Þórlindur staðfestir þetta í samtali við Innherja.
Aðstoðarmenn Þórdísar Kolbrúnar í fyrra ráðuneyti sem hún stýrði – atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu – voru þau Hildur Sverrisdóttir og Ólafur Teitur Guðnason. Þau hafa bæði látið af störfum sem aðstoðarmenn Þórdísar en Hildur tók sæti á Alþingi eftir kosningarnar í haust og Ólafur Teitur hefur ákveðið að hverfa til annarra starfa.
Þórlindur, sem er hagfræðingur að mennt, var formaður stýrihóps sem kynnti nýja heildstæða nýsköpunarstefnu fyrir Ísland á síðasta kjörtímabili en það var Þórdís Kolbrún, þáverandi ráðherra nýsköpunarmála, sem skipaði stýrihópinn.
Þá hefur Þórlindur meðal annars starfað hjá Meniga og Landsbankanum.
![](https://www.visir.is/i/A0EE8C5A144E161B2031DCC06CDDFD2DCC77F6BA56722CC270F39AAEF471970D_713x0.jpg)
Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.