Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. desember 2021 20:21 Sigurður Ingi segir tíðindin frá Vogum mikil vonbrigði. vísir/vilhelm Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. Sveitarfélagið Vogar samþykkti í síðustu viku tillögu að nýju aðalskipulagi þar sem útilokað er að hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu. Vogar vilja jarðstreng og finnst of mikil sjónmengun skapast af loftlínunni sem Landsnet vill. Hin sveitarfélögin sem koma að málinu þegar veitt leyfi fyrir loftlínu. „Það eru náttúrulega mjög mikil vonbrigði þetta útspil, einfaldlega vegna þess að það er mjög brýnt að koma þessari framkvæmd í gang,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Raforkuóöryggi á Suðurnesjunum standi til dæmis í vegi fyrir uppbyggingu á svæðinu. Landsnet segist ekki hafa nein tól í höndunum til að bregðast við. Viltu að stjórnvöld fari bráðlega að grípa í taumana svo það verði hreinlega hægt að hefja þessa framkvæmd? „Við erum engir sérstakir talsmenn þess að stjórnvöld grípi inn í en ég held að allir hugsandi menn þurfi að horfa á það að þarna er eitthvað ferli sem er ekki sjálfgefið að fái niðurstöðu. Og auðvitað þarf að bregðast við því,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Ásmundsson, formaður Landsnets.vísir/egill Óheppilegt að eitt sveitarfélag geti stoppað framkvæmdina Og ráðherra útilokar ekki að ríkið stígi inn í málið með lagasetningu. „Það verður auðvitað að vera hægt að gera hlutina. Það er ekki nóg að hafa einhverja stefnu um það, sérstaklega ekki þegar það er orkuskortur á svæðinu og orkuöryggi fólks þar af leiðandi ekki fullnægt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu-, sveitarstjórnar- og innviðaráðherra. Hann er á því að málið sé orðið allt of langt en ferlið við að koma á annarri flutningslínu raforku til Suðurnesja hófst fyrir tveimur áratugum. „Þetta er afleitt. Og ég hef bent á það í mörgum öðrum tilvikum að þá er það mjög óheppilegt að einstök sveitarfélög á sama svæði geti ekki orðið sammála um það og þar af leiðandi komið í veg fyrir að framkvæmdir sem eru í þágu samfélagsins alls verði að veruleika,“ segir Sigurður Ingi. Breytingarnar á aðalskipulagi Voga stangast ekki aðeins á við kerfisáætlun Landsnets heldur einnig gildandi svæðisskipulag á Suðurnesjum. „Það eru auðvitað ákveðin vonbrigði ef ég á að segja alveg eins og er ef að sveitarstjórn Voga ætlar að fara einhverja sérstaka vegferð að fara gegn gildandi svæðisskipulagi,“ segir ráðherrann. Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Vogar Suðurnesjalína 2 Orkumál Hafnarfjörður Reykjanesbær Grindavík Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Sveitarfélagið Vogar samþykkti í síðustu viku tillögu að nýju aðalskipulagi þar sem útilokað er að hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu. Vogar vilja jarðstreng og finnst of mikil sjónmengun skapast af loftlínunni sem Landsnet vill. Hin sveitarfélögin sem koma að málinu þegar veitt leyfi fyrir loftlínu. „Það eru náttúrulega mjög mikil vonbrigði þetta útspil, einfaldlega vegna þess að það er mjög brýnt að koma þessari framkvæmd í gang,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Raforkuóöryggi á Suðurnesjunum standi til dæmis í vegi fyrir uppbyggingu á svæðinu. Landsnet segist ekki hafa nein tól í höndunum til að bregðast við. Viltu að stjórnvöld fari bráðlega að grípa í taumana svo það verði hreinlega hægt að hefja þessa framkvæmd? „Við erum engir sérstakir talsmenn þess að stjórnvöld grípi inn í en ég held að allir hugsandi menn þurfi að horfa á það að þarna er eitthvað ferli sem er ekki sjálfgefið að fái niðurstöðu. Og auðvitað þarf að bregðast við því,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Ásmundsson, formaður Landsnets.vísir/egill Óheppilegt að eitt sveitarfélag geti stoppað framkvæmdina Og ráðherra útilokar ekki að ríkið stígi inn í málið með lagasetningu. „Það verður auðvitað að vera hægt að gera hlutina. Það er ekki nóg að hafa einhverja stefnu um það, sérstaklega ekki þegar það er orkuskortur á svæðinu og orkuöryggi fólks þar af leiðandi ekki fullnægt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu-, sveitarstjórnar- og innviðaráðherra. Hann er á því að málið sé orðið allt of langt en ferlið við að koma á annarri flutningslínu raforku til Suðurnesja hófst fyrir tveimur áratugum. „Þetta er afleitt. Og ég hef bent á það í mörgum öðrum tilvikum að þá er það mjög óheppilegt að einstök sveitarfélög á sama svæði geti ekki orðið sammála um það og þar af leiðandi komið í veg fyrir að framkvæmdir sem eru í þágu samfélagsins alls verði að veruleika,“ segir Sigurður Ingi. Breytingarnar á aðalskipulagi Voga stangast ekki aðeins á við kerfisáætlun Landsnets heldur einnig gildandi svæðisskipulag á Suðurnesjum. „Það eru auðvitað ákveðin vonbrigði ef ég á að segja alveg eins og er ef að sveitarstjórn Voga ætlar að fara einhverja sérstaka vegferð að fara gegn gildandi svæðisskipulagi,“ segir ráðherrann. Fjallað var um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld:
Vogar Suðurnesjalína 2 Orkumál Hafnarfjörður Reykjanesbær Grindavík Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira