Eins og fjallið væri að öskra á þau Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2021 23:01 Feðginin Urður Arna Ómarsdóttir og Ómar Bogason. Framhús er fremra húsið á myndinni. Aftara húsið er Múli, sem einnig fvarð fyrir skriðunni. Urður Arna Ómarsdóttir Feðgin á Seyðisfirði segjast ólýsanlega þakklát fyrir að geta haldið jól í heimabænum ári eftir að gríðarstór aurskriða fór yfir hluta hans. Ekki sé þó búið að tryggja öryggi bæjarbúa, sem margir pakki enn ofan í töskur þegar byrjar að rigna. Það var um klukkan þrjú síðdegis þann 18. desember í fyrra sem skriðan féll. Hún ruddist niður hlíðina og hrifsaði með sér atvinnuhúsnæði og íbúðarhús, þar á meðal Framhús við Hafnargötu. Þar bjuggu systurdætur Ómars Bogasonar, sem blessunarlega voru ekki heima þegar skriðan féll - en það vissi hann ekki þegar hann stóð og horfði bjargarlaus á húsið fara undir skriðuna. „Félagi minn sem er við hliðina á mér, ég ranka við mér þegar hann öskrar: Hún er að koma á okkur! Þá fyrst átta ég mig á því að hún er að koma svo hratt niður á Framhús og ég horfði á verkstæðið þar flettast upp eins og eldspýtustokk,“ segir Ómar. Hamfarir sem þessar hafa sett mark sitt á fjölskylduna en Erla Jóhannsdóttir móðir Ómars missti móður sína og tvær systur í snjóflóði í Goðdal 1948. Dásamlegt að geta haldið jólin heima Ómar og Urður Arna Ómarsdóttir, dóttir hans, lýsa gríðarlegum hávaða sem fylgdi skriðunni. „Það var eins og fjallið væri að öskra á mann, eins og í einhverri bíómynd. Það var eins og það væri eitthvað skrímsli uppi í fjallinu,“ segir Urður. Þau eru sammála um að hamfarirnar hafi verið reiðarslag fyrir samfélagið í bænum og langan tíma taki að vinna úr því - og þeirri vinnu ljúki ef til vill aldrei. En gleði og þakklæti sé þeim efst í huga nú. „En þetta er svo dásamlegt eftir ár að geta öll verið saman, haldið jólin okkar hérna, séð jólaljósin í öllum húsum. Í fyrra leið okkur svo illa.“ Þá er Ómar þeirrar skoðunar að mögulega ætti að færa hluta byggðarinnar í ljósi hamfaranna. „Það er bara það sem þarf að gera, við verðum að tryggja öryggi því það er enn þá þannig að fólk er óöruggt þegar rignir,“ segir Ómar. „Fólk er bara með tilbúnar töskur,“ bætir Urður við. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Það var um klukkan þrjú síðdegis þann 18. desember í fyrra sem skriðan féll. Hún ruddist niður hlíðina og hrifsaði með sér atvinnuhúsnæði og íbúðarhús, þar á meðal Framhús við Hafnargötu. Þar bjuggu systurdætur Ómars Bogasonar, sem blessunarlega voru ekki heima þegar skriðan féll - en það vissi hann ekki þegar hann stóð og horfði bjargarlaus á húsið fara undir skriðuna. „Félagi minn sem er við hliðina á mér, ég ranka við mér þegar hann öskrar: Hún er að koma á okkur! Þá fyrst átta ég mig á því að hún er að koma svo hratt niður á Framhús og ég horfði á verkstæðið þar flettast upp eins og eldspýtustokk,“ segir Ómar. Hamfarir sem þessar hafa sett mark sitt á fjölskylduna en Erla Jóhannsdóttir móðir Ómars missti móður sína og tvær systur í snjóflóði í Goðdal 1948. Dásamlegt að geta haldið jólin heima Ómar og Urður Arna Ómarsdóttir, dóttir hans, lýsa gríðarlegum hávaða sem fylgdi skriðunni. „Það var eins og fjallið væri að öskra á mann, eins og í einhverri bíómynd. Það var eins og það væri eitthvað skrímsli uppi í fjallinu,“ segir Urður. Þau eru sammála um að hamfarirnar hafi verið reiðarslag fyrir samfélagið í bænum og langan tíma taki að vinna úr því - og þeirri vinnu ljúki ef til vill aldrei. En gleði og þakklæti sé þeim efst í huga nú. „En þetta er svo dásamlegt eftir ár að geta öll verið saman, haldið jólin okkar hérna, séð jólaljósin í öllum húsum. Í fyrra leið okkur svo illa.“ Þá er Ómar þeirrar skoðunar að mögulega ætti að færa hluta byggðarinnar í ljósi hamfaranna. „Það er bara það sem þarf að gera, við verðum að tryggja öryggi því það er enn þá þannig að fólk er óöruggt þegar rignir,“ segir Ómar. „Fólk er bara með tilbúnar töskur,“ bætir Urður við.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira