Minnir þingmeirihlutann á hverfulleika lífsins Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2021 11:52 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir starfsaldursforseti Alþingis horfir til almættisins og minnir núverandi meirihluta þingsins á hverfulleika lífsins. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur fyrstu stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi í kvöld þegar hundrað og þrjú ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Kosið verður í forsætisnefnd, aðrar fastanefndir og alþjóðanefndir þingsins eftir hádegi. Þingsetningarfundur Alþingis hefur staðið óvenju lengi eða frá því forseti Íslands setti þingið á þriðjudag fyrir viku. Ástæðan er að leggja verður fram fjárlagafrumvarp á fyrsta þingfundi en frumvarpið kom ekki fram fyrr en í gær. Þingstörf töfðust eins og kunnugt er vegna starfa kjörbréfanefndar. Í dag lýkur fyrsta þingfundi þegar kosið verður í embætti forseta Alþingis, í forsætisnefnd þingsins, aðrar fastanefndir og alþjóðanefndir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir starfsaldursforseti þingsins og formaður Viðreisnar hefur stýrt fundum þingsins frá því það koma saman. Þeim störfum líkur þegar þingið tekur loks að fullu til starfa á fullveldisdaginn 1. desember. „Mér finnst það nokkuð viðeigandi að við erum í dag að sjá fram á að þingið geti hafið störf,“ segir Þorgerður Katrín. Samkomulag er um það milli stjórnarflokkanna að Sjálfstæðisflokkurinn tilnefni Birgi Ármannsson í embætti forseta Alþingis sem hann verður að öllum líkindum kosinn í eftir hádegi.Vísir/Vilhelm Eftir að Birgir Ármannsson sem er tilnefndur í embætti forseta hefur verið kosinn ásamt sex varaforsetum í forsætisnefnd og aðrir þingmenn í fastanefndir verður samkvæmt hefð dregið um hvar í þingsalnum þingmenn munu sitja. Eiginlegar þingumræður verða hins vegar ekki á þessum fundi fyrr en í kvöld þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur fimmtu stefnuræðu sína en þá fyrstu fyrir þá ríkisstjórn sem tók við völdum á Bessastöðum á sunnudag. Þorgerður Katrín segir mikilvægt að meirihlutinn á Alþingi hafi í huga að þingmeirihlutar komi og fari. Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar Alþingi kom loks saman hinn 23. nóvember.Vísir/Vilhelm „Miklu skiptir að löggjafarvaldið geti á hverjum tíma sinnt sínu hlutverki af krafti. Eftirlits- og aðhaldshlutverki með framkvæmdavaldinu og sinnt löggjafarstörfum. Þess vegna er fagnaðarefni að við séum að koma saman í dag eftir allan þennan biðtíma eftir því að þing geti komið saman,“ segir starfandi forseti Alþingis. Frá og með umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra hefst alvaran á þingi. Þorgerður Katrín segir umhugsunarefni hvernig meirihlutinn hafi umgengist þingið á undanförnum vikum og mánuðum. „Það verða eflaust fluttar kjarnyrtar ræður í kvöld og verður ávísun á það sem koma skal. Mér sýnist nú á öllu að ríkisstjórnin muni ekki fá neina hveitibrauðsdaga. Enda er þetta bara gamla ríkisstjórnin,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni kynnti fjárlagafrumvarp og nýja fjármálastefnu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og fjámálastefnu fyrir árin 2022 til 2026 á fréttamannafundi klukkan 9. 30. nóvember 2021 08:22 Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01 Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnarskrárbreytingar Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. 23. nóvember 2021 18:09 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Þingsetningarfundur Alþingis hefur staðið óvenju lengi eða frá því forseti Íslands setti þingið á þriðjudag fyrir viku. Ástæðan er að leggja verður fram fjárlagafrumvarp á fyrsta þingfundi en frumvarpið kom ekki fram fyrr en í gær. Þingstörf töfðust eins og kunnugt er vegna starfa kjörbréfanefndar. Í dag lýkur fyrsta þingfundi þegar kosið verður í embætti forseta Alþingis, í forsætisnefnd þingsins, aðrar fastanefndir og alþjóðanefndir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir starfsaldursforseti þingsins og formaður Viðreisnar hefur stýrt fundum þingsins frá því það koma saman. Þeim störfum líkur þegar þingið tekur loks að fullu til starfa á fullveldisdaginn 1. desember. „Mér finnst það nokkuð viðeigandi að við erum í dag að sjá fram á að þingið geti hafið störf,“ segir Þorgerður Katrín. Samkomulag er um það milli stjórnarflokkanna að Sjálfstæðisflokkurinn tilnefni Birgi Ármannsson í embætti forseta Alþingis sem hann verður að öllum líkindum kosinn í eftir hádegi.Vísir/Vilhelm Eftir að Birgir Ármannsson sem er tilnefndur í embætti forseta hefur verið kosinn ásamt sex varaforsetum í forsætisnefnd og aðrir þingmenn í fastanefndir verður samkvæmt hefð dregið um hvar í þingsalnum þingmenn munu sitja. Eiginlegar þingumræður verða hins vegar ekki á þessum fundi fyrr en í kvöld þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur fimmtu stefnuræðu sína en þá fyrstu fyrir þá ríkisstjórn sem tók við völdum á Bessastöðum á sunnudag. Þorgerður Katrín segir mikilvægt að meirihlutinn á Alþingi hafi í huga að þingmeirihlutar komi og fari. Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar Alþingi kom loks saman hinn 23. nóvember.Vísir/Vilhelm „Miklu skiptir að löggjafarvaldið geti á hverjum tíma sinnt sínu hlutverki af krafti. Eftirlits- og aðhaldshlutverki með framkvæmdavaldinu og sinnt löggjafarstörfum. Þess vegna er fagnaðarefni að við séum að koma saman í dag eftir allan þennan biðtíma eftir því að þing geti komið saman,“ segir starfandi forseti Alþingis. Frá og með umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra hefst alvaran á þingi. Þorgerður Katrín segir umhugsunarefni hvernig meirihlutinn hafi umgengist þingið á undanförnum vikum og mánuðum. „Það verða eflaust fluttar kjarnyrtar ræður í kvöld og verður ávísun á það sem koma skal. Mér sýnist nú á öllu að ríkisstjórnin muni ekki fá neina hveitibrauðsdaga. Enda er þetta bara gamla ríkisstjórnin,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni kynnti fjárlagafrumvarp og nýja fjármálastefnu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og fjámálastefnu fyrir árin 2022 til 2026 á fréttamannafundi klukkan 9. 30. nóvember 2021 08:22 Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01 Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnarskrárbreytingar Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. 23. nóvember 2021 18:09 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Bjarni kynnti fjárlagafrumvarp og nýja fjármálastefnu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og fjámálastefnu fyrir árin 2022 til 2026 á fréttamannafundi klukkan 9. 30. nóvember 2021 08:22
Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01
Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnarskrárbreytingar Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. 23. nóvember 2021 18:09
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent