Spáir því að Newcastle eyði allt að þrjú hundruð milljónum punda í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2021 16:00 Callum Wilson fagnar marki sínu fyrir Newcastle United á móti Norwich City á St James' Park í vikunni. AP/Mike Egerton Joe Cole, fyrrum leikmaður Chelsea og Liverpool, er viss um að eigendur Newcastle séu reiðubúnir að eyða stórum upphæðum í nýja leikmenn þegar félagsskiptaglugginn opnar í byrjun næsta mánaðar. Cole býst við því að Newcastle United reyni að bjarga sér úr slæmum málum á botni ensku úrvalsdeildarinnar með því að safna liði við fyrsta tækifæri. Það má aftur kaupa leikmenn í janúar og það verður jafnframt fyrsti opni glugginn síðan hinir ríku eigendur frá Sádí Arabíu eignuðust félagið. Joe Cole predicts £300m Newcastle splurge in January warning to relegation rivalshttps://t.co/soNzVy8unZ pic.twitter.com/tK8rLXlvhJ— Mirror Football (@MirrorFootball) December 1, 2021 Newcastle hefur enn ekki unnið leik eftir fjórtán umferðir og eftir að Eddie Howe tók við sem stjóri í nóvember hefur liðið tapað á móti Arsenal og gert 1-1 jafntefli á móti Norwich þrátt fyrir að vera manni fleiri. „Þeir munu eyða tvö til þrjú hundruð milljónum punda í janúar. Þessir eigendur eru ekki komnir hingað til að leika sér,“ sagði Joe Cole sem var sérfræðingur í útsendingu Amazon Prime Video. „Þetta eru ríkustu eigendur sem ég hef séð og ég held að þeir munu henda peningum í liðið í næsta mánuði. Þetta verða örugglega fjórir til fimm leikmenn sem koma. Um leið og þeir ná að vinna fyrsta leikinn þá geta þeir líka komist á skrið,“ sagði Cole. Cole er líka ánægður með ráðninguna á Eddie Howe. „Hann þekkir ensku úrvalsdeildina og leikmenn bæta sig undir hans stjórn. Ég hélt að þetta sé frábær ráðning og að hann sé rétti maðurinn í starfið,“ sagði Cole. Það er ekki allt vonlaust í leikmannahópi Newcastle þrátt fyrir slæmt gengi. Hann er þannig spenntur fyrir bæði Allan Saint-Maximin og Callum Wilson. „Saint-Maximin er mjög góður leikmaður og ég held að leikerfið sem Eddie spilar eigi eftir að henta honum vel en þar er hann að fá boltann hátt upp á vellinum. Callum Wilson skorar alltaf mörk og það er maður sem liðin í kringum þá hafa ekki, mann sem hefur sannað sig sem markaskorari í þessari deild,“ sagði Cole. Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira
Cole býst við því að Newcastle United reyni að bjarga sér úr slæmum málum á botni ensku úrvalsdeildarinnar með því að safna liði við fyrsta tækifæri. Það má aftur kaupa leikmenn í janúar og það verður jafnframt fyrsti opni glugginn síðan hinir ríku eigendur frá Sádí Arabíu eignuðust félagið. Joe Cole predicts £300m Newcastle splurge in January warning to relegation rivalshttps://t.co/soNzVy8unZ pic.twitter.com/tK8rLXlvhJ— Mirror Football (@MirrorFootball) December 1, 2021 Newcastle hefur enn ekki unnið leik eftir fjórtán umferðir og eftir að Eddie Howe tók við sem stjóri í nóvember hefur liðið tapað á móti Arsenal og gert 1-1 jafntefli á móti Norwich þrátt fyrir að vera manni fleiri. „Þeir munu eyða tvö til þrjú hundruð milljónum punda í janúar. Þessir eigendur eru ekki komnir hingað til að leika sér,“ sagði Joe Cole sem var sérfræðingur í útsendingu Amazon Prime Video. „Þetta eru ríkustu eigendur sem ég hef séð og ég held að þeir munu henda peningum í liðið í næsta mánuði. Þetta verða örugglega fjórir til fimm leikmenn sem koma. Um leið og þeir ná að vinna fyrsta leikinn þá geta þeir líka komist á skrið,“ sagði Cole. Cole er líka ánægður með ráðninguna á Eddie Howe. „Hann þekkir ensku úrvalsdeildina og leikmenn bæta sig undir hans stjórn. Ég hélt að þetta sé frábær ráðning og að hann sé rétti maðurinn í starfið,“ sagði Cole. Það er ekki allt vonlaust í leikmannahópi Newcastle þrátt fyrir slæmt gengi. Hann er þannig spenntur fyrir bæði Allan Saint-Maximin og Callum Wilson. „Saint-Maximin er mjög góður leikmaður og ég held að leikerfið sem Eddie spilar eigi eftir að henta honum vel en þar er hann að fá boltann hátt upp á vellinum. Callum Wilson skorar alltaf mörk og það er maður sem liðin í kringum þá hafa ekki, mann sem hefur sannað sig sem markaskorari í þessari deild,“ sagði Cole.
Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira