Telur Ronaldo helsta vandamál næsta þjálfara Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2021 07:01 Er Ronaldo að skapa fleiri vandamál en hann leysir? EPA-EFE/Peter Powell Endurkoma Cristiano Ronaldo til Manchester United var með stærri félagaskiptum sumarsins í knattspyrnuheiminum. Endurkoman hefur þó ekki verið neinn dans á rósum enda gengi liðsins verið upp og ofan. Jonathan Wilson, blaðamaður hjá The Guardian, telur Ronaldo hafa verið eitt helsta vandamál Man United það sem af er tímabili og telur að næsti þjálfari liðsins verði í alveg sömu vandræðum og forveri hans, Ole Gunnar Solskjær. Wilson telur að það þurfi fleiri breytingar en aðeins á hliðarlínunni ef Man Utd ætlar sér að ná árangri í vetur. Hann telur að ákvörðunin að fá Solskjær inn á sínum tíma hafi verið góð en að ráða hann til lengri tíma hafi verið heldur vitlaust. This is a Manchester United squad that has been expensively assembled, but it lacks coherence and whoever is appointed will have to face that first of all and that means sales as well as signings. But the biggest problem is Ronaldo.By @jonawils https://t.co/OOPPtXHygW— Guardian sport (@guardian_sport) November 21, 2021 Hann nefnir skort á skipulagi og þekkingu hjá forráðamönnum félagsins sem eina helstu ástæðu slaks gengis félagsins á undanförnum misserum. Wilson telur téðan skort hafa verið ástæðuna fyrir endurkomu Ronaldo, endurkomu sem í flækti málin töluvert fyrir Solskjær. „Allt í einu var ekki hægt að sitja aftarlega og beita skyndisóknum því Ronaldo varð að vera í byrjunarliðinu. Með frábæra miðju líkt og Ronaldo hafði hjá Real er hægt að bæta upp fyrir það að Ronaldo nennir – eða getur – ekki að pressa andstæðinga sína. Með Scott McTominay, Fred eða Nemanja Matic á miðri miðjunni verður það erfiðara,“ segir í grein Wilson á Guardian. „Þetta er rándýr leikmannahópur sem virðist skorta allt jafnvægi og hver sá sem tekur við þarf að þarf að horfast í augu við það. Það þarf að fá inn nýja leikmenn sem og að selja aðra. Af hverju var Paul Pogba ekki seldur meðan enn var hægt að fá aur fyrir hann? Af hverju eru Donny van de Beek, Eric Bailly, Juan Mata, Alex Telles og Diogo Dalot hjá félaginu fyrst þeir fá aldrei að spila? Að ógleymdu stærsta vandamálinu, Ronaldo.“ Ronaldo reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu.EPA-EFE/Peter Powell Síðan Ronaldo færði sig um set frá Madríd til Torínó á Ítalíu hafa fjórir af þjálfurum hans fengið sparkið. Max Allegri, Maurizio Sarri, Andrea Pirlo og nú Ole Gunnar Solskjær. Wilson vill meina að það sé ekki tilviljun. „Hvernig kemur þú Ronaldo fyrir í nútímakerfi. Sannleikurinn er sá, þrátt fyrir öll mörkin hans, að það er eflaust ekki hægt. Á meðan hann er hjá félaginu þá þarf þjálfarinn, sama hver það er, að bæta upp fyrir veru hans. Það vinnur gegn heildsteyptri hugmyndafræði en slík hugmyndafræði er nákvæmlega það sem Man United þarf. Með þennan leikmannahóp og þessa stjórn eru hins vegar litlar líkur á að það gerist í náinni framtíð,“ segir Wilson að endingu í grein sinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Sjá meira
Jonathan Wilson, blaðamaður hjá The Guardian, telur Ronaldo hafa verið eitt helsta vandamál Man United það sem af er tímabili og telur að næsti þjálfari liðsins verði í alveg sömu vandræðum og forveri hans, Ole Gunnar Solskjær. Wilson telur að það þurfi fleiri breytingar en aðeins á hliðarlínunni ef Man Utd ætlar sér að ná árangri í vetur. Hann telur að ákvörðunin að fá Solskjær inn á sínum tíma hafi verið góð en að ráða hann til lengri tíma hafi verið heldur vitlaust. This is a Manchester United squad that has been expensively assembled, but it lacks coherence and whoever is appointed will have to face that first of all and that means sales as well as signings. But the biggest problem is Ronaldo.By @jonawils https://t.co/OOPPtXHygW— Guardian sport (@guardian_sport) November 21, 2021 Hann nefnir skort á skipulagi og þekkingu hjá forráðamönnum félagsins sem eina helstu ástæðu slaks gengis félagsins á undanförnum misserum. Wilson telur téðan skort hafa verið ástæðuna fyrir endurkomu Ronaldo, endurkomu sem í flækti málin töluvert fyrir Solskjær. „Allt í einu var ekki hægt að sitja aftarlega og beita skyndisóknum því Ronaldo varð að vera í byrjunarliðinu. Með frábæra miðju líkt og Ronaldo hafði hjá Real er hægt að bæta upp fyrir það að Ronaldo nennir – eða getur – ekki að pressa andstæðinga sína. Með Scott McTominay, Fred eða Nemanja Matic á miðri miðjunni verður það erfiðara,“ segir í grein Wilson á Guardian. „Þetta er rándýr leikmannahópur sem virðist skorta allt jafnvægi og hver sá sem tekur við þarf að þarf að horfast í augu við það. Það þarf að fá inn nýja leikmenn sem og að selja aðra. Af hverju var Paul Pogba ekki seldur meðan enn var hægt að fá aur fyrir hann? Af hverju eru Donny van de Beek, Eric Bailly, Juan Mata, Alex Telles og Diogo Dalot hjá félaginu fyrst þeir fá aldrei að spila? Að ógleymdu stærsta vandamálinu, Ronaldo.“ Ronaldo reif sig úr að ofan eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu.EPA-EFE/Peter Powell Síðan Ronaldo færði sig um set frá Madríd til Torínó á Ítalíu hafa fjórir af þjálfurum hans fengið sparkið. Max Allegri, Maurizio Sarri, Andrea Pirlo og nú Ole Gunnar Solskjær. Wilson vill meina að það sé ekki tilviljun. „Hvernig kemur þú Ronaldo fyrir í nútímakerfi. Sannleikurinn er sá, þrátt fyrir öll mörkin hans, að það er eflaust ekki hægt. Á meðan hann er hjá félaginu þá þarf þjálfarinn, sama hver það er, að bæta upp fyrir veru hans. Það vinnur gegn heildsteyptri hugmyndafræði en slík hugmyndafræði er nákvæmlega það sem Man United þarf. Með þennan leikmannahóp og þessa stjórn eru hins vegar litlar líkur á að það gerist í náinni framtíð,“ segir Wilson að endingu í grein sinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Sjá meira