Leggur til 20 manna samkomubann og frestun skóla Sunna Valgerðardóttir skrifar 20. desember 2021 16:02 Þórólfur Guðnason vill herða sóttvarnaaðgerðir til muna eftir að smitfjöldi er hér viðvarandi í hæstu hæðum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir leggur til verulega hertar sóttvarnaaðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem lagt er til er 20 manna samkomubann og að skólar taki seinna til starfa en áður var gert ráð fyrir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði nýjasta minnisblaði sínu til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra í gær. Þar leggur Þórólfur til töluvert strangari sóttvarnaaðgerðir en hafa verið við lýði undanfarnar vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þess á meðal 20 manna samkomubann og að skólarnir byrji ekki aftur eftir jólafrí fyrr en 10. janúar. Þórólfur leggur yfirleitt til nokkrar leiðir fyrir stjórnvöld til að reyna að ná taki á faraldrinum. Metfjöldi greindist smitaður innanlands í gær, 220 manns. Það er líka sérstaklega mikið þegar tekið er tillit til þess að það var sunnudagur, en það hefur verið sá dagur sem fæst smit greinast alla jafna því fólk er ekki eins duglegt að láta skima sig um helgar. Fréttastofa hefur ekki fengið upplýsingar um tillögur Þórólfs að hertum aðgerðum varðandi skemmtistaði eða sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Þá liggur heldur ekki fyrir hvernig stærri viðburðum verður háttað varðandi hraðpróf. Sérstök ráðherranefnd um samræmingu aðgerða hittist á fjarfundi klukkan 15 í dag til að fara yfir tillögur Þórólfs. Framhald sóttvarnaaðgerða verður svo líklega tilkynnt að loknum ríkisstjórnarfundi sem hefst klukkan 9:30 í fyrramálið. Núgildandi aðgerðir renna að óbreyttu út á miðnætti 22. desember. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. 20. desember 2021 08:02 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði nýjasta minnisblaði sínu til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra í gær. Þar leggur Þórólfur til töluvert strangari sóttvarnaaðgerðir en hafa verið við lýði undanfarnar vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þess á meðal 20 manna samkomubann og að skólarnir byrji ekki aftur eftir jólafrí fyrr en 10. janúar. Þórólfur leggur yfirleitt til nokkrar leiðir fyrir stjórnvöld til að reyna að ná taki á faraldrinum. Metfjöldi greindist smitaður innanlands í gær, 220 manns. Það er líka sérstaklega mikið þegar tekið er tillit til þess að það var sunnudagur, en það hefur verið sá dagur sem fæst smit greinast alla jafna því fólk er ekki eins duglegt að láta skima sig um helgar. Fréttastofa hefur ekki fengið upplýsingar um tillögur Þórólfs að hertum aðgerðum varðandi skemmtistaði eða sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Þá liggur heldur ekki fyrir hvernig stærri viðburðum verður háttað varðandi hraðpróf. Sérstök ráðherranefnd um samræmingu aðgerða hittist á fjarfundi klukkan 15 í dag til að fara yfir tillögur Þórólfs. Framhald sóttvarnaaðgerða verður svo líklega tilkynnt að loknum ríkisstjórnarfundi sem hefst klukkan 9:30 í fyrramálið. Núgildandi aðgerðir renna að óbreyttu út á miðnætti 22. desember.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. 20. desember 2021 08:02 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12
Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. 20. desember 2021 08:02