Hneykslaður á hlutverki sonar síns: „Enn einn þjálfarinn sem hefur ekki hundsvit á fótbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2021 08:30 Dagur Dan Þórhallsson lék með Fylki í sumar. Þórhallur pabbi hans gerði garðinn frægan í Árbænum en varð síðar leikmaður og fyrirliði Hauka. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrrverandi leikmaður Fylkis, gefur lítið fyrir hæfileika þjálfara liðsins í sumar. Þá segir hann þjálfara U21-landsliðsins ekki hafa hundsvit á fótbolta. Þórhallur lét gamminn geysa þegar hann ræddi við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun, þegar talið barst að syni hans, Degi Dan Þórhallssyni. Dagur, sem er 21 árs, gekk í raðir Breiðabliks eftir síðustu leiktíð og þótti spila vel í 5-1 sigri liðsins á Víkingi í úrslitaleik Bose-bikarsins á dögunum. Hann lék 20 leiki með Fylki í Pepsi Max-deildinni í sumar en liðið endaði neðst í deildinni og féll. „Nú er ég farinn að þekkja son minn“ Þórhallur kennir þjálfurunum Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni um að Dagur hafi ekki náð sér betur á strik í sumar. Hann hefur mun meiri trú á Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, sem Þórhallur segir að hafi hringt í sig á miðju sumri til að ræða um Dag. „Í allt sumar sagði ég við þig að hann væri enginn vængmaður og þeir [þjálfarar Fylkis] spila honum út á væng í allt sumar. Svo kemur maður sem veit eitthvað um fótbolta, stillir honum upp á miðjunni og nú er ég farinn að þekkja son minn,“ er haft eftir Þórhalli úr þættinum í grein á Fótbolta.net. „Þó að hann sé sonur minn þá hefur hann tvisvar sinnum farið út á reynslu og í bæði skiptin verið keyptur sem miðjumaður. Ég reyndi eins og ég gat að segja þeim að hann væri ekki kantmaður,“ sagði Þórhallur. Segir félög tengd U21-þjálfurunum hafa reynt að fá Dag Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðsins, og þáverandi aðstoðarþjálfari hans Hermann Hreiðarsson, fá sömuleiðis falleinkunn hjá Þórhalli. „Svo í aðraganda að U21 leiknum gegn Portúgal [í október] er hann [Dagur] tekinn inn í hópinn og er síðan settur inn. Þeir setja hann í vængbakvörð. Ég ætla segja þetta hreint út, enn einn þjálfarinn sem hefur ekki hundsvit á fótbolta, ekki neitt. Það er svo fyndið af því að lið beggja þjálfaranna voru að reyna fá hann í sín félög. Í næsta verkefni er hann svo ekki í hóp,“ sagði Þórhallur og gaf þannig í skyn að Leiknir, sem Davíð Snorri lék með og þjálfaði, og ÍBV, sem Hermann þjálfar nú, hefðu reynt að fá Dag til sín. „Skrifa það algjörlega á þjálfarateymið“ Þórhallur, sem á meðal annars að baki 159 leiki í efstu deild og tvo A-landsleiki, vill meina að nú sé sonur sinn kominn á réttan stað, hjá silfurliði Breiðabliks: „Ég er ekki blindur á son minn vegna þess að í leikjum með Fylki í sumar var hann langt frá því að spila á getu. Langt frá því. Ég skrifa það algjörlega á þjálfarateymið og hvar þeir settu hann. Svo horfi ég á hann núna, horfði á þessa þrjá leiki í Bose-bikarnum. Það þarf að hrósa Óskari líka fyrir þessa spilamennsku. Það er eitthvað annað gaman að horfa á þetta Blikalið. Það má ekki gleyma því að í leiknum gegn Víkingi vantaði Viktor Karl, Jason Daða og Árna Vill. Óskar Hrafn… Mér finnst ótrúlega gaman að sjá hvað hann heldur sig við sína hugmyndafræði. Það vantaði fullt af leikmönnum en þeir voru samt frábærir. Hann er búinn að spotta leikmenn ótrúlega snemma,“ sagði Þórhallur. Pepsi Max-deild karla Fylkir Breiðablik Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti Fleiri fréttir Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
Þórhallur lét gamminn geysa þegar hann ræddi við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun, þegar talið barst að syni hans, Degi Dan Þórhallssyni. Dagur, sem er 21 árs, gekk í raðir Breiðabliks eftir síðustu leiktíð og þótti spila vel í 5-1 sigri liðsins á Víkingi í úrslitaleik Bose-bikarsins á dögunum. Hann lék 20 leiki með Fylki í Pepsi Max-deildinni í sumar en liðið endaði neðst í deildinni og féll. „Nú er ég farinn að þekkja son minn“ Þórhallur kennir þjálfurunum Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni um að Dagur hafi ekki náð sér betur á strik í sumar. Hann hefur mun meiri trú á Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, sem Þórhallur segir að hafi hringt í sig á miðju sumri til að ræða um Dag. „Í allt sumar sagði ég við þig að hann væri enginn vængmaður og þeir [þjálfarar Fylkis] spila honum út á væng í allt sumar. Svo kemur maður sem veit eitthvað um fótbolta, stillir honum upp á miðjunni og nú er ég farinn að þekkja son minn,“ er haft eftir Þórhalli úr þættinum í grein á Fótbolta.net. „Þó að hann sé sonur minn þá hefur hann tvisvar sinnum farið út á reynslu og í bæði skiptin verið keyptur sem miðjumaður. Ég reyndi eins og ég gat að segja þeim að hann væri ekki kantmaður,“ sagði Þórhallur. Segir félög tengd U21-þjálfurunum hafa reynt að fá Dag Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðsins, og þáverandi aðstoðarþjálfari hans Hermann Hreiðarsson, fá sömuleiðis falleinkunn hjá Þórhalli. „Svo í aðraganda að U21 leiknum gegn Portúgal [í október] er hann [Dagur] tekinn inn í hópinn og er síðan settur inn. Þeir setja hann í vængbakvörð. Ég ætla segja þetta hreint út, enn einn þjálfarinn sem hefur ekki hundsvit á fótbolta, ekki neitt. Það er svo fyndið af því að lið beggja þjálfaranna voru að reyna fá hann í sín félög. Í næsta verkefni er hann svo ekki í hóp,“ sagði Þórhallur og gaf þannig í skyn að Leiknir, sem Davíð Snorri lék með og þjálfaði, og ÍBV, sem Hermann þjálfar nú, hefðu reynt að fá Dag til sín. „Skrifa það algjörlega á þjálfarateymið“ Þórhallur, sem á meðal annars að baki 159 leiki í efstu deild og tvo A-landsleiki, vill meina að nú sé sonur sinn kominn á réttan stað, hjá silfurliði Breiðabliks: „Ég er ekki blindur á son minn vegna þess að í leikjum með Fylki í sumar var hann langt frá því að spila á getu. Langt frá því. Ég skrifa það algjörlega á þjálfarateymið og hvar þeir settu hann. Svo horfi ég á hann núna, horfði á þessa þrjá leiki í Bose-bikarnum. Það þarf að hrósa Óskari líka fyrir þessa spilamennsku. Það er eitthvað annað gaman að horfa á þetta Blikalið. Það má ekki gleyma því að í leiknum gegn Víkingi vantaði Viktor Karl, Jason Daða og Árna Vill. Óskar Hrafn… Mér finnst ótrúlega gaman að sjá hvað hann heldur sig við sína hugmyndafræði. Það vantaði fullt af leikmönnum en þeir voru samt frábærir. Hann er búinn að spotta leikmenn ótrúlega snemma,“ sagði Þórhallur.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Breiðablik Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti Fleiri fréttir Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn