Kostnaður við sýnatökur 2,5 milljarðar króna en verulegar tekjur fengist á móti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2021 10:21 Í tölunum er ekki kostnaður við greiningu PCR-sýnanna en hann fellur til hjá Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Kostnaður Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við sýnatökur vegna Covid-19 frá upphafi kórónuveirufaraldursins nemur um 2,5 milljörðum króna. Á sama tíma hafa tekjurnar numið um 2 milljörðum og eftir standa 460 milljónir sem hafa fallið á ríkissjóð. Upplýsingarnar að ofan fékk Vísir hjá Jónasi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar hjá Heilsugæslunni, en Fréttablaðið sagði frá því í gær að kostnaðurinn við sýnatökurnar hefði numið 460 milljónum króna fyrstu tíu mánuði ársins. Hið rétta er að kostnaður við sýnatökurnar nam í fyrra um milljarði króna og er þá með talinn kostnaður við uppsetningu sýnatökustöðva, innkaup prófa og fleiri tilfallandi kostnaðarliðir en Heilsugæslan hefur sinnt sýnatökum á Suðurlandsbraut, í Keflavík og verið með nokkra starfsemi úti á landi. Í sumar fór Heilsugæslan að bjóða upp á hraðpróf og aðsókn í þau hefur aukist verulega með haustinu. Í fyrra var eingöngu um að ræða svokölluð PCR-próf; einkennasýnatökur og sýnatökur ferðamanna við komuna og brottför frá landinu. Heilsugæslunni var á þessum tíma heimilt að rukka gjald og stóð gjaldtakan að mestu undir kostnaðinum árið 2020, að sögn Jónasar. „Á þessu ári hefur þetta verið fjölbreyttari flóra,“ segir Jónas um Covid-prófin en í sumar hóf Heilsugæslan að bjóða upp á svokölluð hraðpróf. Ríkisstjórnin ákvað að þau skyldu vera gjaldfrjáls og í haust var meira og minna öll gjaldtaka felld niður. Jónas segir tekjurnar hafa dugað vel upp í kostnað framan af, ekki síst vegna þeirra ferðamanna sem hingað komu í sumar, en með haustinu hafi róðurinn þyngst. Þá hafi kostnaðurinn farið fram úr tekjunum, sem námu 1,5 milljarði króna, og útaf standi umræddar 460 milljónir, fyrstu tíu mánuði ársins. Samkvæmt Fréttablaðinu hafa Sjúkratryggingar Íslands greitt 238 milljónir króna vegna 70.772 hraðprófa á tímabilinu 20. september til 7. júní. Þá voru 575 þúsund sýni tekin á Suðurlandsbraut fyrstu ellefu mánuði ársins, þar af 220 þúsund hraðpróf, og 250 þúsund sýni í Keflavík en þar er um að ræða PCR-próf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Upplýsingarnar að ofan fékk Vísir hjá Jónasi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar hjá Heilsugæslunni, en Fréttablaðið sagði frá því í gær að kostnaðurinn við sýnatökurnar hefði numið 460 milljónum króna fyrstu tíu mánuði ársins. Hið rétta er að kostnaður við sýnatökurnar nam í fyrra um milljarði króna og er þá með talinn kostnaður við uppsetningu sýnatökustöðva, innkaup prófa og fleiri tilfallandi kostnaðarliðir en Heilsugæslan hefur sinnt sýnatökum á Suðurlandsbraut, í Keflavík og verið með nokkra starfsemi úti á landi. Í sumar fór Heilsugæslan að bjóða upp á hraðpróf og aðsókn í þau hefur aukist verulega með haustinu. Í fyrra var eingöngu um að ræða svokölluð PCR-próf; einkennasýnatökur og sýnatökur ferðamanna við komuna og brottför frá landinu. Heilsugæslunni var á þessum tíma heimilt að rukka gjald og stóð gjaldtakan að mestu undir kostnaðinum árið 2020, að sögn Jónasar. „Á þessu ári hefur þetta verið fjölbreyttari flóra,“ segir Jónas um Covid-prófin en í sumar hóf Heilsugæslan að bjóða upp á svokölluð hraðpróf. Ríkisstjórnin ákvað að þau skyldu vera gjaldfrjáls og í haust var meira og minna öll gjaldtaka felld niður. Jónas segir tekjurnar hafa dugað vel upp í kostnað framan af, ekki síst vegna þeirra ferðamanna sem hingað komu í sumar, en með haustinu hafi róðurinn þyngst. Þá hafi kostnaðurinn farið fram úr tekjunum, sem námu 1,5 milljarði króna, og útaf standi umræddar 460 milljónir, fyrstu tíu mánuði ársins. Samkvæmt Fréttablaðinu hafa Sjúkratryggingar Íslands greitt 238 milljónir króna vegna 70.772 hraðprófa á tímabilinu 20. september til 7. júní. Þá voru 575 þúsund sýni tekin á Suðurlandsbraut fyrstu ellefu mánuði ársins, þar af 220 þúsund hraðpróf, og 250 þúsund sýni í Keflavík en þar er um að ræða PCR-próf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira