Þórólfur leggur ekki til hertar aðgerðir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. desember 2021 13:47 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu, sem hann skilaði ráðherranum um helgina. Nýjar aðgerðir verða kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun, í kring um hádegi. Sjálfur segir Þórólfur ekki mikið svigrúm til afléttinga og því má búast við að hann leggi til svipaðar aðgerðir og nú eru í gildi. Samkomutakmarkanir miðast nú við að 50 manns geti mest komið saman í einu en þó er svigrúm fyrir 500 manna viðburði ef stuðst er við hraðpróf og grímunotkun. Skemmtistaðir mega hleypa fólki inn til klukkan 22 á kvöldin en verða að lokað alveg klukkan 23. „Ráðherranefndin mun hittast í dag og ræða minnisblaðið. Fara svona í gegn um þessar tillögur og ræða þetta bæði í víðu samhengi og svona í samhengi við það sem við erum að reyna að halda gangandi hérna í samfélaginu og hvað er ráðlagt að gera,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu í dag. Er sóttvarnalæknir að leggja til hertar aðgerðir? „Nei, hann er ekki að því. En það er óvissa uppi um omíkron, sem gefur kannski tilefni til að anda aðeins með nefinu.“ Óvíst hvort farið verði eftir tillögum Willum getur ekki staðfest að hann muni fara í öllu eftir tillögum sóttvarnalæknis á morgun.Vísir/Vilhelm Er hann þá að leggja til að sömu aðgerðir verði áfram í gildi? „Já, ég ætla nú kannski ekki að tjá mig í neinum smáatriðum um tillögurnar en það er mjög ítarlegt og gott þetta minnisblað. Og það er líka góð tímalína í því um hvað við höfum verið að gera. Við eigum að geta tekið skynsamleg skref út frá þessum tillögum,“ segir Willum sem vill ekki staðfesta að hann muni fara eftir einu og öllu sem Þórólfur leggur til þegar hann gefur út reglugerðina á morgun. „Ég ætla nú bara fyrst að heyra sjónarmiðin hjá fólki – hvar við séum stödd. En við munum sannarlega hlusta á það sem hann hefur fram að færa í þessum tillögum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Omíkron setur okkur í biðstöðu með samkomutakmarkanir Sóttvarnalæknir telur ekki mikið svigrúm til tilslakana þegar núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag vegna óvissu um omíkron afbriðið. Niðurstöður rannsókna um virkni bóluefna gagnvart því eigi að liggja fyrir á næstunni. 101 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 6. desember 2021 12:11 Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09 „Ég held að maður geti sagt í heildina tekið að þetta sé að sigla niður“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að heilt yfir litið sé faraldurinn á niðurleið hér á landi. Tólf hafa nú greinst með omíkron afbrigði veirunnar hér á landi. 5. desember 2021 12:01 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Sjálfur segir Þórólfur ekki mikið svigrúm til afléttinga og því má búast við að hann leggi til svipaðar aðgerðir og nú eru í gildi. Samkomutakmarkanir miðast nú við að 50 manns geti mest komið saman í einu en þó er svigrúm fyrir 500 manna viðburði ef stuðst er við hraðpróf og grímunotkun. Skemmtistaðir mega hleypa fólki inn til klukkan 22 á kvöldin en verða að lokað alveg klukkan 23. „Ráðherranefndin mun hittast í dag og ræða minnisblaðið. Fara svona í gegn um þessar tillögur og ræða þetta bæði í víðu samhengi og svona í samhengi við það sem við erum að reyna að halda gangandi hérna í samfélaginu og hvað er ráðlagt að gera,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu í dag. Er sóttvarnalæknir að leggja til hertar aðgerðir? „Nei, hann er ekki að því. En það er óvissa uppi um omíkron, sem gefur kannski tilefni til að anda aðeins með nefinu.“ Óvíst hvort farið verði eftir tillögum Willum getur ekki staðfest að hann muni fara í öllu eftir tillögum sóttvarnalæknis á morgun.Vísir/Vilhelm Er hann þá að leggja til að sömu aðgerðir verði áfram í gildi? „Já, ég ætla nú kannski ekki að tjá mig í neinum smáatriðum um tillögurnar en það er mjög ítarlegt og gott þetta minnisblað. Og það er líka góð tímalína í því um hvað við höfum verið að gera. Við eigum að geta tekið skynsamleg skref út frá þessum tillögum,“ segir Willum sem vill ekki staðfesta að hann muni fara eftir einu og öllu sem Þórólfur leggur til þegar hann gefur út reglugerðina á morgun. „Ég ætla nú bara fyrst að heyra sjónarmiðin hjá fólki – hvar við séum stödd. En við munum sannarlega hlusta á það sem hann hefur fram að færa í þessum tillögum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Omíkron setur okkur í biðstöðu með samkomutakmarkanir Sóttvarnalæknir telur ekki mikið svigrúm til tilslakana þegar núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag vegna óvissu um omíkron afbriðið. Niðurstöður rannsókna um virkni bóluefna gagnvart því eigi að liggja fyrir á næstunni. 101 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 6. desember 2021 12:11 Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09 „Ég held að maður geti sagt í heildina tekið að þetta sé að sigla niður“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að heilt yfir litið sé faraldurinn á niðurleið hér á landi. Tólf hafa nú greinst með omíkron afbrigði veirunnar hér á landi. 5. desember 2021 12:01 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Omíkron setur okkur í biðstöðu með samkomutakmarkanir Sóttvarnalæknir telur ekki mikið svigrúm til tilslakana þegar núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag vegna óvissu um omíkron afbriðið. Niðurstöður rannsókna um virkni bóluefna gagnvart því eigi að liggja fyrir á næstunni. 101 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 6. desember 2021 12:11
Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. 6. desember 2021 08:09
„Ég held að maður geti sagt í heildina tekið að þetta sé að sigla niður“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að heilt yfir litið sé faraldurinn á niðurleið hér á landi. Tólf hafa nú greinst með omíkron afbrigði veirunnar hér á landi. 5. desember 2021 12:01