„Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2021 10:30 Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson létu gamminn geysa eftir leik FH og Vals í Kaplakrika 2013. vísir/vilhelm Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. Mikið gekk á eftir 3-3 jafntefli FH og Vals í Kaplakrika sumarið 2013. Forráðamenn FH, þeir Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson, fullyrtu meðal annars við blaðamenn að Börkur tæki hlut af sölu leikmanna Vals. „Hann er eini formaðurinn sem tekur hlut (e. cut) af öllum sölum, það er hann. Vitið þið þetta ekki? Eruð þið ekki fréttamenn? Hvað eruð þið að gera?“ sagði Jón Rúnar. Lúðvík tók svo við boltanum. „Þessi maður tekur peninga þegar leikmaður fer frá Val. Hann gerir það, komist að því og þefið það uppi. Talið við mennina sem vita það. Það segir enginn frá þessu,“ sagði Lúðvík. Jón Rúnar og Lúðvík sendu frá sér afsökunarbeiðni sem Börkur tók gilda. FH fékk fjörutíu þúsund króna sekt fyrir ummæli þeirra. Börkur ræddi þessa uppákomu í Foringjunum á Stöð 2 Sport í gær. „Skipstjórinn í Hafnarfirði kemur siglandi eins og freygáta inn garðinn, þá var ég kominn hálfur inn í klefa, og lætur mig heyra það óþvegið. Hann er skapkall líka og ég er úr Fellunum. Þú verður að átta þig á því. Ég fór á móti og þetta voru eins og tveir hanar, í andlitinu á hvor öðrum. Það er ekkert gott að rifja upp hvað var sagt.“ Klippa: Foringjarnar - Börkur um deilurnar við FH-inga Börkur og Jón Rúnar héldu áfram að kítast úti á bílastæði áður en sá fyrrnefndi hélt heim á leið. Þar frétti hann af ummælum Jóns Rúnars og Lúðvíks. „Það var augljóst að menn misstu sig gjörsamlega. Ég veit fyrir víst að þetta tók mikið á Lúlla. Hann bætti ráð sitt og bað mig afsökunar á mjög einlægan hátt og Jón Rúnar einnig. Ég ákvað að vera maður með meiru og taka þessari afsökunarbeiðni því ég veit alveg hvað það er að missa sig. Ég ætlaði ekkert að halda því gegn mönnum, strax eftir leik og maður er keppnismaður sjálfur,“ sagði Börkur. „Þeir sögðu hluti sem voru ljótir og hafa legið utan á mér síðan þá. En ég er með þykkan skráp og læt það ekki á mig hafa. En þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa en ég ákvað að gera það og er búinn að fyrirgefa þeim að fullu í dag.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Valur Foringjarnir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Mikið gekk á eftir 3-3 jafntefli FH og Vals í Kaplakrika sumarið 2013. Forráðamenn FH, þeir Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson, fullyrtu meðal annars við blaðamenn að Börkur tæki hlut af sölu leikmanna Vals. „Hann er eini formaðurinn sem tekur hlut (e. cut) af öllum sölum, það er hann. Vitið þið þetta ekki? Eruð þið ekki fréttamenn? Hvað eruð þið að gera?“ sagði Jón Rúnar. Lúðvík tók svo við boltanum. „Þessi maður tekur peninga þegar leikmaður fer frá Val. Hann gerir það, komist að því og þefið það uppi. Talið við mennina sem vita það. Það segir enginn frá þessu,“ sagði Lúðvík. Jón Rúnar og Lúðvík sendu frá sér afsökunarbeiðni sem Börkur tók gilda. FH fékk fjörutíu þúsund króna sekt fyrir ummæli þeirra. Börkur ræddi þessa uppákomu í Foringjunum á Stöð 2 Sport í gær. „Skipstjórinn í Hafnarfirði kemur siglandi eins og freygáta inn garðinn, þá var ég kominn hálfur inn í klefa, og lætur mig heyra það óþvegið. Hann er skapkall líka og ég er úr Fellunum. Þú verður að átta þig á því. Ég fór á móti og þetta voru eins og tveir hanar, í andlitinu á hvor öðrum. Það er ekkert gott að rifja upp hvað var sagt.“ Klippa: Foringjarnar - Börkur um deilurnar við FH-inga Börkur og Jón Rúnar héldu áfram að kítast úti á bílastæði áður en sá fyrrnefndi hélt heim á leið. Þar frétti hann af ummælum Jóns Rúnars og Lúðvíks. „Það var augljóst að menn misstu sig gjörsamlega. Ég veit fyrir víst að þetta tók mikið á Lúlla. Hann bætti ráð sitt og bað mig afsökunar á mjög einlægan hátt og Jón Rúnar einnig. Ég ákvað að vera maður með meiru og taka þessari afsökunarbeiðni því ég veit alveg hvað það er að missa sig. Ég ætlaði ekkert að halda því gegn mönnum, strax eftir leik og maður er keppnismaður sjálfur,“ sagði Börkur. „Þeir sögðu hluti sem voru ljótir og hafa legið utan á mér síðan þá. En ég er með þykkan skráp og læt það ekki á mig hafa. En þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa en ég ákvað að gera það og er búinn að fyrirgefa þeim að fullu í dag.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Valur Foringjarnir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira