góðs viti að hann er líflegur og það sé erfitt að stöðva hann. Svo lengi sem hann er ekki meiddur er þetta í lagi en við verðum að hugsa vel um hann. Dómarar deildarinnar mættu gera slíkt hið sama, í síðasta leik hefði leikmaður mótherjanna átt að fjúka út af eftir hálftíma leik eftir að hafa brotið á Livramento.“ „Þeir (dómarar ensku úrvalsdeildarinnar) verða að hafa augun opin í aðstæðum sem þessum. Ég hef ekki áhyggjur af honum samt þar sem hann hefur hæfileikana og vill fara einn á einn. Það er það sem ég vill sjá,“ sagði Hasenhüttl að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Livramento gekk í raðir Southampton fyrir tímabilið frá Chelsea þar sem Lundúnaliðið er með fjölda hægri bakvarða á sínum snærum. Livramento fór beint í byrjunarlið Southampton og hefur staðið sig með prýði. Það kemur hins vegar verulega á óvart – nema eflaust stuðningsfólk Southampton – að Livramento sé einn af þeim leikmönnum sem er hvað oftast brotið á af öllum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Þurfti hann til að mynda að draga sig úr hópi U-21 árs landsliðs Englands nú á dögunum vegna meiðsla. The Athletic greinir frá og í grein þeirra tekur Þjóðverjinn Hasenhüttl fram að hann vilji sjá dómara deildarinnar vernda sinn mann betur. „Hann er mjög fljótur, með og án bolta. Þegar hann gefur boltann þá er eina leiðin til að stöðva hann að brjóta á honum því annars er hann horfinn,“ sagði Hasenhüttl í viðtali fyrir leik Southampton og Norwich City um helgina. Ralph Hasenhuttl believes Livramento needs more protection from Premier League referees.The 19-year-old had to withdraw from England Under-21 duty after being repeatedly felled during #SaintsFC's 1-0 win over #AVFCMore from @dansheldonsport https://t.co/7lrRjyifyd— The Athletic UK (@TheAthleticUK) November 19, 2021 „Hann hefur verið einn af okkar betri leikmönnum og við verðum að nota hann eins mikið og mögulegt er. Það er góðs viti að hann er líflegur og það sé erfitt að stöðva hann. Svo lengi sem hann er ekki meiddur er þetta í lagi en við verðum að hugsa vel um hann. Dómarar deildarinnar mættu gera slíkt hið sama, í síðasta leik hefði leikmaður mótherjanna átt að fjúka út af eftir hálftíma leik eftir að hafa brotið á Livramento.“ „Þeir (dómarar ensku úrvalsdeildarinnar) verða að hafa augun opin í aðstæðum sem þessum. Ég hef ekki áhyggjur af honum samt þar sem hann hefur hæfileikana og vill fara einn á einn. Það er það sem ég vill sjá,“ sagði Hasenhüttl að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira