Grindr fær risasekt í Noregi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2021 15:33 Grindr er vinsælt stefnumótaforrit. Avishek Das/SOPA Images/LightRocket via Getty Images) Norska persónuverndarstofnunin Datatilsynet hefur sektað eigendur stefnumótusmáforritsins Grindr um 65 milljónir norskra króna, tæplega milljarð íslenskra króna Um er að ræða hæstu sekt sem stofnunin hefur beitt til þessa. Vakin er athygli á niðurstöðu Datatilsynet á vef Persónuverndar, systurstofnun norsku stofnunarinnar hér á landi. Þar segir að sektin sé til komin vegna þess að Grindr hafi veitt þriðja aðila aðgang að gögnum notenda forritsins í markaðssetningarskyni, án samþykkis þeirra. Meðal þeirra upplýsinga sem Grindr miðlaði voru GPS staðsetning, IP-tala, auglýsingaauðkenni, aldur, kyn og sú staðreynd að viðkomandi væri notandi að Grindr. Hægt var að bera kennsl á notendur og viðtakendur gátu deilt gögnunum frekar. Um viðkvæmar persónuupplýsingar er að ræða þar sem upplýsingarnar vörðuðu meðal annars kynhegðun notenda, segir á vef Persónuverndar. Grindr er máforrit sem ætlað er fyrir samkynhneigða svo þeir geti kynnst öðrum samkynhneigðum. Rannsókn Datatilsynet beindist að tæplega tveggja ára tímabili frá júlí 2018 til apríl 2020 en þá breytti Grindr því hvernig staðið væri að því að biðja um samþykki fyrir deilingu upplýsinga í forritinu. Alls nemur sektin um einum milljarði íslenskra króna, en hún var lækkuð úr 100 milljónum norskum krónum, tæplega einum og hálfum milljarði íslenskra króna, með vísan í fjárhagsstöðu félagsins og þess að Grindr hafi bætt úr fyrrgreindum annmörkum á hugbúnaðinum. Noregur Tækni Samfélagsmiðlar Neytendur Persónuvernd Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Vakin er athygli á niðurstöðu Datatilsynet á vef Persónuverndar, systurstofnun norsku stofnunarinnar hér á landi. Þar segir að sektin sé til komin vegna þess að Grindr hafi veitt þriðja aðila aðgang að gögnum notenda forritsins í markaðssetningarskyni, án samþykkis þeirra. Meðal þeirra upplýsinga sem Grindr miðlaði voru GPS staðsetning, IP-tala, auglýsingaauðkenni, aldur, kyn og sú staðreynd að viðkomandi væri notandi að Grindr. Hægt var að bera kennsl á notendur og viðtakendur gátu deilt gögnunum frekar. Um viðkvæmar persónuupplýsingar er að ræða þar sem upplýsingarnar vörðuðu meðal annars kynhegðun notenda, segir á vef Persónuverndar. Grindr er máforrit sem ætlað er fyrir samkynhneigða svo þeir geti kynnst öðrum samkynhneigðum. Rannsókn Datatilsynet beindist að tæplega tveggja ára tímabili frá júlí 2018 til apríl 2020 en þá breytti Grindr því hvernig staðið væri að því að biðja um samþykki fyrir deilingu upplýsinga í forritinu. Alls nemur sektin um einum milljarði íslenskra króna, en hún var lækkuð úr 100 milljónum norskum krónum, tæplega einum og hálfum milljarði íslenskra króna, með vísan í fjárhagsstöðu félagsins og þess að Grindr hafi bætt úr fyrrgreindum annmörkum á hugbúnaðinum.
Noregur Tækni Samfélagsmiðlar Neytendur Persónuvernd Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira