Klopp: Ég veit ekki hvað Tierney dómari hefur á móti mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 10:01 Jürgen Klopp var mjög ósáttur með ákvarðanir Paul Tierney eins og sést á þessari mynd. AP/Frank Augstein Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var allt annað en sáttur með Paul Tierney dómara í 2-2 jafnteflinu á móti Tottenham í gær. Klopp sagði meira segja við Tierney í leikslok að hann ætti í engum vandræðum með neinn dómara í ensku deildinni nema hann. Liverpool vildi fá rautt spjald á Harry Kane fyrir sólartæklingu hans sem og að fá víti þegar Diego Jota féll í teignum. Í stað þess var Andrew Robertson tekinn af velli í seinni hálfleik og Liverpool varð að sætta sig við 2-2 jafntefli. Hér fyrir neðan sjá viðtal við Klopp og eins svipmyndir af öllum þessum umdeildu atvikum. "I really have no idea what's his problem with me." Jurgen Klopp reacts to #LFC's draw at Tottenham and expresses his frustration at the refereeing in the game.pic.twitter.com/bYxMv3VdZq— Sky Sports (@SkySports) December 19, 2021 „Ég veit ekki hvað Tierney dómari hefur á móti mér,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Það voru miklar tilfinningar hjá mér í þessum leik en er það bara ekki eðlilegt í leik sem þessum. Hann kemur sérstaklega til mín og gefur mér gult spjald en ég hefði kosið frekar réttar ákvarðanir hjá honum inn á vellinum,“ sagði Klopp. „Við misstum alla miðjuna okkar og besta miðvörð heims. Við missum fyrirliðann okkar á leikdegi og við gátum því ekki beðið um besta fótboltaleik okkar á tímabilinu. Þú verður bara að berjast í þessari stöðu og það gerðu strákarnir,“ sagði Klopp. „Ég vil bara fá óhlutdrægan dómara sem sér atvikin og dæmir þau. Hann sagði mér að hann sagði að Jota hefði stoppað viljandi. Það er ótrúlegt. Hann var í bestu stöðunni á vellinum. Þú verður að spyrja hann um hvað ég hef eiginlega gert honum,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Ég held að við séum öll sammála um að þetta var klárt rautt spjald. Ég þarf bara að spyrja tvo menn og það er herra Tierney og hver sem var yfir VAR. Það er hægt að gefa [Andrew] Robertson rautt spjald og hann veit það sjálfur. Harry átti aldrei að vera inn á vellinum í seinni hálfleik og segðu mér þá hvernig leikurinn hefði endað. Ef herra Tierney sér það ekki þá skila ég það. En VAR var greinilega með á nótunum því þeir báðu hann um að sjá atvikið með Robertson,“ sagði Klopp. „Þú þarft ekki á dómara að halda sem hjálpar þér. Þú þarft hins vegar dómara sem er með allt á hreinu og er óhlutdrægur. Í þremur atriðum þá hafði hann eitt rétt en tvö voru röng. Allt var á móti okkur,“ sagði Klopp. Hér fyrir neðan má sjá hvað Klopp sagði við Paul Tierney strax eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Sjá meira
Klopp sagði meira segja við Tierney í leikslok að hann ætti í engum vandræðum með neinn dómara í ensku deildinni nema hann. Liverpool vildi fá rautt spjald á Harry Kane fyrir sólartæklingu hans sem og að fá víti þegar Diego Jota féll í teignum. Í stað þess var Andrew Robertson tekinn af velli í seinni hálfleik og Liverpool varð að sætta sig við 2-2 jafntefli. Hér fyrir neðan sjá viðtal við Klopp og eins svipmyndir af öllum þessum umdeildu atvikum. "I really have no idea what's his problem with me." Jurgen Klopp reacts to #LFC's draw at Tottenham and expresses his frustration at the refereeing in the game.pic.twitter.com/bYxMv3VdZq— Sky Sports (@SkySports) December 19, 2021 „Ég veit ekki hvað Tierney dómari hefur á móti mér,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Það voru miklar tilfinningar hjá mér í þessum leik en er það bara ekki eðlilegt í leik sem þessum. Hann kemur sérstaklega til mín og gefur mér gult spjald en ég hefði kosið frekar réttar ákvarðanir hjá honum inn á vellinum,“ sagði Klopp. „Við misstum alla miðjuna okkar og besta miðvörð heims. Við missum fyrirliðann okkar á leikdegi og við gátum því ekki beðið um besta fótboltaleik okkar á tímabilinu. Þú verður bara að berjast í þessari stöðu og það gerðu strákarnir,“ sagði Klopp. „Ég vil bara fá óhlutdrægan dómara sem sér atvikin og dæmir þau. Hann sagði mér að hann sagði að Jota hefði stoppað viljandi. Það er ótrúlegt. Hann var í bestu stöðunni á vellinum. Þú verður að spyrja hann um hvað ég hef eiginlega gert honum,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Ég held að við séum öll sammála um að þetta var klárt rautt spjald. Ég þarf bara að spyrja tvo menn og það er herra Tierney og hver sem var yfir VAR. Það er hægt að gefa [Andrew] Robertson rautt spjald og hann veit það sjálfur. Harry átti aldrei að vera inn á vellinum í seinni hálfleik og segðu mér þá hvernig leikurinn hefði endað. Ef herra Tierney sér það ekki þá skila ég það. En VAR var greinilega með á nótunum því þeir báðu hann um að sjá atvikið með Robertson,“ sagði Klopp. „Þú þarft ekki á dómara að halda sem hjálpar þér. Þú þarft hins vegar dómara sem er með allt á hreinu og er óhlutdrægur. Í þremur atriðum þá hafði hann eitt rétt en tvö voru röng. Allt var á móti okkur,“ sagði Klopp. Hér fyrir neðan má sjá hvað Klopp sagði við Paul Tierney strax eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Sjá meira