Dýralæknirinn stefnir á að verða Evrópumeistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. desember 2021 08:31 Kristín Þórhallsdóttir vann brons á sínu fyrsta stórmóti og stefnir á gull á EM sem hefst í dag. vísir/vilhelm Kristín Þórhallsdóttir, dýralæknir frá Laugalandi í Stafholtstungum, ætlar sér að verða Evrópumeistari í kraftlyftingum. Keppni á EM í klassískum kraftlyftingum hefst í Vesterås í Svíþjóð í dag. Ísland sendir fimm keppendur til leiks: Hilmar Símonarson, Birgit Rós Becker, Viktor Samúelsson, Aron Friðrik Georgsson og Kristínu. Sú síðastnefnda keppir í -84 kg flokki á sunnudaginn og ætlar sér Evrópumeistaratitilinn. „Að sjálfsögðu stefni ég þangað og líka að halda eftir góðum árangri frá HM, bæta mig og ná því út sem ég náði ekki alveg á HM. Það voru aðeins háleitari markmið þar sem mig langar að ná út núna og það er Evrópumetið í samanlögðu sem ég stefni á að ná,“ sagði Kristín í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Kristín fékk bronsverðlaun á HM í september en það var hennar fyrsta stórmót. Hún lyfti samtals 552,5 kg og var aðeins fimm kg frá silfurverðlaunum. Kristín bætti Íslandsmetin í öllum greinunum, hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu, og bætti sinn persónulega árangur um 12,5 kg. Kristín jafnaði einnig Evrópumetinu í hnébeygju, 217,5 kg og þá er hún aðeins fimm kg frá Evrópumetinu í samanlögðu. Klippa: Sportpakkinn - Kristín stefnir á að verða Evrópumeistari Kristín segist vera í góðu formi eftir stífar æfingar að undanförnu. „Ég er í nokkuð góðu standi. Örlítil meiðsli tóku sig upp í öxlinni sem hafa aðeins truflað mig í bekkpressunni. En grunnurinn er góður og ég hef ekki stórvægilegar áhyggjur af því. Mínar sterkustu greinar eru hnébeygjan og réttstöðulyftan. Það er bara að ná gildum bekk með,“ sagði Kristín sem er skráð hæst í sínum flokki á EM, eða með 552,5 kg í samanlögðu. Kristín segir að gróskan í íslenskum kraftlyftingum sé mikil, ekki síst í kvennaflokki, en öflugar kraftlyftingakonur spretta fram nánast í hverjum mánuði. „Já, þetta hefur líka verið mjög gott ár hjá Kraftlyftingasambandinu myndi ég segja. Það hefur náðst mjög góður árangur á alþjóða vísu í ár,“ sagði Kristín. Kristín er ein fimm keppenda Íslands á EM í klassískum kraftlyftingum.vísir/vilhelm Hún er ekki í nokkrum vafa um að hún geti náð markmiðum sínum á sunnudaginn kemur. „Ég veit að ég á inni fyrir þessu. Vonandi hittir maður á góðan dag. Dagsformið getur verið mismunandi en ég veit að á góðum degi á ég að fara létt með að ná þessum metum sem ég stefni að,“ sagði Kristín. Kraftlyftingar Sportpakkinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Keppni á EM í klassískum kraftlyftingum hefst í Vesterås í Svíþjóð í dag. Ísland sendir fimm keppendur til leiks: Hilmar Símonarson, Birgit Rós Becker, Viktor Samúelsson, Aron Friðrik Georgsson og Kristínu. Sú síðastnefnda keppir í -84 kg flokki á sunnudaginn og ætlar sér Evrópumeistaratitilinn. „Að sjálfsögðu stefni ég þangað og líka að halda eftir góðum árangri frá HM, bæta mig og ná því út sem ég náði ekki alveg á HM. Það voru aðeins háleitari markmið þar sem mig langar að ná út núna og það er Evrópumetið í samanlögðu sem ég stefni á að ná,“ sagði Kristín í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Kristín fékk bronsverðlaun á HM í september en það var hennar fyrsta stórmót. Hún lyfti samtals 552,5 kg og var aðeins fimm kg frá silfurverðlaunum. Kristín bætti Íslandsmetin í öllum greinunum, hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu, og bætti sinn persónulega árangur um 12,5 kg. Kristín jafnaði einnig Evrópumetinu í hnébeygju, 217,5 kg og þá er hún aðeins fimm kg frá Evrópumetinu í samanlögðu. Klippa: Sportpakkinn - Kristín stefnir á að verða Evrópumeistari Kristín segist vera í góðu formi eftir stífar æfingar að undanförnu. „Ég er í nokkuð góðu standi. Örlítil meiðsli tóku sig upp í öxlinni sem hafa aðeins truflað mig í bekkpressunni. En grunnurinn er góður og ég hef ekki stórvægilegar áhyggjur af því. Mínar sterkustu greinar eru hnébeygjan og réttstöðulyftan. Það er bara að ná gildum bekk með,“ sagði Kristín sem er skráð hæst í sínum flokki á EM, eða með 552,5 kg í samanlögðu. Kristín segir að gróskan í íslenskum kraftlyftingum sé mikil, ekki síst í kvennaflokki, en öflugar kraftlyftingakonur spretta fram nánast í hverjum mánuði. „Já, þetta hefur líka verið mjög gott ár hjá Kraftlyftingasambandinu myndi ég segja. Það hefur náðst mjög góður árangur á alþjóða vísu í ár,“ sagði Kristín. Kristín er ein fimm keppenda Íslands á EM í klassískum kraftlyftingum.vísir/vilhelm Hún er ekki í nokkrum vafa um að hún geti náð markmiðum sínum á sunnudaginn kemur. „Ég veit að ég á inni fyrir þessu. Vonandi hittir maður á góðan dag. Dagsformið getur verið mismunandi en ég veit að á góðum degi á ég að fara létt með að ná þessum metum sem ég stefni að,“ sagði Kristín.
Kraftlyftingar Sportpakkinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira