Bíll við bíl í snjókomunni í Reykjavík og árekstur tefur umferð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2021 16:54 Það er vissara að hafa varann á í umferðinni á þessum snjódegi vetrarins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Árekstur tveggja bíla varð á Hafnarfjarðarvegi nærri Arnarnesbrúnni síðdegis. Vinna stendur yfir á vettvangi og gengur umferð afar hægt frá Reykjavík til Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar af þessum sökum. Árekstur.is segist hafa sinnt á annan tug árekstra síðdegis og hafi komið á óvart hve margir séu á sumardekkjum. „Ég fór frá lögreglustöðinni fyrir hálftíma og er kominn á gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar,“ segir Ásgeir Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er lýsandi fyrir ferðalög fólks um höfuðborgarsvæðið í snjókomunni seinni partinn í dag. Vegalengdin sem Ásgeir hafði ferðast er um tveir kílómetrar. Til gamans má reikna út meðalhraða hans þennan hálftíma, fjórir kílómetrar á klukkustund sem er ekki óþekktur gönguhraði. „Umferðin fer bara fetið,“ segir Ásgeir. Þessi hjólreiðakappi verður örugglega fljótari heim til sín en margur akandi.Vísir/Vilhelm Snjónum byrjaði að kyngja niður eftir hádegið, mörgum til mikillar gleði enda fyrsti í aðventu í gær og desember fram undan. Gleðin er líklega ekki jafn mikil hjá þeim sem aka enn á sumardekkjunum. Ásgeir minnir á að það þurfi aðeins einn illa búinn bíl til að setja allt úr umferð. Hann beinir til þeirra sem eru á sumardekkjum að fresta heimför til að lenda ekki í basli sem stöðvi umferð annarra. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sinnt einu útkalli í umferðinni eftir að snjórinn byrjaði að falla. Árekstur tveggja bíla Hafnarfjarðarvegi undir Arnarneshæðinni sem tefur töluvert fyrir umferð. Annars virðist umferðin ganga stórslysalaust fyrir sig en afar hægt. „Það eru allar götur bara pakkaðar,“ segir Ásgeir sem hafði lokið vakt og á leiðinni heim. Fólk ætti að reikna með að það taki sinn tíma að komast heim í dag. Í myndbandi hér að neðan má sjá hversu þung umferðin var á Hringbraut á sjötta tímanum í kvöld. Uppfært klukkan 17:05 Fréttastofa fékk ábendingu um að vörubíll ætti í miklum erfiðleikum að komast upp Bústaðaveginn nærri Skógarhlíð. Það tefði sömuleiðis fyrir umferð á svæðinu. Þá kemur fram í tilkynningu frá Árekstur.is að fyrirtækið hafi sinnt á annan tug árekstra í umferðinni síðdegis. Kalla hafi þurft út mannskap af frívakt. „Þá hefur það komið okkur mjög á óvart hversu margir í þessum árekstrum eru enn á sumardekkjum.“ Uppfært klukkan 17:25 Fréttastofa hefur fengið ábendingu frá vegfaranda um að vörubíll sé í basli í Ártúnsbrekku sem tefji fyrir umferð. Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
„Ég fór frá lögreglustöðinni fyrir hálftíma og er kominn á gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar,“ segir Ásgeir Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er lýsandi fyrir ferðalög fólks um höfuðborgarsvæðið í snjókomunni seinni partinn í dag. Vegalengdin sem Ásgeir hafði ferðast er um tveir kílómetrar. Til gamans má reikna út meðalhraða hans þennan hálftíma, fjórir kílómetrar á klukkustund sem er ekki óþekktur gönguhraði. „Umferðin fer bara fetið,“ segir Ásgeir. Þessi hjólreiðakappi verður örugglega fljótari heim til sín en margur akandi.Vísir/Vilhelm Snjónum byrjaði að kyngja niður eftir hádegið, mörgum til mikillar gleði enda fyrsti í aðventu í gær og desember fram undan. Gleðin er líklega ekki jafn mikil hjá þeim sem aka enn á sumardekkjunum. Ásgeir minnir á að það þurfi aðeins einn illa búinn bíl til að setja allt úr umferð. Hann beinir til þeirra sem eru á sumardekkjum að fresta heimför til að lenda ekki í basli sem stöðvi umferð annarra. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sinnt einu útkalli í umferðinni eftir að snjórinn byrjaði að falla. Árekstur tveggja bíla Hafnarfjarðarvegi undir Arnarneshæðinni sem tefur töluvert fyrir umferð. Annars virðist umferðin ganga stórslysalaust fyrir sig en afar hægt. „Það eru allar götur bara pakkaðar,“ segir Ásgeir sem hafði lokið vakt og á leiðinni heim. Fólk ætti að reikna með að það taki sinn tíma að komast heim í dag. Í myndbandi hér að neðan má sjá hversu þung umferðin var á Hringbraut á sjötta tímanum í kvöld. Uppfært klukkan 17:05 Fréttastofa fékk ábendingu um að vörubíll ætti í miklum erfiðleikum að komast upp Bústaðaveginn nærri Skógarhlíð. Það tefði sömuleiðis fyrir umferð á svæðinu. Þá kemur fram í tilkynningu frá Árekstur.is að fyrirtækið hafi sinnt á annan tug árekstra í umferðinni síðdegis. Kalla hafi þurft út mannskap af frívakt. „Þá hefur það komið okkur mjög á óvart hversu margir í þessum árekstrum eru enn á sumardekkjum.“ Uppfært klukkan 17:25 Fréttastofa hefur fengið ábendingu frá vegfaranda um að vörubíll sé í basli í Ártúnsbrekku sem tefji fyrir umferð.
Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira