Enn að jafna sig af Covid en skoraði tvö Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2021 13:30 Kevin De Bruyne virðist nálgast sitt besta form en kveðst enn finna fyrir afleiðingum þess að smitast af Covid-19. EPA-EFE/Peter Powell Kevin De Bruyne segist enn finna fyrir afleiðingum þess að hafa smitast af kórónuveirunni, þrátt fyrir að hann hafi átt stórleik í 7-0 sigri Manchester City gegn Leeds á þriðjudaginn. De Bruyne skoraði tvö mörk í leiknum og átti ríkan þátt í að styrkja stöðu City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þessi þrítugi Belgi virðist nálgast sitt besta form en meiðsli gerðu honum erfitt fyrir á undirbúningstímabilinu í sumar og hann smitaðist svo af Covid í nóvember. „Takturinn er að verða betri hjá mér. Þetta tímabil er bara eins og það er. Maður getur ekkert gert í því. Ég hef fengið spark í andlitið, spark í ökklann og svo Covid í kjölfarið. Svona er bara fótboltinn,“ sagði De Bruyne við The Guardian. Kevin De Bruyne admits his body is still recovering from Covid-19 and injuries https://t.co/OMfoQ37H1G— jamie jackson (@JamieJackson___) December 16, 2021 Andlitssparkið sem hann vísaði í var frá Antonio Rüdiger í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í lok maí, og liðbönd í ökkla sködduðust á Evrópumótinu í sumar. Finnur mun eftir tvo til þrjá spretti De Bruyne greindist svo með veiruna í landsliðsverkefni í síðasta mánuði. „Eftir Covid-smitið sneri ég aftur og æfði eins stíft og ég gat. Út af þéttri leikjadagskrá þá er það ekki auðvelt en mér gengur ágætlega. Ég spilaði tvo leiki og kom inn á í tveimur leikjum svo ég er að gera það sem ég þarf að gera,“ sagði De Bruyne sem var bólusettur þegar hann smitaðist en veiktist þó nokkuð: „Ég finn stundum að líkaminn er enn að jafna sig því eftir tvo eða þrjá spretti þá finn ég það, að ég var með Covid. Ég var ansi veikur í fjóra daga. Ég held að þetta hafi verið eins og inflúensa en ég hef aldrei fengið hana svo ég er ekki viss. En ég var með hita, sérstaklega á kvöldin, og missti bragð- og lyktarskyn. Eftir fimm daga leið mér betur en það tók lengri tíma að fá aftur bragð- og lyktarskyn en ég er góður núna,“ sagði De Bruyne sem reyndi að halda sér við í einangruninni. Slappaði af með krökkunum með glerhurð á milli „Ég hélt mig í burtu frá fjölskyldunni því ég taldi að hún hefði ekki smitast og vildi ekki smita eiginkonu mína og börn. Það var ansi erfitt að horfa á þau í gegnum glerhurð. Ég horfði á Netflix, lék mér í tölvuleikjum og stundum slakaði ég á með krökkunum, með dyrnar á milli okkar. Ég var búinn að horfa á Squid Game svo ég horfði á fullt af einhverju rusli,“ sagði Belginn. Enski boltinn Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
De Bruyne skoraði tvö mörk í leiknum og átti ríkan þátt í að styrkja stöðu City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þessi þrítugi Belgi virðist nálgast sitt besta form en meiðsli gerðu honum erfitt fyrir á undirbúningstímabilinu í sumar og hann smitaðist svo af Covid í nóvember. „Takturinn er að verða betri hjá mér. Þetta tímabil er bara eins og það er. Maður getur ekkert gert í því. Ég hef fengið spark í andlitið, spark í ökklann og svo Covid í kjölfarið. Svona er bara fótboltinn,“ sagði De Bruyne við The Guardian. Kevin De Bruyne admits his body is still recovering from Covid-19 and injuries https://t.co/OMfoQ37H1G— jamie jackson (@JamieJackson___) December 16, 2021 Andlitssparkið sem hann vísaði í var frá Antonio Rüdiger í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í lok maí, og liðbönd í ökkla sködduðust á Evrópumótinu í sumar. Finnur mun eftir tvo til þrjá spretti De Bruyne greindist svo með veiruna í landsliðsverkefni í síðasta mánuði. „Eftir Covid-smitið sneri ég aftur og æfði eins stíft og ég gat. Út af þéttri leikjadagskrá þá er það ekki auðvelt en mér gengur ágætlega. Ég spilaði tvo leiki og kom inn á í tveimur leikjum svo ég er að gera það sem ég þarf að gera,“ sagði De Bruyne sem var bólusettur þegar hann smitaðist en veiktist þó nokkuð: „Ég finn stundum að líkaminn er enn að jafna sig því eftir tvo eða þrjá spretti þá finn ég það, að ég var með Covid. Ég var ansi veikur í fjóra daga. Ég held að þetta hafi verið eins og inflúensa en ég hef aldrei fengið hana svo ég er ekki viss. En ég var með hita, sérstaklega á kvöldin, og missti bragð- og lyktarskyn. Eftir fimm daga leið mér betur en það tók lengri tíma að fá aftur bragð- og lyktarskyn en ég er góður núna,“ sagði De Bruyne sem reyndi að halda sér við í einangruninni. Slappaði af með krökkunum með glerhurð á milli „Ég hélt mig í burtu frá fjölskyldunni því ég taldi að hún hefði ekki smitast og vildi ekki smita eiginkonu mína og börn. Það var ansi erfitt að horfa á þau í gegnum glerhurð. Ég horfði á Netflix, lék mér í tölvuleikjum og stundum slakaði ég á með krökkunum, með dyrnar á milli okkar. Ég var búinn að horfa á Squid Game svo ég horfði á fullt af einhverju rusli,“ sagði Belginn.
Enski boltinn Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira