Katrín segist hafa talað mest fyrir því að hreyfa ráðuneytin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2021 14:23 Katrín með stjórnarsáttmálann í höndunum. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist hafa talað manna mest fyrir því að breytingar yrðu gerðar á ráðherraskipan flokkanna sem munu mynda annað ráðuneyti hennar. Áherslur nýrrar ríkisstjórnar voru kynntar til leiks á Kjarvalsstöðum í dag þar sem Katrín, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skrifuðu undir sáttmálann. Í viðtali að athöfninni lokinni var Katrín spurð að því hver væru stærstu tíðindi sáttmálans? „Það eru auðvitað mörg tíðindi og við reynum að setja þarna niður okkar stærstu áskoranir. Ég ræddi loftlagsvánna hér áðan og þar erum við að setja fram þau tíðindi að Ísland ætlar núna í fyrsta sinn að setja sér sjálfstætt landsmarkmið um samdrátt í losun á eigin ábyrgð um 55 prósent. Það eru heilmikil tíðindi,“ sagði Katrín. Mikið hefur mætt á Svandísi Svavarsdóttir sem gegnt hefur embætti heilbrigðisráðherra en mun nú færa sig um set og taka við sem matvæla, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Aðspurð að því hvort það væri einhver áfellisdómur að Svandís væri færð úr heilbrigðisráðuneytinu sagði Katrín það ekki vera svo. „Það var í raun og veru ég sem talaði mest fyrir því að við ættum að hreyfa ráðuneytin sem mest. Ástæðan fyrir því er einföld. Við höfum verið að vinna saman í fjögur ár. Það er mikilvægt að fólk einmitt takist hendur ný verkefni,“ sagði Katrín sem er ánægð með þau ráðuneyti sem flokkurinn fær. Sjálf verður hún áfram forsætisráðherra en auk Svandísar færir Guðmundur Ingi Guðbrandsson sig úr umhverfisráðuneytinu í stól félags- og vinnumarkaðsráðherra. „Við erum að fá til okkar gríðarlega mikilvæg ráðuneytinu sem eru félags- og vinnumarkaðsráðuneyti sem er gríðarlega krefjandi verkefni,“ sagði Katrín. Svandísar biði að mati Katrínar krefjandi verkefni. „Síðan er það auðvitað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið þar sem er gríðarleg áhersla á innlenda matvælaframleiðslu í þessum stjórnarsáttmála en líka á loftslagsaðgerðir sem tengjast því,“ sagði Katrín. Nokkrar hrókeringar voru gerðar á ráðherraskipan að þessu leyti og telur Katrín að flokkarnir séu ánægðir með sitt. „Eg held að við öll séum frekar sátt við þau verkefni sem ivð erum að fá. Auðvitað er það þannig að ég er ekki í nokkrum vafa að í öllum þremur flokkunum hafa heyrst raddir sem vildi halda öllu óbreyttu en ég held hins vegar að þetta sé miklu meira spennandi.“ Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þetta ætlar ríkisstjórnin að gera á kjörtímabilinu Loftslagsmál, heilbrigðismál og tæknibreytingar eru einna fyrirferðamestu málaflokkarnir í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem kynntur var í dag. Miklum úrbótum er lofað í heilbrigðismálum þar sem auka á einkarekstur en einnig að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Einnig á að skipa faglega stjórn yfir Landspítalann að norrænni fyrirmynd. 28. nóvember 2021 14:07 Stjórnarandstaðan heldur formennsku stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en ekki öðrum Ný ríkisstjórn Íslands ætlar að taka aftur formennsku allra nefnda, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd undanskilinni. Þar mun stjórnarandstaðan fara áfram með formennsku. 28. nóvember 2021 13:51 Tilnefna Birgi Ármanns sem forseta Alþingis Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður tilnefndur í embætti forseta Alþingis. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins í viðtali við Heimi Má Pétursson eftir kynningu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í dag. 28. nóvember 2021 13:31 Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins: Jón nýr dómsmálaráðherra og Guðrún tekur við af honum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verður áfram fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn. Að öðru leyti verða töluverðar breytingar á ráðherralista Sjálfstæðisflokksins. 28. nóvember 2021 12:18 Willum Þór verður heilbrigðisráðherra Ráðherralisti Framsóknarflokksins liggur fyrir. Willum Þór Þórsson verður nýr heilbrigðisráðherra 28. nóvember 2021 12:07 Svandís og Guðmundur fara í nýja ráðherrastóla Eins og búist var við verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 28. nóvember 2021 11:59 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Áherslur nýrrar ríkisstjórnar voru kynntar til leiks á Kjarvalsstöðum í dag þar sem Katrín, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skrifuðu undir sáttmálann. Í viðtali að athöfninni lokinni var Katrín spurð að því hver væru stærstu tíðindi sáttmálans? „Það eru auðvitað mörg tíðindi og við reynum að setja þarna niður okkar stærstu áskoranir. Ég ræddi loftlagsvánna hér áðan og þar erum við að setja fram þau tíðindi að Ísland ætlar núna í fyrsta sinn að setja sér sjálfstætt landsmarkmið um samdrátt í losun á eigin ábyrgð um 55 prósent. Það eru heilmikil tíðindi,“ sagði Katrín. Mikið hefur mætt á Svandísi Svavarsdóttir sem gegnt hefur embætti heilbrigðisráðherra en mun nú færa sig um set og taka við sem matvæla, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Aðspurð að því hvort það væri einhver áfellisdómur að Svandís væri færð úr heilbrigðisráðuneytinu sagði Katrín það ekki vera svo. „Það var í raun og veru ég sem talaði mest fyrir því að við ættum að hreyfa ráðuneytin sem mest. Ástæðan fyrir því er einföld. Við höfum verið að vinna saman í fjögur ár. Það er mikilvægt að fólk einmitt takist hendur ný verkefni,“ sagði Katrín sem er ánægð með þau ráðuneyti sem flokkurinn fær. Sjálf verður hún áfram forsætisráðherra en auk Svandísar færir Guðmundur Ingi Guðbrandsson sig úr umhverfisráðuneytinu í stól félags- og vinnumarkaðsráðherra. „Við erum að fá til okkar gríðarlega mikilvæg ráðuneytinu sem eru félags- og vinnumarkaðsráðuneyti sem er gríðarlega krefjandi verkefni,“ sagði Katrín. Svandísar biði að mati Katrínar krefjandi verkefni. „Síðan er það auðvitað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið þar sem er gríðarleg áhersla á innlenda matvælaframleiðslu í þessum stjórnarsáttmála en líka á loftslagsaðgerðir sem tengjast því,“ sagði Katrín. Nokkrar hrókeringar voru gerðar á ráðherraskipan að þessu leyti og telur Katrín að flokkarnir séu ánægðir með sitt. „Eg held að við öll séum frekar sátt við þau verkefni sem ivð erum að fá. Auðvitað er það þannig að ég er ekki í nokkrum vafa að í öllum þremur flokkunum hafa heyrst raddir sem vildi halda öllu óbreyttu en ég held hins vegar að þetta sé miklu meira spennandi.“
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þetta ætlar ríkisstjórnin að gera á kjörtímabilinu Loftslagsmál, heilbrigðismál og tæknibreytingar eru einna fyrirferðamestu málaflokkarnir í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem kynntur var í dag. Miklum úrbótum er lofað í heilbrigðismálum þar sem auka á einkarekstur en einnig að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Einnig á að skipa faglega stjórn yfir Landspítalann að norrænni fyrirmynd. 28. nóvember 2021 14:07 Stjórnarandstaðan heldur formennsku stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en ekki öðrum Ný ríkisstjórn Íslands ætlar að taka aftur formennsku allra nefnda, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd undanskilinni. Þar mun stjórnarandstaðan fara áfram með formennsku. 28. nóvember 2021 13:51 Tilnefna Birgi Ármanns sem forseta Alþingis Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður tilnefndur í embætti forseta Alþingis. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins í viðtali við Heimi Má Pétursson eftir kynningu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í dag. 28. nóvember 2021 13:31 Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins: Jón nýr dómsmálaráðherra og Guðrún tekur við af honum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verður áfram fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn. Að öðru leyti verða töluverðar breytingar á ráðherralista Sjálfstæðisflokksins. 28. nóvember 2021 12:18 Willum Þór verður heilbrigðisráðherra Ráðherralisti Framsóknarflokksins liggur fyrir. Willum Þór Þórsson verður nýr heilbrigðisráðherra 28. nóvember 2021 12:07 Svandís og Guðmundur fara í nýja ráðherrastóla Eins og búist var við verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 28. nóvember 2021 11:59 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Þetta ætlar ríkisstjórnin að gera á kjörtímabilinu Loftslagsmál, heilbrigðismál og tæknibreytingar eru einna fyrirferðamestu málaflokkarnir í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem kynntur var í dag. Miklum úrbótum er lofað í heilbrigðismálum þar sem auka á einkarekstur en einnig að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Einnig á að skipa faglega stjórn yfir Landspítalann að norrænni fyrirmynd. 28. nóvember 2021 14:07
Stjórnarandstaðan heldur formennsku stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en ekki öðrum Ný ríkisstjórn Íslands ætlar að taka aftur formennsku allra nefnda, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd undanskilinni. Þar mun stjórnarandstaðan fara áfram með formennsku. 28. nóvember 2021 13:51
Tilnefna Birgi Ármanns sem forseta Alþingis Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður tilnefndur í embætti forseta Alþingis. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins í viðtali við Heimi Má Pétursson eftir kynningu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í dag. 28. nóvember 2021 13:31
Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins: Jón nýr dómsmálaráðherra og Guðrún tekur við af honum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verður áfram fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn. Að öðru leyti verða töluverðar breytingar á ráðherralista Sjálfstæðisflokksins. 28. nóvember 2021 12:18
Willum Þór verður heilbrigðisráðherra Ráðherralisti Framsóknarflokksins liggur fyrir. Willum Þór Þórsson verður nýr heilbrigðisráðherra 28. nóvember 2021 12:07
Svandís og Guðmundur fara í nýja ráðherrastóla Eins og búist var við verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 28. nóvember 2021 11:59