Þaulskipulagðir úlpuþjófar lausir úr haldi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2021 08:15 Mennirnir voru gripnir eftir að þeir gripu tvær úlpur úr verslun Bláa lónsins. Vísir/Vilhelm Tveir erlendir ríkisborgarar sem grunaðir eru um þaulskipulagðan úlpuþjófnað úr Bláa lóninu hafa verið úrskurðaðir í farbann og eru þeir því lausir úr gæsluvarðhaldi. Greint var frá því í október að tveir menn væru grunaðir um þjófnað á tveimur úlpum úr verslun Bláa lónsins. Úlpurnar kostuðu á annað hundruð þúsund króna hvor. Í úrskurði Landsréttar er varpað nánari ljósi á aðferðir mannana sem virðast hafa verið þaulskipulagðar og útpældar. Komust undan á hlaupum Þar kemur fram að starfsmenn hafi staðið mennina að þjófnaðinum en þeim hafi tekist að komast burt á hlaupum. Lögregla var kölluð til og hafði hún hendur í hári mannanna í Hafnarfirði þar sem bíll þeirra var stöðvaður. Lögreglan handtók mennina við Hafnarfjörð.Vísir/Vilhelm Þar framvísaði annar þeirra svörtum ruslapoka sem í voru umræddar úlpur en mennirnir sáust koma þeim fyrir í bakpoka á öryggismyndavélum verslunarinnar. Fundu sérútbúin vasa Í farangursými bílsins fannst hliðartaska þar sem skorið hafði verið á botn töskunnar og í klæðningu var búið að koma fyrir „vasa“ gerðum úr álpappír og límbandi. Annar slíkur vasi fannst undir botni farangursgeymslunnar. Segir í úrskurði Landsréttar að vasar af þessu tagi séu þekkt tæki í þjófnaðarmálum þar sem þeir komi í veg fyrir að þjófnarhlið virki sem skyldi. Þetta sé þekkt tæki í skipulagðri brotastarfsemi. Eru ósamvinnuþýðir Framkvæmd var húsleit í húsnæði mannanna í Reykjavík þar sem einnig fannst meint þýfi, fatnaður og afklipptir merkimiðar. Þá fannst einnig samskonar vasi og hafði áður fundist, gerður úr álpappír og límbandi. Landsréttur taldi nægjanlegt að setja mennina í farbann.Vísir/Vilhelm Við rannsókn málsins kom í ljós að fleiri mál bættust við eftir að verslanir yfirfóru eftirlitsmyndavélakerfi sín og umfjöllun um málið fór í fjölmiðla. Hafa mennirnir tveir að játað sök í flestum málanna sem tengjast þeim en eru þeir ósamvinnuþýðir samkvæmt úrskurði Landsréttar, og og framburður þeirra misvísandi. Búið er að ákæra mennina en lögregla telur að meint brot þeirra séu þaulskipulögð og framkvæmd af ríkum ásetningi. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjaness til 20. desember næstkomandi. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem taldi að ekki væri hægt að láta mennina sæta gæsluvarðhaldi í lengur en einn mánuð. Voru mennirnir því úrskurðaðir í farbann. Mega þeir því ekki yfirgefa Ísland fyrir 20. desember næstkomandi. Bláa lónið Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
Greint var frá því í október að tveir menn væru grunaðir um þjófnað á tveimur úlpum úr verslun Bláa lónsins. Úlpurnar kostuðu á annað hundruð þúsund króna hvor. Í úrskurði Landsréttar er varpað nánari ljósi á aðferðir mannana sem virðast hafa verið þaulskipulagðar og útpældar. Komust undan á hlaupum Þar kemur fram að starfsmenn hafi staðið mennina að þjófnaðinum en þeim hafi tekist að komast burt á hlaupum. Lögregla var kölluð til og hafði hún hendur í hári mannanna í Hafnarfirði þar sem bíll þeirra var stöðvaður. Lögreglan handtók mennina við Hafnarfjörð.Vísir/Vilhelm Þar framvísaði annar þeirra svörtum ruslapoka sem í voru umræddar úlpur en mennirnir sáust koma þeim fyrir í bakpoka á öryggismyndavélum verslunarinnar. Fundu sérútbúin vasa Í farangursými bílsins fannst hliðartaska þar sem skorið hafði verið á botn töskunnar og í klæðningu var búið að koma fyrir „vasa“ gerðum úr álpappír og límbandi. Annar slíkur vasi fannst undir botni farangursgeymslunnar. Segir í úrskurði Landsréttar að vasar af þessu tagi séu þekkt tæki í þjófnaðarmálum þar sem þeir komi í veg fyrir að þjófnarhlið virki sem skyldi. Þetta sé þekkt tæki í skipulagðri brotastarfsemi. Eru ósamvinnuþýðir Framkvæmd var húsleit í húsnæði mannanna í Reykjavík þar sem einnig fannst meint þýfi, fatnaður og afklipptir merkimiðar. Þá fannst einnig samskonar vasi og hafði áður fundist, gerður úr álpappír og límbandi. Landsréttur taldi nægjanlegt að setja mennina í farbann.Vísir/Vilhelm Við rannsókn málsins kom í ljós að fleiri mál bættust við eftir að verslanir yfirfóru eftirlitsmyndavélakerfi sín og umfjöllun um málið fór í fjölmiðla. Hafa mennirnir tveir að játað sök í flestum málanna sem tengjast þeim en eru þeir ósamvinnuþýðir samkvæmt úrskurði Landsréttar, og og framburður þeirra misvísandi. Búið er að ákæra mennina en lögregla telur að meint brot þeirra séu þaulskipulögð og framkvæmd af ríkum ásetningi. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjaness til 20. desember næstkomandi. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem taldi að ekki væri hægt að láta mennina sæta gæsluvarðhaldi í lengur en einn mánuð. Voru mennirnir því úrskurðaðir í farbann. Mega þeir því ekki yfirgefa Ísland fyrir 20. desember næstkomandi.
Bláa lónið Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16