Pukki kom í veg fyrir fyrsta sigur tíu leikmanna Newcastle Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2021 21:26 Teemu Pukki skoraði fallegt mark fyrir Norwich í kvöld. Ian MacNicol/Getty Images Tíu leikmenn Newcastle voru hársbreidd frá því að sæka fyrsta sigur liðsins á tímabilinu er liðið tók á móti Norwich í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Teemu Pukki sá þó til þess að niðurstaðan varð 1-1 jafntefli með fallegu marki undir lok leiks. Það er ekki hægt að segja að heimamenn í Newcastle hafi átt fraumabyrjun í kvöld, en strax á níundu mínútu leiksins fékk Ciaran Clark að líta beint rautt spjald fyrir að rífa aftan í Teemu Pukki sem var við það að sleppa einn í gegn. Newcastle-liðið þurfti þvú að spila seinustu 80 mínútur leiksins manni færri, en gestunum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn í fyrri hálfleik og staðan var enn markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Þrátt fyrir að vera manni færri voru heimamenn í Newcastle hættulegri í sínum aðgerðum í upphafi seinni hálfleiks. Það skilaði sér loksins eftir um klukktíma leik þegar Federico Fernandez sakallaði hornspyrnu Jonjo Shelvey í átt að marki, en boltinn fór í höndina á Billy Gilmour og vítaspyrna dæmd. Callum Wilson fór á punktinn og skoraði framhjá Tim Krul í markinu. Það verður seint sagt að hann hafi skorað af öryggi því Krul varði boltann upp í þverslánna og þaðan inn. Eftir markið efldust gestirnir í Norwich og Finnski framherjinn Teemu Pukki jafnaði loksins metin þegar um tíu mínútur voru til leiksloka með fallegu skoti upp í samskeytin. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og Newcastle þarf enn að bíða eftir fyrsta sigri tímabilsins. Liðið situr á botni deildarinnar með sjö stig eftir 14 leiki, þremur stigum á eftir Norewich sem situr í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Það er ekki hægt að segja að heimamenn í Newcastle hafi átt fraumabyrjun í kvöld, en strax á níundu mínútu leiksins fékk Ciaran Clark að líta beint rautt spjald fyrir að rífa aftan í Teemu Pukki sem var við það að sleppa einn í gegn. Newcastle-liðið þurfti þvú að spila seinustu 80 mínútur leiksins manni færri, en gestunum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn í fyrri hálfleik og staðan var enn markalaus þegar gengið var til búningsherbergja. Þrátt fyrir að vera manni færri voru heimamenn í Newcastle hættulegri í sínum aðgerðum í upphafi seinni hálfleiks. Það skilaði sér loksins eftir um klukktíma leik þegar Federico Fernandez sakallaði hornspyrnu Jonjo Shelvey í átt að marki, en boltinn fór í höndina á Billy Gilmour og vítaspyrna dæmd. Callum Wilson fór á punktinn og skoraði framhjá Tim Krul í markinu. Það verður seint sagt að hann hafi skorað af öryggi því Krul varði boltann upp í þverslánna og þaðan inn. Eftir markið efldust gestirnir í Norwich og Finnski framherjinn Teemu Pukki jafnaði loksins metin þegar um tíu mínútur voru til leiksloka með fallegu skoti upp í samskeytin. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og Newcastle þarf enn að bíða eftir fyrsta sigri tímabilsins. Liðið situr á botni deildarinnar með sjö stig eftir 14 leiki, þremur stigum á eftir Norewich sem situr í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira