Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2021 07:59 Maðurinn hafnaði utan vegar í Hvalfjarðarsveit í september 2019 og mældist með 2,69 ‰ í blóðsýni. Myndin er alls ótengd málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára og tveggja mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur þegar hann hafði auk þess verið sviptur ökuréttindum. Landsréttur dæmdi í málinu í gær og þyngdi dóm héraðsdóms talsvert. Maðurinn var sakfelldur fyrir brotið í Héraðsdómi Vesturlands í nóvember í fyrra en ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Samkvæmt dómi héraðsdóms braut maðurinn umferðarlög með því að hafa í september 2019 ekið sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa áfengis. Maðurinn mældist með 2,69 ‰ í blóði. Maðurinn hafnaði utan vegar við Lyngholt í Hvalfjarðarsveit áður en lögregla náði honum. Hálfu ári síðar, í maí 2020 stöðvaði lögregla manninn á Snæfellsvegi, og mældist hann þá með 1,82 ‰ í blóði. Maðurinn var þá sömuleiðis ekki með ökuréttindi. Maðurinn játaði brotin fyrir dómi og á hann að baki nokkuð samfelldan sakaferil sem nær aftur til ársins 2006. Hann hefur á bakinu þrettán dóma fyrir ýmis brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlögum. Þá hefur maðurinn verið margítrekað verið fundinn sekur um ölvunarakstur og akstur sviptur ökurétti. Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í héraði og var sviptur ökurétti ævilangt. Þá var honum gert að greiða tæpar 115 þúsund krónur í sakarkostnað. Landsréttur þyngdi fangelsisdóminn um ellefu mánuði. Dómsmál Umferðaröryggi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Maðurinn var sakfelldur fyrir brotið í Héraðsdómi Vesturlands í nóvember í fyrra en ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Samkvæmt dómi héraðsdóms braut maðurinn umferðarlög með því að hafa í september 2019 ekið sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa áfengis. Maðurinn mældist með 2,69 ‰ í blóði. Maðurinn hafnaði utan vegar við Lyngholt í Hvalfjarðarsveit áður en lögregla náði honum. Hálfu ári síðar, í maí 2020 stöðvaði lögregla manninn á Snæfellsvegi, og mældist hann þá með 1,82 ‰ í blóði. Maðurinn var þá sömuleiðis ekki með ökuréttindi. Maðurinn játaði brotin fyrir dómi og á hann að baki nokkuð samfelldan sakaferil sem nær aftur til ársins 2006. Hann hefur á bakinu þrettán dóma fyrir ýmis brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlögum. Þá hefur maðurinn verið margítrekað verið fundinn sekur um ölvunarakstur og akstur sviptur ökurétti. Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í héraði og var sviptur ökurétti ævilangt. Þá var honum gert að greiða tæpar 115 þúsund krónur í sakarkostnað. Landsréttur þyngdi fangelsisdóminn um ellefu mánuði.
Dómsmál Umferðaröryggi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira