Stuðningsmaður kærður fyrir líkamsárás en leikmaðurinn fékk rautt spjald Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 09:30 Funso Ojo var hissa á rauða spjaldinu og hann var ekki sá eini. Getty/Scott Baxter Þau geta stundum verið frekar ósanngjörn rauðu spjöldin sem knattspyrnuleikmenn fá og gott dæmi um það var í leik Aberdeen og Dundee United í skosku deildinni um helgina. Maður hefur verið ákærður fyrir árás á Aberdeen leikmanninn Funso Ojo en það breytir því að Ojo fékk ekki að klára leikinn eftir atvikið. Ojo hljóp á eftir boltanum sem hafði farið út af vellinum og endaði hann fyrir framan stúkuna þar sem stuðningsmenn mótherjanna í Dundee United voru. Hann hafði stokkið yfir auglýsingaskilti en náði að stoppa sig áður en hann kom að stúkunni. Stuðningsmaður Dundee United tók sig þá til og hrinti Ojo. Það fauk skiljanlega í Aberdeen leikmanninn en hann lét sér nægja að öskra á stuðningsmanninn. Áður en honum var hrint var ekki að sjá að belgíski knattspyrnumaðurinn hefði gert neitt til að réttlæta þessar móttökur frá þessum stuðningsmanni andstæðinganna. Funso Ojo með stuðningsmanni Aberdeen en hann var ekki eins vinsæll hjá stuðningsmanni Dundee United um helgina.Getty/Paul Devlin Dómari leiksns sýndi Ojo aftur á móti enga miskunn og gaf honum sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald. Ojo og félagar í Aberdeen höfðu verið manni fleiri eftir að Ryan Hedges hjá Dundee United fékk beint rautt spjald á 42. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar kom upp atvikið með Ojo. Þar með var orðið jafnt í liðum og Dundee United skoraði síðan eina mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok þegar Ian Harkess skoraði. 35 ára gamall maður hefur nú verið ákærður fyrir líkamsárás. Honum var sleppt en þarf að mæta seinna fyrir dómara. Það má sjá þetta sérstaka atvik hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Skoski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
Maður hefur verið ákærður fyrir árás á Aberdeen leikmanninn Funso Ojo en það breytir því að Ojo fékk ekki að klára leikinn eftir atvikið. Ojo hljóp á eftir boltanum sem hafði farið út af vellinum og endaði hann fyrir framan stúkuna þar sem stuðningsmenn mótherjanna í Dundee United voru. Hann hafði stokkið yfir auglýsingaskilti en náði að stoppa sig áður en hann kom að stúkunni. Stuðningsmaður Dundee United tók sig þá til og hrinti Ojo. Það fauk skiljanlega í Aberdeen leikmanninn en hann lét sér nægja að öskra á stuðningsmanninn. Áður en honum var hrint var ekki að sjá að belgíski knattspyrnumaðurinn hefði gert neitt til að réttlæta þessar móttökur frá þessum stuðningsmanni andstæðinganna. Funso Ojo með stuðningsmanni Aberdeen en hann var ekki eins vinsæll hjá stuðningsmanni Dundee United um helgina.Getty/Paul Devlin Dómari leiksns sýndi Ojo aftur á móti enga miskunn og gaf honum sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald. Ojo og félagar í Aberdeen höfðu verið manni fleiri eftir að Ryan Hedges hjá Dundee United fékk beint rautt spjald á 42. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar kom upp atvikið með Ojo. Þar með var orðið jafnt í liðum og Dundee United skoraði síðan eina mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok þegar Ian Harkess skoraði. 35 ára gamall maður hefur nú verið ákærður fyrir líkamsárás. Honum var sleppt en þarf að mæta seinna fyrir dómara. Það má sjá þetta sérstaka atvik hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Skoski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira