Mercedes leggur fram kvartanir varðandi úrslitin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. desember 2021 19:00 Mercedes-liðið hefur lagt fram opinberar kvartanir varðandi framkvæmd lokakappaksturs tímabilsins í Formúlu 1. Lars Baron/Getty Images Mercedes liðið í Formúlu 1 hefur lagt fram tvær opinberar kvartanir varðandi lokakeppni Formúlu 1 sem fram fór í dag eftir að Max Verstappen tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil á kostnað Lewis Hamilton í hádramatískum kappakstri. Kvartanirnar tvær snúa að því að annars vegar fékk bara hluti af þeim bílum sem höfðu verið hringaðir að fara fram úr öryggisbílnum undir lok keppninnar, og hins vegar að Verstappen hafi tekið fram úr Hamilton á meðan öryggisbíllinn var enn í gildi. Forráðamenn liðanna tveggja, Mercedes og Red Bull, hafa fundað í tvígang með keppnishöldurum eftir kappaksturinn, en Mercedes hafa haft lögmann með sér á fundina. Þá hafa sögur einnig verið á kreiki um það að Mercedes hafi kært framkvæmdina til CAS (Court of Arbitration for Sport), Gerðardóms íþróttamála, en það þýðir að mögulega fæst ekki niðurstaða í málið fyrr en eftir einhverja mánuði. Confirmed: Mercedes have gone to the CAS. This is going down to the court of arbitration. The result will not be confirmed for months now.— Jordan 💯➕3️⃣ (@F1_Jordan) December 12, 2021 Þegar komið var að næst síðasta hring keppninnar voru fimm bílar sem höfðu verið hringaðir á milli Hamilton í fyrsta sætinu og Verstappen í öðru sætinu. Öryggisbíllinn var á brautinni, og þrátt fyrir að Verstappen væri kominn á ný dekk hafði Hamilton ekki áhyggjur þar sem að þessir fimm bílar gáfu honum nægan tíma til að klára áður en Verstappen myndi ná honum. Öllum að óvörum var ákveðið að leyfa þessum fimm bílum að fara fram úr öryggisbílnum áður en komið var að lokahringnum og því fékk Verstappen gullið tækifæri til að stela heimsmeistaratitlinum af Hamilton, sem og hann svo gerði. Aðrir fengu ekki að fara fram úr Athygli vakti að aðeins þessir fimm bílar hafi fengið að fara fram úr öryggisbílnum þar sem að aðrir þrír höfðu verið hringaðir, en þeir þrír fengu ekki leyfi til að skjótast fram fyrir röðina. Þarna vilja forsvarsmenn Mercedes meina að þetta hafi verið brot á grein 48.12 í reglubók FIA þar sem kemur fram að „þeir bílar sem hafa verið hringaðir af fremsta manni þurfa að fara fram úr öðrum bílum, og öryggisbílnum, áður en öryggisbíllinn fellur úr gildi.“ Þá vilja þeir einnig meina að Verstappen hafi brotið grein 48.8 þar sem kemur fram að ekki megi taka fram úr öðrum bílum, né öryggisbílnum, fyrr en hann hefur farið yfir endalínuna í fyrsta skipti eftir að öryggisbíllinn hefur snúið aftur á þjónustusvæðið. BREAKING: Mercedes have protested "against the classification established at the end of the Competition", relating to alleged breaches of Articles 48.8 and 48.12 of the FIA Sporting Regulations#AbuDhabiGP 🇦🇪 #F1 pic.twitter.com/bO6BLN8lv5— Formula 1 (@F1) December 12, 2021 Hafa ekki mætt í viðtöl Forsvarsmenn Mercedes hafa ekki mætt í eitt einasta viðtal eftir kappaksturinn og Hamilton var hvergi sjáanlegur þegar blaðamannafundurinn eftir kappaksturinn fór fram. Þegar Verstappen heyrði af kvörtunum Mercedes-manna, vildi hann þó ekki tjá sig of mikið um málið við viðstadda blaðamenn. „Ég hef ekki mikið að segja um þetta mál,“ sagði Hollendingurinn. „Ég held að þetta gefi ágætis myn af því hvernig tímabilið er búið að vera.“ Formúla Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Kvartanirnar tvær snúa að því að annars vegar fékk bara hluti af þeim bílum sem höfðu verið hringaðir að fara fram úr öryggisbílnum undir lok keppninnar, og hins vegar að Verstappen hafi tekið fram úr Hamilton á meðan öryggisbíllinn var enn í gildi. Forráðamenn liðanna tveggja, Mercedes og Red Bull, hafa fundað í tvígang með keppnishöldurum eftir kappaksturinn, en Mercedes hafa haft lögmann með sér á fundina. Þá hafa sögur einnig verið á kreiki um það að Mercedes hafi kært framkvæmdina til CAS (Court of Arbitration for Sport), Gerðardóms íþróttamála, en það þýðir að mögulega fæst ekki niðurstaða í málið fyrr en eftir einhverja mánuði. Confirmed: Mercedes have gone to the CAS. This is going down to the court of arbitration. The result will not be confirmed for months now.— Jordan 💯➕3️⃣ (@F1_Jordan) December 12, 2021 Þegar komið var að næst síðasta hring keppninnar voru fimm bílar sem höfðu verið hringaðir á milli Hamilton í fyrsta sætinu og Verstappen í öðru sætinu. Öryggisbíllinn var á brautinni, og þrátt fyrir að Verstappen væri kominn á ný dekk hafði Hamilton ekki áhyggjur þar sem að þessir fimm bílar gáfu honum nægan tíma til að klára áður en Verstappen myndi ná honum. Öllum að óvörum var ákveðið að leyfa þessum fimm bílum að fara fram úr öryggisbílnum áður en komið var að lokahringnum og því fékk Verstappen gullið tækifæri til að stela heimsmeistaratitlinum af Hamilton, sem og hann svo gerði. Aðrir fengu ekki að fara fram úr Athygli vakti að aðeins þessir fimm bílar hafi fengið að fara fram úr öryggisbílnum þar sem að aðrir þrír höfðu verið hringaðir, en þeir þrír fengu ekki leyfi til að skjótast fram fyrir röðina. Þarna vilja forsvarsmenn Mercedes meina að þetta hafi verið brot á grein 48.12 í reglubók FIA þar sem kemur fram að „þeir bílar sem hafa verið hringaðir af fremsta manni þurfa að fara fram úr öðrum bílum, og öryggisbílnum, áður en öryggisbíllinn fellur úr gildi.“ Þá vilja þeir einnig meina að Verstappen hafi brotið grein 48.8 þar sem kemur fram að ekki megi taka fram úr öðrum bílum, né öryggisbílnum, fyrr en hann hefur farið yfir endalínuna í fyrsta skipti eftir að öryggisbíllinn hefur snúið aftur á þjónustusvæðið. BREAKING: Mercedes have protested "against the classification established at the end of the Competition", relating to alleged breaches of Articles 48.8 and 48.12 of the FIA Sporting Regulations#AbuDhabiGP 🇦🇪 #F1 pic.twitter.com/bO6BLN8lv5— Formula 1 (@F1) December 12, 2021 Hafa ekki mætt í viðtöl Forsvarsmenn Mercedes hafa ekki mætt í eitt einasta viðtal eftir kappaksturinn og Hamilton var hvergi sjáanlegur þegar blaðamannafundurinn eftir kappaksturinn fór fram. Þegar Verstappen heyrði af kvörtunum Mercedes-manna, vildi hann þó ekki tjá sig of mikið um málið við viðstadda blaðamenn. „Ég hef ekki mikið að segja um þetta mál,“ sagði Hollendingurinn. „Ég held að þetta gefi ágætis myn af því hvernig tímabilið er búið að vera.“
Formúla Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira