Þurfum að „bæta verulega í“ til að sjá í hælana á Norðurlandaþjóðunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. nóvember 2021 18:31 Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid. Í Danmörku hafa fjórir til níu dáið af völdum Covid-19 á dag síðustu sjö dögum. Hins vegar hefur enginn látist vegna faraldursins í öllum nóvembermánuði á Íslandi - staðreynd sem forsvarsmenn Landspítalans benda á að gleymist oft í samanburði manna á ástandinu á Íslandi og í Danmörku. Á sama tíma hefur bylgjan í Danmörku verið á mikilli uppleið, mun meiri en hefur verið hér heima síðan í byrjun þessa mánaðar. Línuritið sýnir vöxt faraldursins í Danmörku og á Íslandi. Smittölurnar eru hér reiknaðar í samhengi við það ef löndin hefðu milljón íbúa hvort; bleika línan Ísland og sú fjólubláa Danmörk.Our World in Data Þar eru auðvitað engar samkomutakmarkanir í gildi fyrir utan kröfu um bólusetningarvottorð til að komast inn á hina ýmsu staði. Hér heima eru þó mun strangari reglur í gildi en nýlega hefur nokkuð borið á gagnrýni á spítalann og hans getu til að sinna verkefnum sínum í faraldrinum. Gleymdist að reikna með öldrun þjóðar En Landspítalinn vill þar kenna stefnu sem hefur verið rekin síðustu tvo áratugi um ástandið: „Þessi þróun sem hefur átt sér stað hérna varðandi legurými á aðalsjúkrahúsi landsins, hún hefur bara komið okkur í koll,“ sagði Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítala, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er þessi fækkun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum, sérstaklega síðustu tveimur áratugum. Og það er bara erfitt að bregðast við því í einu vetfangi þegar stór faraldur skellur á.“ En er þetta réttmæt gagnrýni hjá Runólfi? Fórum við of geyst í að fækka hér legurýmum? „Sko, það kann að vera og það er svo sem ekki mitt að meta það. Og það snýst líka bara um ákvarðanir á Landspítala,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. vísir/sigurjón Þessi þróun á sér þó eðlilegar skýringar. Ein þeirra er sú að aðgerðum sem krefjast innlagnar hefur fækkað til muna. En að sögn Runólfs virðist hreinlega hafa gleymst að reikna með öldrun þjóðarinnar, því aldraðir leggist nú í allt of miklum mæli inn á spítalann. Langt í land Ef útgjöld Norðurlandanna til heilbrigðisþjónustu eru borin saman kemur í ljós að Ísland hefur verið eftirbátur allra hinna síðasta áratuginn ef miðað er við hlutfall af vergri landsframleiðslu. Tölur frá heilbrigðisráðuneytinu. Hér vantar árið 2020 frá Danmörku og Finnlandi en ljóst að þar fer hlutfallið upp líka því landsframleiðslan snarminnkaði hjá öllum í faraldrinum. Tölurnar fyrir 2020 eru því brogaðar.heilbrigðisráðuneytið Ísland er þó komið á par við hin löndin þegar kemur að framlögum til heilsugæslu og sjúkrahúsa. Við erum þó langt á eftir í öldrunarþjónustunni, sem gæti skýrt slæma getu spítalans í faraldrinum en þar liggja nú tæplega 100 inni sem bíða eftir að komast inn á hjúkrunarheimili. Á sama tíma eru ekki nema 25 inni á spítalanum með Covid. „Þannig að við greinilega megum bæta verulega í áður en við förum að sjá í hælana á þessum þjóðum,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í Danmörku hafa fjórir til níu dáið af völdum Covid-19 á dag síðustu sjö dögum. Hins vegar hefur enginn látist vegna faraldursins í öllum nóvembermánuði á Íslandi - staðreynd sem forsvarsmenn Landspítalans benda á að gleymist oft í samanburði manna á ástandinu á Íslandi og í Danmörku. Á sama tíma hefur bylgjan í Danmörku verið á mikilli uppleið, mun meiri en hefur verið hér heima síðan í byrjun þessa mánaðar. Línuritið sýnir vöxt faraldursins í Danmörku og á Íslandi. Smittölurnar eru hér reiknaðar í samhengi við það ef löndin hefðu milljón íbúa hvort; bleika línan Ísland og sú fjólubláa Danmörk.Our World in Data Þar eru auðvitað engar samkomutakmarkanir í gildi fyrir utan kröfu um bólusetningarvottorð til að komast inn á hina ýmsu staði. Hér heima eru þó mun strangari reglur í gildi en nýlega hefur nokkuð borið á gagnrýni á spítalann og hans getu til að sinna verkefnum sínum í faraldrinum. Gleymdist að reikna með öldrun þjóðar En Landspítalinn vill þar kenna stefnu sem hefur verið rekin síðustu tvo áratugi um ástandið: „Þessi þróun sem hefur átt sér stað hérna varðandi legurými á aðalsjúkrahúsi landsins, hún hefur bara komið okkur í koll,“ sagði Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítala, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er þessi fækkun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum, sérstaklega síðustu tveimur áratugum. Og það er bara erfitt að bregðast við því í einu vetfangi þegar stór faraldur skellur á.“ En er þetta réttmæt gagnrýni hjá Runólfi? Fórum við of geyst í að fækka hér legurýmum? „Sko, það kann að vera og það er svo sem ekki mitt að meta það. Og það snýst líka bara um ákvarðanir á Landspítala,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. vísir/sigurjón Þessi þróun á sér þó eðlilegar skýringar. Ein þeirra er sú að aðgerðum sem krefjast innlagnar hefur fækkað til muna. En að sögn Runólfs virðist hreinlega hafa gleymst að reikna með öldrun þjóðarinnar, því aldraðir leggist nú í allt of miklum mæli inn á spítalann. Langt í land Ef útgjöld Norðurlandanna til heilbrigðisþjónustu eru borin saman kemur í ljós að Ísland hefur verið eftirbátur allra hinna síðasta áratuginn ef miðað er við hlutfall af vergri landsframleiðslu. Tölur frá heilbrigðisráðuneytinu. Hér vantar árið 2020 frá Danmörku og Finnlandi en ljóst að þar fer hlutfallið upp líka því landsframleiðslan snarminnkaði hjá öllum í faraldrinum. Tölurnar fyrir 2020 eru því brogaðar.heilbrigðisráðuneytið Ísland er þó komið á par við hin löndin þegar kemur að framlögum til heilsugæslu og sjúkrahúsa. Við erum þó langt á eftir í öldrunarþjónustunni, sem gæti skýrt slæma getu spítalans í faraldrinum en þar liggja nú tæplega 100 inni sem bíða eftir að komast inn á hjúkrunarheimili. Á sama tíma eru ekki nema 25 inni á spítalanum með Covid. „Þannig að við greinilega megum bæta verulega í áður en við förum að sjá í hælana á þessum þjóðum,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira