Lagið var frumflutt á Bylgjunni í dag og er að vekja mikla lukku á samfélagsmiðlum útvarpsstöðvarinnar. Textann syngja saman þau Heimir, Gulli, Lilja Katrín, Vala Eiríks og Þráinn.
„Titillinn var ákveðinn fyrirfram og ég skrifaði textann út frá honum. Ég vona að allir fari vel varðir og kátir inn í hátíðirnar, þó við séum orðin leið á ástandinu,“ segir Vala í samtali við Lífið.
Vala segir að Þráinn hafi gleymt tökunum og bókað sig óvart í verkefni á sama tíma, eða svo reyndi hann allavega að halda fram. Hann kom þó inn í lokin og söng lokalínuna fagmannlega.