Tuttugu og fimm íslenskir krimmar komu út í ár Jakob Bjarnar skrifar 7. desember 2021 10:19 Glæpir eru Íslendingum hugleiknir. Það sýnir sig meðal annars á miklum áhuga landsmanna á glæpasögum. Vísir/Vilhelm Hið íslenska glæpafélag tilnefnir fimm glæpasögur til blóðdropans á fimmtudaginn. Dómnefnd Hins íslenska glæpafélags hefur nú plægt sig í gegnum hvorki fleiri né færri en 23 krimma sem út komu á þessu ári og tilnefnt fimm úr þessum myndarlega bunka til Blóðdropans, verðlauna félagsins fyrir bestu glæpasögu ársins. Dómnefndina skipa þau Helga Birgisdóttir (formaður), Áslaug Óttarsdóttir og Snæbjörn Pálsson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ævari Erni Jósepssyni foringja Hins íslenska glæpafélags, sem er félagsskapur áhugafólks um glæpasagnaskrif. Ekkert lát er á vinsældum þessarar bókmenntagreinar en það sýnir sig meðal annars á sölulistum sem Vísir birtir í hverri jólabókavertíð. „Er þetta í fyrsta skipti sem við tilnefnum nokkra gæðakrimma í aðdraganda jóla í stað þess að hafa sögurnar bara allar í pottinum þar til sigurvegarinn er útnefndur að vori,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að flett verði ofan af þeim fimm sem helst eru grunuð um að hafa skrifað besta krimma ársins í aðalsafni Borgarbókasafnsins í Grófarhúsi fimmtudaginn 9. desember klukkan 17.00. Krimmarnir sem um ræðir og eru undir í ár eru eftirfarandi, í stafrófsröð: Dansarinn – Óskar Guðmundsson Farangur – Ragnheiður Gestsdóttir Hjálp! – Fritz Már Jörgensson Höggið – Unnur Lilja Aradóttir Horfnar – Stefán Máni Hringferðin – Anna Margrét Sigurðardóttir Hylurinn – Gróa Finnsdóttir Jarðvísindakona deyr – Ingibjörg Hjartardóttir Kópernika – Sölvi Björn Sigurðsson Launsátur – Jónína Leósdóttir Lok, lok og læs – Yrsa Sigurðardóttir Mannavillt – Anna Ólafsdóttir Björnsson Morðið við Huldukletta – Stella Blómkvist Náhvít jörð – Lilja Sigurðardóttir Rósa – Guðrún Sigríður Sæmundsen Skaði – Sólveig Pálsdóttir Skollaleikur: Saga um glæp – Ármann Jakobsson Stúlkan með rauða hárið – Róbert Marvin Út að drepa túrista – Þórarinn Leifsson Úti – Ragnar Jónasson Þegar nóttin sýnir klærnar – Ólafur Unnsteinsson Þú sérð mig ekki – Eva Björg Ægisdóttir Ættarmótið – Guðrún S. Guðlaugsdóttir Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Dómnefnd Hins íslenska glæpafélags hefur nú plægt sig í gegnum hvorki fleiri né færri en 23 krimma sem út komu á þessu ári og tilnefnt fimm úr þessum myndarlega bunka til Blóðdropans, verðlauna félagsins fyrir bestu glæpasögu ársins. Dómnefndina skipa þau Helga Birgisdóttir (formaður), Áslaug Óttarsdóttir og Snæbjörn Pálsson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ævari Erni Jósepssyni foringja Hins íslenska glæpafélags, sem er félagsskapur áhugafólks um glæpasagnaskrif. Ekkert lát er á vinsældum þessarar bókmenntagreinar en það sýnir sig meðal annars á sölulistum sem Vísir birtir í hverri jólabókavertíð. „Er þetta í fyrsta skipti sem við tilnefnum nokkra gæðakrimma í aðdraganda jóla í stað þess að hafa sögurnar bara allar í pottinum þar til sigurvegarinn er útnefndur að vori,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að flett verði ofan af þeim fimm sem helst eru grunuð um að hafa skrifað besta krimma ársins í aðalsafni Borgarbókasafnsins í Grófarhúsi fimmtudaginn 9. desember klukkan 17.00. Krimmarnir sem um ræðir og eru undir í ár eru eftirfarandi, í stafrófsröð: Dansarinn – Óskar Guðmundsson Farangur – Ragnheiður Gestsdóttir Hjálp! – Fritz Már Jörgensson Höggið – Unnur Lilja Aradóttir Horfnar – Stefán Máni Hringferðin – Anna Margrét Sigurðardóttir Hylurinn – Gróa Finnsdóttir Jarðvísindakona deyr – Ingibjörg Hjartardóttir Kópernika – Sölvi Björn Sigurðsson Launsátur – Jónína Leósdóttir Lok, lok og læs – Yrsa Sigurðardóttir Mannavillt – Anna Ólafsdóttir Björnsson Morðið við Huldukletta – Stella Blómkvist Náhvít jörð – Lilja Sigurðardóttir Rósa – Guðrún Sigríður Sæmundsen Skaði – Sólveig Pálsdóttir Skollaleikur: Saga um glæp – Ármann Jakobsson Stúlkan með rauða hárið – Róbert Marvin Út að drepa túrista – Þórarinn Leifsson Úti – Ragnar Jónasson Þegar nóttin sýnir klærnar – Ólafur Unnsteinsson Þú sérð mig ekki – Eva Björg Ægisdóttir Ættarmótið – Guðrún S. Guðlaugsdóttir
Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira