„Kannski stærra en maður áttaði sig á“ Snorri Másson skrifar 11. desember 2021 12:44 Elvý Hreinsdóttir er afar stolt af syni sínum, Idol-stjörnunni Birki Blæ Óðinssyni. Vísir/Skjáskot Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson er á leið á tónleikaferðalag um Svíþjóð eftir að hann bar sigur úr býtum í sænska Idol-inu í gærkvöldi. Móðir hans segir óhefðbundin jól fram undan og sigurinn stimplar Akureyri inn sem enn frekari tónlistarbæ, segir bæjarstjórinn. Birkir Blær Óðinsson er sigurvegari - eftir magnaðan flutning á þremur lögum; All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless. Nú er það tónleikaferðalag og plötusamningur. Móðir Birkis, Elvý Hreinsdóttir, er í Svíþjóð. Hún er í skýjunum með þetta allt saman nema auðvitað að fyrir liggur að hún fær son sinn ekki heim um jólin eins og hún vonaði. „Maður var náttúrulega búinn að vera þvílíkt spenntur og það varð algert spennufall hjá fjölskyldunni. Við alveg misstum okkur þarna en eins og allir hinir bara biðum spennt. En ég verð að segja, ég veit hvað hann er góður söngvari, þannig að maður hefði alveg getað átt von á þessu. En þetta er kannski stærra en maður áttaði sig á,“ segir Elvý. „Hann er svolítið auðmjúk týpa og engir stjörnustælar í honum, hann er hlédrægur einhvern veginn og yndislegur. Það er eins og það hafi náð til fólks,“ segir Elvý, sem óttast ekki að nú fari stjörnustælar að láta á sér kræla hjá Birki, hann sé bara ekki sú týpa. Akureyri var að fylgjast með - og bæjarstjórinn var ekki undanskilinn, Ásthildur Sturludóttir. Hún segir að tónlistarstarf á Akureyri sé greinilega að skila sér - í því að bærinn stimpli sig með þessu enn rækilegar inn sem tónlistarbær. Hún bíður spennt eftir tónleikum Birkis í sínum heimabæ. „Við erum bara ótrúlega stolt af honum og hann er svo flottur strákur og mikil og góð fyrirmynd fyrir annað fólk. Bara yndislegur og fallegur og góður drengur,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu. Íslendingar erlendis Birkir Blær í sænska Idol Hæfileikaþættir Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Sjá meira
Birkir Blær Óðinsson er sigurvegari - eftir magnaðan flutning á þremur lögum; All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless. Nú er það tónleikaferðalag og plötusamningur. Móðir Birkis, Elvý Hreinsdóttir, er í Svíþjóð. Hún er í skýjunum með þetta allt saman nema auðvitað að fyrir liggur að hún fær son sinn ekki heim um jólin eins og hún vonaði. „Maður var náttúrulega búinn að vera þvílíkt spenntur og það varð algert spennufall hjá fjölskyldunni. Við alveg misstum okkur þarna en eins og allir hinir bara biðum spennt. En ég verð að segja, ég veit hvað hann er góður söngvari, þannig að maður hefði alveg getað átt von á þessu. En þetta er kannski stærra en maður áttaði sig á,“ segir Elvý. „Hann er svolítið auðmjúk týpa og engir stjörnustælar í honum, hann er hlédrægur einhvern veginn og yndislegur. Það er eins og það hafi náð til fólks,“ segir Elvý, sem óttast ekki að nú fari stjörnustælar að láta á sér kræla hjá Birki, hann sé bara ekki sú týpa. Akureyri var að fylgjast með - og bæjarstjórinn var ekki undanskilinn, Ásthildur Sturludóttir. Hún segir að tónlistarstarf á Akureyri sé greinilega að skila sér - í því að bærinn stimpli sig með þessu enn rækilegar inn sem tónlistarbær. Hún bíður spennt eftir tónleikum Birkis í sínum heimabæ. „Við erum bara ótrúlega stolt af honum og hann er svo flottur strákur og mikil og góð fyrirmynd fyrir annað fólk. Bara yndislegur og fallegur og góður drengur,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu.
Íslendingar erlendis Birkir Blær í sænska Idol Hæfileikaþættir Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Sjá meira