„Vorum ekki með gæðin í því sem við vorum að gera“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2021 20:45 Guðrún Arnardóttir var sátt með stigin þrjú, en segir þó að hún viti að liðið geti gert miklu betur. Vísir/Vilhelm Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í 4-0 sigri liðsins gegn Kýpur í undankeppni HM 2023 í kvöld. Þrátt fyrir öruggan sigur Íslands var hún ekki nógu sátt með spilamennsku liðsins. „Við vorum með yfirhöndina allan tíman fannst mér, en við vorum ekki með gæðin í því sem við vorum að gera eins og við ætluðum okkur,“ sagði Guðrún er hún sat fyrir svörum blaðamanna eftir leik. „Við getum gert miklu betur. En við vorum samt með tök á leiknum og náðum inn fjórum mörkum sem var mikilvægt og tókum stigin þrjú eins og við ætluðum okkur.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi skorað fjögur mörk í kvöld segir Guðrún það að vissu leiti vera svekkjandi að skora ekki fleiri gegn liði eins og Kýpur. „Já, já, við vorum mikið með boltann en við vorum kannski ekkert að skapa okkur það mikið af færum nema í föstum leikatriðum og svoleiðis. Við hefðum kannski viljað gera betur og auðvitað er alltaf gaman að skora fleiri mörk en það mikilvægasta er að taka stigin þrjú.“ Guðrún hefur verið að koma vel inn í liðið að undanförnu og hún segir það mjög góða tilfinningu að spila fyrir íslenska landsliðið. „Það er alltaf heiður að fá að spila í íslenska landsliðsbúningnum og það er rosalega gott þegar maður fær tækifærið. Það er mikil samkeppni og alls ekki gefið að fá að spila. Þannig að ég er ánægð með þetta tækifæri og reyni að nýta það við hvert tækifæri sem ég get.“ Eins og áður segir skoraði Guðrún sitt fyrsta landsliðsmark í kvöld, en hún segir að Karólína Lea hafi gert sér auðvelt fyrir með því að setja aukaspyrnuna á markið. „Við sögðum Karó bara að setja hann á markið og svo vorum við bara tilbúnar í frákastið sem datt svona skemmtilega fyrir mig þannig að eftirleikurinn var auðveldur,“ sagði Guðrún að lokum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Vitum að við getum gert mikið betur“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru sammála um að þrátt fyrir 4-0 sigur gegn Kýpur í dag hefði spilamennska íslenska landsliðsins ekki verið sérstaklega góð. 30. nóvember 2021 19:43 Einkunnir á móti Kýpur: Karólína Lea best en stelpurnar hafa oft spilað betur Íslenska kvennalandsliðið gerði það sem skipti máli á Kýpur í kvöld sem var að vinna leikinn og taka öll þrjú stigin með sér heim. Liðið nýtti sér hins vegar ekki kjörið tækifæri til að bæta upp á markatöluna með oft bitlitlum, hægum og ómarkvissum sóknarleik. 30. nóvember 2021 19:20 Umfjöllun: Kýpur - Ísland 0-4 | Á réttri braut inn í EM-árið Fram undan er stórt, vonandi risastórt, ár hjá kvennalandsliði Íslands í fótbolta. Liðið leikur á EM í Englandi næsta sumar og um haustið er möguleiki á að liðið komist í fyrsta sinn í lokakeppni HM sem fram fer suður í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. 30. nóvember 2021 19:02 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
„Við vorum með yfirhöndina allan tíman fannst mér, en við vorum ekki með gæðin í því sem við vorum að gera eins og við ætluðum okkur,“ sagði Guðrún er hún sat fyrir svörum blaðamanna eftir leik. „Við getum gert miklu betur. En við vorum samt með tök á leiknum og náðum inn fjórum mörkum sem var mikilvægt og tókum stigin þrjú eins og við ætluðum okkur.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi skorað fjögur mörk í kvöld segir Guðrún það að vissu leiti vera svekkjandi að skora ekki fleiri gegn liði eins og Kýpur. „Já, já, við vorum mikið með boltann en við vorum kannski ekkert að skapa okkur það mikið af færum nema í föstum leikatriðum og svoleiðis. Við hefðum kannski viljað gera betur og auðvitað er alltaf gaman að skora fleiri mörk en það mikilvægasta er að taka stigin þrjú.“ Guðrún hefur verið að koma vel inn í liðið að undanförnu og hún segir það mjög góða tilfinningu að spila fyrir íslenska landsliðið. „Það er alltaf heiður að fá að spila í íslenska landsliðsbúningnum og það er rosalega gott þegar maður fær tækifærið. Það er mikil samkeppni og alls ekki gefið að fá að spila. Þannig að ég er ánægð með þetta tækifæri og reyni að nýta það við hvert tækifæri sem ég get.“ Eins og áður segir skoraði Guðrún sitt fyrsta landsliðsmark í kvöld, en hún segir að Karólína Lea hafi gert sér auðvelt fyrir með því að setja aukaspyrnuna á markið. „Við sögðum Karó bara að setja hann á markið og svo vorum við bara tilbúnar í frákastið sem datt svona skemmtilega fyrir mig þannig að eftirleikurinn var auðveldur,“ sagði Guðrún að lokum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Vitum að við getum gert mikið betur“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru sammála um að þrátt fyrir 4-0 sigur gegn Kýpur í dag hefði spilamennska íslenska landsliðsins ekki verið sérstaklega góð. 30. nóvember 2021 19:43 Einkunnir á móti Kýpur: Karólína Lea best en stelpurnar hafa oft spilað betur Íslenska kvennalandsliðið gerði það sem skipti máli á Kýpur í kvöld sem var að vinna leikinn og taka öll þrjú stigin með sér heim. Liðið nýtti sér hins vegar ekki kjörið tækifæri til að bæta upp á markatöluna með oft bitlitlum, hægum og ómarkvissum sóknarleik. 30. nóvember 2021 19:20 Umfjöllun: Kýpur - Ísland 0-4 | Á réttri braut inn í EM-árið Fram undan er stórt, vonandi risastórt, ár hjá kvennalandsliði Íslands í fótbolta. Liðið leikur á EM í Englandi næsta sumar og um haustið er möguleiki á að liðið komist í fyrsta sinn í lokakeppni HM sem fram fer suður í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. 30. nóvember 2021 19:02 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
„Vitum að við getum gert mikið betur“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru sammála um að þrátt fyrir 4-0 sigur gegn Kýpur í dag hefði spilamennska íslenska landsliðsins ekki verið sérstaklega góð. 30. nóvember 2021 19:43
Einkunnir á móti Kýpur: Karólína Lea best en stelpurnar hafa oft spilað betur Íslenska kvennalandsliðið gerði það sem skipti máli á Kýpur í kvöld sem var að vinna leikinn og taka öll þrjú stigin með sér heim. Liðið nýtti sér hins vegar ekki kjörið tækifæri til að bæta upp á markatöluna með oft bitlitlum, hægum og ómarkvissum sóknarleik. 30. nóvember 2021 19:20
Umfjöllun: Kýpur - Ísland 0-4 | Á réttri braut inn í EM-árið Fram undan er stórt, vonandi risastórt, ár hjá kvennalandsliði Íslands í fótbolta. Liðið leikur á EM í Englandi næsta sumar og um haustið er möguleiki á að liðið komist í fyrsta sinn í lokakeppni HM sem fram fer suður í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. 30. nóvember 2021 19:02