Herra Hnetusmjör svarar Sigríði fullum hálsi: „Fyrrverandi ráðherra, höfum það á hreinu“ Snorri Másson skrifar 20. nóvember 2021 11:16 Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra árið 2019. Árni Páll Árnason rappari rifjar það upp á samfélagsmiðlum í dag. Vísir/Vilhelm - @saralinneth Herra Hnetusmjör gefur lítið fyrir gagnrýni Sigríðar Á. Andersen á ferðalög hans til útlanda. Hann skýtur föstum skotum á fyrrverandi ráðherrann - og hendir gaman að pólitískri fortíð Sigríðar á samfélagsmiðlum. Það vakti misjöfn viðbrögð síðasta vor þegar rapparinn Herra Hnetasmjör, skírnarnafni Árni Páll Árnason, hótaði íslenskum stjórnvöldum að teppa Reykjanesbrautina frá Keflavíkurflugvelli ef frjálst flæði veirunnar yrði ekki heft með ráðstöfunum á landamærunum. Umræðan var eldfim á þeim tíma, stífar innanlandstakmarkanir gerðu landanum lífið leitt, enda bólusetningarhlutfallið mun lægra en nú. Sagt var frá því í gærkvöldi að Árni sjálfur væri nú staddur ásamt fjölskyldu sinni í Lundúnum. Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra deildi frétt af því á Twitter og skrifaði: „Altso... Er þetta maðurinn sem vildi loka landamærum Íslands með ofbeldi? Fer núna úr eldrauðu Íslandi og hittir kannski fólk frá löndum þar sem nýgengi smita er mjög lágt.“ Altso… Er þetta maðurinn sem vildi loka landamærum Íslands með ofbeldi? Fer núna úr eldrauðu Íslandi og hittir kannski fólk frá löndum þar sem nýgengi smita er mjög lágt. https://t.co/d5RbODykmu https://t.co/Mn2rFoBTC7 via @mblfrettir— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) November 19, 2021 Fréttastofa sló á þráðinn til Englands. Þarna gagnrýnir ráðherra, eða fyrrverandi ráðherra þig? „Fyrrverandi ráðherra, já, höfum það á hreinu. Það kom eitthvað babb í bátinn þarna,“ segir Árni. Já, babb í bátinn, þar vísar Árni til afsagnar Sigríðar í tengslum við Landsréttarmálið árið 2019. Rapparinn deilir einnig skjáskotum á Instagram með fréttum um Sigríði, þar sem fjallað er um að dómaraskipan hennar hafi á sínum tíma brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu - og þar með gert íslenska ríkið bótaskylt. Rapparinn birti tvö skjáskot af umfjöllun tengdri Landsréttarmálinu, og eina mynd af sjálfum sér með. Með færslunni skrifar hann „This u?“ sem á íslensku myndi útlistast sem „Ert þetta þú?“Instagram/@herrahnetusmjor „Mér finnst þetta bara fyndið. Mér finnst alveg eðlilegt að vera að ferðast þegar maður er fullbólusettur og fylgir öllum reglum,“ segir Árni. Staðan kannski breytt frá því þegar þú varst með aðrar kröfur í sambandi við landamærin? „Það er svona helsti munurinn,“ segir Árni. Þannig að þú gefur lítið fyrir þessa gagnrýni á þessari stundu? „Já, ég er ekki að taka þessi ummæli frá fyrrverandi ráðherra og fráfarandi þingmanni inn á mig,“ segir Árni, sem er staddur ásamt unnustu sinni Söru Linneth í Lundúnum. Í Englandi er rapparinn að fagna útskrift systur sinnar í Derby, sem er að útskrifast með meistaragráðu í afbrotafræði með áherslu á kynferðisbrot gegn börnum. Mjög epic beef, imo þá er þetta búið fyrir Siggu Andersen. Tók smálán og setti allt á Herra pic.twitter.com/CrepsCkWwp— Siffi (@SiffiG) November 20, 2021 Landsréttarmálið Tónlist Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör hótar að teppa Reykjanesbrautina Herra Hnetusmjör rappari hótar að efna til mótmæla með því að stífla alla Reykjanesbrautina, ef tilslakanir á landamærunum leiða til þess að veiran stingi sér niður á Íslandi á nýjan leik. 16. apríl 2021 08:57 Hugmyndir Herra Hnetusmjörs „ógeðfelldar“ Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar, gagnrýnir harðlega áform rapparans Herra Hnetusmjörs um að loka landamærunum í mótmælaskyni. 21. apríl 2021 17:19 Herra Hnetusmjör fann ástina í meðferð Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman. 30. september 2021 06:01 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Það vakti misjöfn viðbrögð síðasta vor þegar rapparinn Herra Hnetasmjör, skírnarnafni Árni Páll Árnason, hótaði íslenskum stjórnvöldum að teppa Reykjanesbrautina frá Keflavíkurflugvelli ef frjálst flæði veirunnar yrði ekki heft með ráðstöfunum á landamærunum. Umræðan var eldfim á þeim tíma, stífar innanlandstakmarkanir gerðu landanum lífið leitt, enda bólusetningarhlutfallið mun lægra en nú. Sagt var frá því í gærkvöldi að Árni sjálfur væri nú staddur ásamt fjölskyldu sinni í Lundúnum. Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra deildi frétt af því á Twitter og skrifaði: „Altso... Er þetta maðurinn sem vildi loka landamærum Íslands með ofbeldi? Fer núna úr eldrauðu Íslandi og hittir kannski fólk frá löndum þar sem nýgengi smita er mjög lágt.“ Altso… Er þetta maðurinn sem vildi loka landamærum Íslands með ofbeldi? Fer núna úr eldrauðu Íslandi og hittir kannski fólk frá löndum þar sem nýgengi smita er mjög lágt. https://t.co/d5RbODykmu https://t.co/Mn2rFoBTC7 via @mblfrettir— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) November 19, 2021 Fréttastofa sló á þráðinn til Englands. Þarna gagnrýnir ráðherra, eða fyrrverandi ráðherra þig? „Fyrrverandi ráðherra, já, höfum það á hreinu. Það kom eitthvað babb í bátinn þarna,“ segir Árni. Já, babb í bátinn, þar vísar Árni til afsagnar Sigríðar í tengslum við Landsréttarmálið árið 2019. Rapparinn deilir einnig skjáskotum á Instagram með fréttum um Sigríði, þar sem fjallað er um að dómaraskipan hennar hafi á sínum tíma brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu - og þar með gert íslenska ríkið bótaskylt. Rapparinn birti tvö skjáskot af umfjöllun tengdri Landsréttarmálinu, og eina mynd af sjálfum sér með. Með færslunni skrifar hann „This u?“ sem á íslensku myndi útlistast sem „Ert þetta þú?“Instagram/@herrahnetusmjor „Mér finnst þetta bara fyndið. Mér finnst alveg eðlilegt að vera að ferðast þegar maður er fullbólusettur og fylgir öllum reglum,“ segir Árni. Staðan kannski breytt frá því þegar þú varst með aðrar kröfur í sambandi við landamærin? „Það er svona helsti munurinn,“ segir Árni. Þannig að þú gefur lítið fyrir þessa gagnrýni á þessari stundu? „Já, ég er ekki að taka þessi ummæli frá fyrrverandi ráðherra og fráfarandi þingmanni inn á mig,“ segir Árni, sem er staddur ásamt unnustu sinni Söru Linneth í Lundúnum. Í Englandi er rapparinn að fagna útskrift systur sinnar í Derby, sem er að útskrifast með meistaragráðu í afbrotafræði með áherslu á kynferðisbrot gegn börnum. Mjög epic beef, imo þá er þetta búið fyrir Siggu Andersen. Tók smálán og setti allt á Herra pic.twitter.com/CrepsCkWwp— Siffi (@SiffiG) November 20, 2021
Landsréttarmálið Tónlist Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör hótar að teppa Reykjanesbrautina Herra Hnetusmjör rappari hótar að efna til mótmæla með því að stífla alla Reykjanesbrautina, ef tilslakanir á landamærunum leiða til þess að veiran stingi sér niður á Íslandi á nýjan leik. 16. apríl 2021 08:57 Hugmyndir Herra Hnetusmjörs „ógeðfelldar“ Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar, gagnrýnir harðlega áform rapparans Herra Hnetusmjörs um að loka landamærunum í mótmælaskyni. 21. apríl 2021 17:19 Herra Hnetusmjör fann ástina í meðferð Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman. 30. september 2021 06:01 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Herra Hnetusmjör hótar að teppa Reykjanesbrautina Herra Hnetusmjör rappari hótar að efna til mótmæla með því að stífla alla Reykjanesbrautina, ef tilslakanir á landamærunum leiða til þess að veiran stingi sér niður á Íslandi á nýjan leik. 16. apríl 2021 08:57
Hugmyndir Herra Hnetusmjörs „ógeðfelldar“ Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar, gagnrýnir harðlega áform rapparans Herra Hnetusmjörs um að loka landamærunum í mótmælaskyni. 21. apríl 2021 17:19
Herra Hnetusmjör fann ástina í meðferð Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman. 30. september 2021 06:01