Þrjúhundruð stöðvaðir og einn tekinn fyrir ölvunarakstur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2021 11:38 Nokkur röð myndaðist á Hringbraut í gær þar sem lögreglan lét alla blása í áfengismæla. Vísir Einn var gripinn grunaður um ölvunarakstur í aðgerðum lögreglu á Hringbraut í gær. Lögreglan lokaði Hringbraut til austurs í gær og lét alla ökumenn þar blása í áfengismæla. „Í gær voru stöðvaðir tæplega þrjú hundruð bílar. Af þeim voru þrír ökumenn kyrrsettir og einn tekinn fyrir meintan ölvunarakstur,“ segir Árni Friðleifsson, aðstoðarvarðstjóri í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðuborgarsvæðinu. Lögregla gerir þetta iðulega á aðventunni og segir Árni í samtali við fréttastofu að ökumenn geti átt von á að vera stöðvaðir hvenær sem er sólarhrings, alla daga vikunnar. Hann segir því miður að ökumenn séu líklegri til að aka undir áhrifum á þessum tíma árs. Sjá einnig: Lokuðu Hringbraut til austurs og láta alla blása „Það hefur sýnt sig. Það er náttúrulega bæði þessi jólahlaðborð og vinnustaðasamkomur þar sem gleði og áfengi er haft við hönd. Við viljum einfaldlega reyna að ná til þeirra sem taka þessa ákvörðun að aka ölvaðir,“ segir Árni. Enginn ökumannanna sem stöðvaðir voru í gær voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna, þó það sé nokkuð algengt ef miðað er við dagbókarfærslur lögreglu sem berast á hverjum degi. „Við höfum gert þetta undanfarin ár og því miður er alltaf eitthvað um að fólk, ökumenn, freistist til að aka undir áhrifum,“ segir Árni. „Þetta er háalvarlegt, ölvunarakstur og fíkniefnaakstur er háalvarlegur. Þannig að öll umræða er af hinu góða,“ segir Árni og skorar á alla ökumenn að setjast ekki undir stýri undir áhrifum. Lögreglumál Umferðaröryggi Umferð Jól Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
„Í gær voru stöðvaðir tæplega þrjú hundruð bílar. Af þeim voru þrír ökumenn kyrrsettir og einn tekinn fyrir meintan ölvunarakstur,“ segir Árni Friðleifsson, aðstoðarvarðstjóri í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðuborgarsvæðinu. Lögregla gerir þetta iðulega á aðventunni og segir Árni í samtali við fréttastofu að ökumenn geti átt von á að vera stöðvaðir hvenær sem er sólarhrings, alla daga vikunnar. Hann segir því miður að ökumenn séu líklegri til að aka undir áhrifum á þessum tíma árs. Sjá einnig: Lokuðu Hringbraut til austurs og láta alla blása „Það hefur sýnt sig. Það er náttúrulega bæði þessi jólahlaðborð og vinnustaðasamkomur þar sem gleði og áfengi er haft við hönd. Við viljum einfaldlega reyna að ná til þeirra sem taka þessa ákvörðun að aka ölvaðir,“ segir Árni. Enginn ökumannanna sem stöðvaðir voru í gær voru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna, þó það sé nokkuð algengt ef miðað er við dagbókarfærslur lögreglu sem berast á hverjum degi. „Við höfum gert þetta undanfarin ár og því miður er alltaf eitthvað um að fólk, ökumenn, freistist til að aka undir áhrifum,“ segir Árni. „Þetta er háalvarlegt, ölvunarakstur og fíkniefnaakstur er háalvarlegur. Þannig að öll umræða er af hinu góða,“ segir Árni og skorar á alla ökumenn að setjast ekki undir stýri undir áhrifum.
Lögreglumál Umferðaröryggi Umferð Jól Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira