Vonast til að ný ríkisstjórn verði kynnt í næstu viku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. nóvember 2021 21:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við þingsetningu í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist sjá fyrir sér að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í næstu viku, að því gefnu að tímaáætlun um afgreiðslu tillagna kjörbréfanefndar, um hvort staðfesta skuli kjörbréf þingmanna gefin út á grundvelli endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, standist. Þetta kom fram í máli Katrínar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, þegar hún var innt eftir því hvenær mætti eiga von á fregnum af ráðherraskipan nýrrar stjórnar. „Nú liggur fyrir að það stendur til að greiða atkvæði um tillögur kjörbréfanefndar á fimmtudaginn og ef sú tímaáætlun stenst þá ímynda ég mér að við getum í framhaldinu farið að kynna nýja ríkisstjórn fyrir komandi kjörtímabil og í framhaldinu farið að ræða hér fjárlög og önnur stór mál í næstu viku.“ Þingmenn bundnir af sannfæringu Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og fulltrúi Vinstri grænna í kjörbréfanefnd, sagði í samtali við fréttastofu að hún teldi að kjósendur ættu að njóta vafans með tilliti til þess hvort ágallar á framkvæmd Alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi leiddu til ógildingar, og þar með uppkosningar í kjördæminu. Átti hún þar við að hún væri þeirrar skoðunar að heillavænlegast væri að ráðast í uppkosningu í kjördæminu. Aðspurð sagði Katrín, sem er formaður VG, að þingmenn flokksins muni nota morgundaginn til þess að fara yfir greinargerð kjörbréfanefndar, sem hljóði upp á tæpar hundrað blaðsíður. Hún segir þá ljóst að Svandís hafi farið yfir ólíkar hliðar málsins og hvaða niðurstöður megi leiða af atburðarásinni í Norðvesturkjördæmi. Þrátt fyrir það væru þingmenn ekki bundnir af því sem fram kæmi í greinargerðinni, þegar til atkvæðagreiðslu kemur. „Það er enginn þingmaður bundinn af þessu. Það liggur algerlega fyrir og hefur legið frá upphafi að þingmenn verða bundnir af sinni sannfæringu,“ sagði Katrín en bætti við að hún teldi vinnu nefndarinnar vera gott gagn fyrir þingmenn til að byggja mat sitt á. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Þetta kom fram í máli Katrínar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, þegar hún var innt eftir því hvenær mætti eiga von á fregnum af ráðherraskipan nýrrar stjórnar. „Nú liggur fyrir að það stendur til að greiða atkvæði um tillögur kjörbréfanefndar á fimmtudaginn og ef sú tímaáætlun stenst þá ímynda ég mér að við getum í framhaldinu farið að kynna nýja ríkisstjórn fyrir komandi kjörtímabil og í framhaldinu farið að ræða hér fjárlög og önnur stór mál í næstu viku.“ Þingmenn bundnir af sannfæringu Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og fulltrúi Vinstri grænna í kjörbréfanefnd, sagði í samtali við fréttastofu að hún teldi að kjósendur ættu að njóta vafans með tilliti til þess hvort ágallar á framkvæmd Alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi leiddu til ógildingar, og þar með uppkosningar í kjördæminu. Átti hún þar við að hún væri þeirrar skoðunar að heillavænlegast væri að ráðast í uppkosningu í kjördæminu. Aðspurð sagði Katrín, sem er formaður VG, að þingmenn flokksins muni nota morgundaginn til þess að fara yfir greinargerð kjörbréfanefndar, sem hljóði upp á tæpar hundrað blaðsíður. Hún segir þá ljóst að Svandís hafi farið yfir ólíkar hliðar málsins og hvaða niðurstöður megi leiða af atburðarásinni í Norðvesturkjördæmi. Þrátt fyrir það væru þingmenn ekki bundnir af því sem fram kæmi í greinargerðinni, þegar til atkvæðagreiðslu kemur. „Það er enginn þingmaður bundinn af þessu. Það liggur algerlega fyrir og hefur legið frá upphafi að þingmenn verða bundnir af sinni sannfæringu,“ sagði Katrín en bætti við að hún teldi vinnu nefndarinnar vera gott gagn fyrir þingmenn til að byggja mat sitt á.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira