Búið að virkja samhæfingarstöð vegna öryggisveikleika sem gæti verið sá stærsti á seinni tímum Smári Jökull Jónsson skrifar 11. desember 2021 16:38 Theodór Ragnar Gíslason er tæknistjóri Syndis. Vísir/Baldur Hrafnkell Alvarlegur öryggisveikleiki sem uppgötvaðist þann 9.desember hefur nú þegar haft víðtæk áhrif um allan heim. Netöryggissveitin CERT-IS hefur virkjað samhæfingarstöð hér á landi vegna málsins. Í tilkynningu frá Fjarskiptastofu kemur fram að virk skönnun er í gangi á íslenska innviði þar sem reynt er að finna þá þjóna og kerfi þar sem þennan veikleika er að finna. Samhæfingarstöð hefur verið virkjuð til að hraða upplýsingaskiptum og samhæfa aðgerðir til að fylgjast með þróun mála. Veikleikinn hefur fengið einkunnina 10 samkvæmt CVE sem er gagnagrunnur sem heldur utan um veikleika og áætlar hve alvarlegir þeir eru. „Þetta er sjúklega alvarlegt mál“ Theodór Gíslason, tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, sagði í samtali við fréttastofu að um sé að ræða einn alvarlegasta öryggisveikleika á seinni tímum. „Þetta bitnar á eiginlega öllu sem við notum. Allir sem hafa skrifað hugbúnað í Java sem nota viðbót sem heitir Log4j eru veikir fyrir þessu,“ segir Theodór og bætir við að mörg stærstu fyrirtækja heims hafi verið hakkanleg síðustu daga. „Tesla, Apple, Facebook og Google eru í þessum hópi. Öryggisteymi um allan heim hafa verið að bregðast við til að draga úr líkum að þeir verði hakkaðir. Ég var sjálfur í Iphone símanum mínum og þegar ég prófaði veikleikann, sem er auðvelt að gera, sá ég mjög fljótt að innviðir Apple voru mjög veikir. Þetta er sjúklega alvarlegt mál. „Sáralítið sem venjulegt fólk getur gert“ Theodór segir að fyrirtæki og stofnanir þurfi að koma sér í skjól og að auðvelt sé að nýta sér þennan veikleika. „Þeir sem skrifa hugbúnað eða nota hugbúnaðarkerfi sem eru með Log4j, þá eru afar miklar líkur á að hægt sé að misnota þann hugbúnað til að brjótast inn. Ástæðan fyrir því að hann fær 10 í einkunn hjá CVE er að hann er mjög alvarlegur og það er auðvelt að misnota þennan veikleika. Ef þú ert með 100 Java forrit sem nota þennan pakka þá þarf að laga í 100 skipti.“ Hann segir að búið sé að gera tilraunir til að ráðast á íslensk fyrirtæki og að öryggisteymi fyrirtækjanna hafi verið að bregðast við. „Það er mikilvægt að vekja máls á þessu því við höfum smá tíma til að bregðast við áður en alvarlegar árásir byrja. Þær sem eru í gangi núna eru tilfallandi og tilviljanakenndar en um leið og einhver vopnavæðir veikleikanna þá hætta hlutir að virka og allir finna fyrir því. Það getur haft alvarleg áhrif,“ bætir Theodór við. „Það er hægt að hakka þjónustuaðila í öllu sem þú notar og gögnin sem þar liggja. Það eru mögulega einhver tæki hjá einstaklingum sem eru veik, frá netbeini til snjalltækja sem nota þennan hugbúnað og þar gæti verið þessi veikleiki. Það er sáralítið sem venjulegt fólk getur gert, við erum ekki komin þangað,“ sagði Theodór að lokum. Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Í tilkynningu frá Fjarskiptastofu kemur fram að virk skönnun er í gangi á íslenska innviði þar sem reynt er að finna þá þjóna og kerfi þar sem þennan veikleika er að finna. Samhæfingarstöð hefur verið virkjuð til að hraða upplýsingaskiptum og samhæfa aðgerðir til að fylgjast með þróun mála. Veikleikinn hefur fengið einkunnina 10 samkvæmt CVE sem er gagnagrunnur sem heldur utan um veikleika og áætlar hve alvarlegir þeir eru. „Þetta er sjúklega alvarlegt mál“ Theodór Gíslason, tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, sagði í samtali við fréttastofu að um sé að ræða einn alvarlegasta öryggisveikleika á seinni tímum. „Þetta bitnar á eiginlega öllu sem við notum. Allir sem hafa skrifað hugbúnað í Java sem nota viðbót sem heitir Log4j eru veikir fyrir þessu,“ segir Theodór og bætir við að mörg stærstu fyrirtækja heims hafi verið hakkanleg síðustu daga. „Tesla, Apple, Facebook og Google eru í þessum hópi. Öryggisteymi um allan heim hafa verið að bregðast við til að draga úr líkum að þeir verði hakkaðir. Ég var sjálfur í Iphone símanum mínum og þegar ég prófaði veikleikann, sem er auðvelt að gera, sá ég mjög fljótt að innviðir Apple voru mjög veikir. Þetta er sjúklega alvarlegt mál. „Sáralítið sem venjulegt fólk getur gert“ Theodór segir að fyrirtæki og stofnanir þurfi að koma sér í skjól og að auðvelt sé að nýta sér þennan veikleika. „Þeir sem skrifa hugbúnað eða nota hugbúnaðarkerfi sem eru með Log4j, þá eru afar miklar líkur á að hægt sé að misnota þann hugbúnað til að brjótast inn. Ástæðan fyrir því að hann fær 10 í einkunn hjá CVE er að hann er mjög alvarlegur og það er auðvelt að misnota þennan veikleika. Ef þú ert með 100 Java forrit sem nota þennan pakka þá þarf að laga í 100 skipti.“ Hann segir að búið sé að gera tilraunir til að ráðast á íslensk fyrirtæki og að öryggisteymi fyrirtækjanna hafi verið að bregðast við. „Það er mikilvægt að vekja máls á þessu því við höfum smá tíma til að bregðast við áður en alvarlegar árásir byrja. Þær sem eru í gangi núna eru tilfallandi og tilviljanakenndar en um leið og einhver vopnavæðir veikleikanna þá hætta hlutir að virka og allir finna fyrir því. Það getur haft alvarleg áhrif,“ bætir Theodór við. „Það er hægt að hakka þjónustuaðila í öllu sem þú notar og gögnin sem þar liggja. Það eru mögulega einhver tæki hjá einstaklingum sem eru veik, frá netbeini til snjalltækja sem nota þennan hugbúnað og þar gæti verið þessi veikleiki. Það er sáralítið sem venjulegt fólk getur gert, við erum ekki komin þangað,“ sagði Theodór að lokum.
Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira