Vanda mætti til vinnu en svaraði ekki símanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. nóvember 2021 07:01 Ársþing KSÍ 2021 Aukaþing Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, lét ekki ná í sig í síma í gær eftir að ákvörðun var tekin um að Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, muni láta af störfum næstu mánaðamót. Eftir fréttirnar af því að Eiður Smári muni láta af störfum sem aðstoðarþjálfari landsliðsins hafa margir velt fyrir sér hvað veldur því að sú ákvörðun hafi verið tekin. Vangaveltur um áfengisneyslu Eiðs og annarra innan landsliðsins hafa ratað í fjölmiðla landsins, en ekki verður farið dýpra í þá sálma hér. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur ekki enn tjáð sig um málið, ekki frekar en aðrir innan sambandsins fyrir utan Ómar Smárason, yfirmann samskiptadeildar. Ekki er hægt að kenna því um að Vanda hafi ekki verið mætt til vinnu í gær, en hún meðal annars hitti sendiherra Japans, Ryotaro Suzuki, fyrir vináttuleik íslenska kvennalandsliðsins gegn því japanska sem fram fer í dag í Hollandi. Hmmmm… Vanda var í vinnunni í dag en vildi bara ekki útskýra risastóra ákvörðun stjórnar KSÍ fyrir fjölmiðlum (og þar með fólkinu í landinu). Gerði sama fyrir ársþingið, neitaði að tala við fjölmiðla. Þetta er ekki einkafyrirtæki heldur opinbert batterí, stærsta sérsambandið. https://t.co/rIMp0uylvM— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) November 24, 2021 Margir hafa velt því fyrir sér hvort ekki sé eðlilegt að formaður Knattspyrnusambandsins svari fyrir það, og gefi skýringar á því, þegar ákvörðun er tekin um að segja aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta upp. Hins vegar hefur enn hvorki heyrst hósti né stuna frá formanninum. Sýnist fótboltahreyfingin þurfa að fara fram á að sett verði inn í starfslýsingu hálaunaðs formanns að hann þurfi að svara en fari ekki í felur þegar upp koma vandamál. #fotboltinet— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) November 24, 2021 KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. 24. nóvember 2021 13:30 KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23 Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30 Eiður Smári lætur af störfum sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins Eiður Smári Guðjohnsen og stjórn KSÍ hafa komist að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. 23. nóvember 2021 23:42 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Eftir fréttirnar af því að Eiður Smári muni láta af störfum sem aðstoðarþjálfari landsliðsins hafa margir velt fyrir sér hvað veldur því að sú ákvörðun hafi verið tekin. Vangaveltur um áfengisneyslu Eiðs og annarra innan landsliðsins hafa ratað í fjölmiðla landsins, en ekki verður farið dýpra í þá sálma hér. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur ekki enn tjáð sig um málið, ekki frekar en aðrir innan sambandsins fyrir utan Ómar Smárason, yfirmann samskiptadeildar. Ekki er hægt að kenna því um að Vanda hafi ekki verið mætt til vinnu í gær, en hún meðal annars hitti sendiherra Japans, Ryotaro Suzuki, fyrir vináttuleik íslenska kvennalandsliðsins gegn því japanska sem fram fer í dag í Hollandi. Hmmmm… Vanda var í vinnunni í dag en vildi bara ekki útskýra risastóra ákvörðun stjórnar KSÍ fyrir fjölmiðlum (og þar með fólkinu í landinu). Gerði sama fyrir ársþingið, neitaði að tala við fjölmiðla. Þetta er ekki einkafyrirtæki heldur opinbert batterí, stærsta sérsambandið. https://t.co/rIMp0uylvM— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) November 24, 2021 Margir hafa velt því fyrir sér hvort ekki sé eðlilegt að formaður Knattspyrnusambandsins svari fyrir það, og gefi skýringar á því, þegar ákvörðun er tekin um að segja aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta upp. Hins vegar hefur enn hvorki heyrst hósti né stuna frá formanninum. Sýnist fótboltahreyfingin þurfa að fara fram á að sett verði inn í starfslýsingu hálaunaðs formanns að hann þurfi að svara en fari ekki í felur þegar upp koma vandamál. #fotboltinet— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) November 24, 2021
KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. 24. nóvember 2021 13:30 KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23 Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30 Eiður Smári lætur af störfum sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins Eiður Smári Guðjohnsen og stjórn KSÍ hafa komist að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. 23. nóvember 2021 23:42 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. 24. nóvember 2021 13:30
KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23
Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30
Eiður Smári lætur af störfum sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins Eiður Smári Guðjohnsen og stjórn KSÍ hafa komist að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. 23. nóvember 2021 23:42