Rangnick lítt hrifinn af eftirlátssemi Solskjærs og breytir reglu Sindri Sverrisson skrifar 17. desember 2021 12:31 Ralf Rangnick tekur í spaðann á Cristiano Ronaldo eftir fyrsta leik sinn í starfi, í 1-0 sigrinum gegn Crystal Palace. AP/Jon Super Nýr knattspyrnustjóri Manchester United, Þjóðverjinn Ralf Rangnick, er ekki hrifinn af því að leikmenn fái að fara til annarra landa þegar þeir meiðast, líkt og Ole Gunnar Solskjær forveri hans leyfði. Solskjær gaf oft leyfi fyrir því þegar leikmenn meiddust meira en lítillega, að þeir sinntu endurhæfingu sinni annars staðar en í Manchester. Nýjasta dæmið er Frakkinn Paul Pogba sem Solskjær leyfði að fara til Dúbaí í endurhæfingu vegna sinna meiðsla. View this post on Instagram A post shared by Paul Labile Pogba (@paulpogba) „Hjá þeim félögum sem ég hef starfað fyrir var þess alltaf freistað að endurhæfingin færi fram innan veggja félagsins. Eftir því sem ég fæ best séð þá er sjúkradeildin hér mjög, mjög góð með margar ólíkar aðferðir til endurhæfingar. Ég vil ekki að leikmenn sinni endurhæfingu í útlöndum eða annars staðar,“ hefur Daily Mirror eftir Rangnick. Ákvörðuninni um Pogba ekki breytt Pogba var þó ekki kallaður heim til Manchester en er væntanlegur þangað og mun hitta Rangnick á sunnudaginn. Hann hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var rekinn af velli í 5-0 tapinu gegn Liverpool, eftir að hafa svo meiðst í læri í landsliðsverkefni. „Ákvörðunin um Paul var tekin áður en ég kom,“ sagði Rangnick, greinilega ekki sammála ákvörðun Solskjærs um að leyfa Frakkanum að fara til Dúbaí. Ekki er reiknað með því að Pogba spili leik fyrr en á nýju ári. „Í framtíðinni, og ég hef þegar rætt um það við sjúkrateymið, vil ég að meiddir leikmenn – og vonandi þurfum við ekki að glíma við mörg langtímameiðsli – séu hér,“ sagði Rangnick. Tveimur síðustu leikjum United hefur verið frestað vegna hópsmits í leikmannahópi félagsins. Áætlað er að næsti leikur liðsins fari fram 27. desember þegar liðið sækir Newcastle heim. Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Solskjær gaf oft leyfi fyrir því þegar leikmenn meiddust meira en lítillega, að þeir sinntu endurhæfingu sinni annars staðar en í Manchester. Nýjasta dæmið er Frakkinn Paul Pogba sem Solskjær leyfði að fara til Dúbaí í endurhæfingu vegna sinna meiðsla. View this post on Instagram A post shared by Paul Labile Pogba (@paulpogba) „Hjá þeim félögum sem ég hef starfað fyrir var þess alltaf freistað að endurhæfingin færi fram innan veggja félagsins. Eftir því sem ég fæ best séð þá er sjúkradeildin hér mjög, mjög góð með margar ólíkar aðferðir til endurhæfingar. Ég vil ekki að leikmenn sinni endurhæfingu í útlöndum eða annars staðar,“ hefur Daily Mirror eftir Rangnick. Ákvörðuninni um Pogba ekki breytt Pogba var þó ekki kallaður heim til Manchester en er væntanlegur þangað og mun hitta Rangnick á sunnudaginn. Hann hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var rekinn af velli í 5-0 tapinu gegn Liverpool, eftir að hafa svo meiðst í læri í landsliðsverkefni. „Ákvörðunin um Paul var tekin áður en ég kom,“ sagði Rangnick, greinilega ekki sammála ákvörðun Solskjærs um að leyfa Frakkanum að fara til Dúbaí. Ekki er reiknað með því að Pogba spili leik fyrr en á nýju ári. „Í framtíðinni, og ég hef þegar rætt um það við sjúkrateymið, vil ég að meiddir leikmenn – og vonandi þurfum við ekki að glíma við mörg langtímameiðsli – séu hér,“ sagði Rangnick. Tveimur síðustu leikjum United hefur verið frestað vegna hópsmits í leikmannahópi félagsins. Áætlað er að næsti leikur liðsins fari fram 27. desember þegar liðið sækir Newcastle heim.
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira