Arnari varð ekki að ósk sinni: Ferðast 17.000 kílómetra á tveimur vikum Sindri Sverrisson skrifar 17. desember 2021 11:31 Arnar Þór Viðarsson verður á faraldsfæti í júní þegar keppni í Þjóðadeildinni hefst með fjórum leikjum á tveimur vikum. EPA-EFE/Friedemann Vogel Ef horft er til ferðakostnaðar og koltvísýringslosunar þá hefði niðurstaðan varðandi íslenska landsliðið vart getað orðið verri þegar dregið var í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í fótbolta í gær. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hjálpar svo ekki til með leikjaniðurröðun sinni. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta dróst í riðil með Ísrael, Rússlandi og Albaníu, í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fjórir fyrstu leikirnir verða á tveimur vikum í júní, til skiptis heima og að heiman. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sat fyrir svörum á blaðamannafundi strax eftir dráttinn og kvaðst þá vonast til þess að Ísland fengi að spila tvo heimaleiki eða tvo útileiki í röð, til að draga aðeins úr ferðalögunum sem keppninni fylgja. Honum varð ekki að ósk sinni. UEFA hefur nú raðað niður leikjunum og svona er leikjadagskrá Íslands: Leikir Íslands í Þjóðadeildinni 2022: Fimmtudagurinn 2. júní Ísrael - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 6. júní Ísland - Albanía kl. 18:45 Föstudagurinn 10. júní Rússland - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 13. júní Ísland - Ísrael kl. 18:45 Laugardagurinn 24. september Ísland - Rússland kl. 13:00 Þriðjudagurinn 27. september Albanía - Ísland kl. 18:45 Þetta þýðir að á fyrstu tveimur vikum júnímánaðar munu Arnar og hans nýi aðstoðarþjálfari, sem vonir standa til að verði ráðinn fyrir árslok, vera á miklu flakki ásamt leikmönnum íslenska landsliðsins til að spila fjóra leiki. Mikið ferðalag Miðað við ferðalag frá Íslandi til Ísraels í fyrsta leik, heim aftur fyrir leik tvö, ferð til Moskvu í þriðja leik og heim aftur fyrir heimaleikinn við Ísrael 13. júní, ferðast íslenski hópurinn um það bil 17.000 kílómetra, miðað við beint flug. Áður en leikjadagskráin lá fyrir sagði Arnar í gær: „Mín reynsla frá árinu 2021 segir mér það bara að þetta var rosalega erfitt þegar við vorum í þessum þriggja leikja gluggum, og fjórir leikir verða bara ennþá meira krefjandi. Ég vona auðvitað að við fáum tvo heimaleiki eða tvo útileiki til að byrja með þannig að ferðalögin verði sem minnst. Við erum bara þannig samband að okkar batterí í kringum liðið er alltaf minna en hjá andstæðingunum.“ Efsta lið riðilsins í lok riðlakeppninnar í september vinnur sér sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar en neðsta liðið fellur í C-deild. UEFA hefur ekki gefið út hvaða áhrif Þjóðadeildin mun hafa á undankeppni EM 2024 en það á að vera orðið ljóst áður en keppni í Þjóðadeildinni hefst í júní. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta dróst í riðil með Ísrael, Rússlandi og Albaníu, í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fjórir fyrstu leikirnir verða á tveimur vikum í júní, til skiptis heima og að heiman. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sat fyrir svörum á blaðamannafundi strax eftir dráttinn og kvaðst þá vonast til þess að Ísland fengi að spila tvo heimaleiki eða tvo útileiki í röð, til að draga aðeins úr ferðalögunum sem keppninni fylgja. Honum varð ekki að ósk sinni. UEFA hefur nú raðað niður leikjunum og svona er leikjadagskrá Íslands: Leikir Íslands í Þjóðadeildinni 2022: Fimmtudagurinn 2. júní Ísrael - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 6. júní Ísland - Albanía kl. 18:45 Föstudagurinn 10. júní Rússland - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 13. júní Ísland - Ísrael kl. 18:45 Laugardagurinn 24. september Ísland - Rússland kl. 13:00 Þriðjudagurinn 27. september Albanía - Ísland kl. 18:45 Þetta þýðir að á fyrstu tveimur vikum júnímánaðar munu Arnar og hans nýi aðstoðarþjálfari, sem vonir standa til að verði ráðinn fyrir árslok, vera á miklu flakki ásamt leikmönnum íslenska landsliðsins til að spila fjóra leiki. Mikið ferðalag Miðað við ferðalag frá Íslandi til Ísraels í fyrsta leik, heim aftur fyrir leik tvö, ferð til Moskvu í þriðja leik og heim aftur fyrir heimaleikinn við Ísrael 13. júní, ferðast íslenski hópurinn um það bil 17.000 kílómetra, miðað við beint flug. Áður en leikjadagskráin lá fyrir sagði Arnar í gær: „Mín reynsla frá árinu 2021 segir mér það bara að þetta var rosalega erfitt þegar við vorum í þessum þriggja leikja gluggum, og fjórir leikir verða bara ennþá meira krefjandi. Ég vona auðvitað að við fáum tvo heimaleiki eða tvo útileiki til að byrja með þannig að ferðalögin verði sem minnst. Við erum bara þannig samband að okkar batterí í kringum liðið er alltaf minna en hjá andstæðingunum.“ Efsta lið riðilsins í lok riðlakeppninnar í september vinnur sér sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar en neðsta liðið fellur í C-deild. UEFA hefur ekki gefið út hvaða áhrif Þjóðadeildin mun hafa á undankeppni EM 2024 en það á að vera orðið ljóst áður en keppni í Þjóðadeildinni hefst í júní.
Leikir Íslands í Þjóðadeildinni 2022: Fimmtudagurinn 2. júní Ísrael - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 6. júní Ísland - Albanía kl. 18:45 Föstudagurinn 10. júní Rússland - Ísland kl. 18:45 Mánudagurinn 13. júní Ísland - Ísrael kl. 18:45 Laugardagurinn 24. september Ísland - Rússland kl. 13:00 Þriðjudagurinn 27. september Albanía - Ísland kl. 18:45
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira